Samráð fyrirhugað 06.07.2021—16.08.2021
Til umsagnar 06.07.2021—16.08.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 16.08.2021
Niðurstöður birtar

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1150/2019 um raforkuviðskipti og mælingar

Mál nr. 140/2021 Birt: 01.07.2021 Síðast uppfært: 06.07.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Orkumál
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 06.07.2021–16.08.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Reglugerðarbreyting varðar raforkusölusamninga við almenna notendur.

Með reglugerðinni er undirstrikað það hlutverk dreifiveitna raforku að upplýsa notendur, jafnt nýja notendur sem og við notendaskipti, um rétt þeirra til að velja sér sölufyrirtæki og rétt til að skipta um sölufyrirtæki. Jafnframt er kveðið á um að sölufyrirtæki skuli hafa raforkusölusamninga aðgengilega á vefsíðu sinni og að raforkusölusamning við almenna notendur skuli staðfesta með rafrænum skilríkjum. Nánar er kveðið á um söluaðila til þrautavara í reglugerðinni og hvernig staðið skuli að vali á þeim sölufyrirtækjum sem falin er sú samfélagslega ábyrgð og skylda sem því afmarkaða hlutverki fylgir, þannig að tryggt sé að jafnræðis sé gætt. Markmið reglugerðarinnar er að auka neytendavernd og stuðla að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, raforkunotendum til góða.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.