Samráð fyrirhugað 06.07.2021—10.08.2021
Til umsagnar 06.07.2021—10.08.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 10.08.2021
Niðurstöður birtar 02.09.2021

Grænbók um samgöngumál

Mál nr. 142/2021 Birt: 06.07.2021 Síðast uppfært: 02.09.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Sjá meðfylgjandi niðurstöðuskjal.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 06.07.2021–10.08.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.09.2021.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að grænbók um samgöngumál – stöðumat og valkostir.

Góðar samgöngur eru forsenda þess að á Íslandi búi sjálfstæð nútímaþjóð enda hafa samgöngur mikil áhrif á þróun byggðar og atvinnumála.

Grænbók um samgöngumál er hluti af stefnumótunarferli samgönguáætlunar. Samgönguáætlun er unnin á grunni laga um samgönguáætlun, nr. 33/2008. Viðfangsefni grænbókar er stöðumat samgangna sem myndar grunn fyrir vinnslu hvítbókar, stefnuskjals í samgöngum og nýrrar samgönguáætlunar.

Stöðumat grænbókarinnar byggir á upplýsingum frá framkvæmdaraðilum, þ.e. stofnunum ráðuneytisins og Isavia.

Annar grundvöllur stöðumatsins er samtal við landsmenn og hagsmunaaðila. Átta fundir voru haldnir víðsvegar um landið frá 3. mars til 9. apríl 2021 í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga. Þátttaka var opin öllum. Eftir því sem við á er að finna undir hverjum lið stöðumats í 3. kafla grænbókarinnar samantekt á því sem fram kom á samráðfundunum.

Jafnframt voru haldnir fundir með öðrum ráðuneytum og samstarfsaðilum, þar sem snertifletir samgönguáætlunar við aðrar áætlanir stjórnarráðsins voru ræddir.

Síðasti liður samráðsins er birting á drögum grænbókar í samráðsgátt stjórnvalda.

Markmið grænbókarinnar er að hvetja til umræðu um stöðumat, viðfangsefni og framtíðarsýn samgangna sem og áherslur og valkosti. Mikilvægt er að stöðumatið sé sem réttast enda verður það grunnur að stefnumótun í málaflokknum.

Því spyrjum við um skoðun þína á:

• Stöðumatinu sjálfu. Endurspeglar það þitt mat á stöðunni?

• Lykilviðfangsefnin eiga að endurspegla helstu álitamál til framtíðar. Ert þú sammála þeim og hvernig þau eru sett fram?

• Hvernig getum við aukið skilning okkar á samgöngum? Gætum við bætt við eða breytt þeim ástandsmælikvörðum sem notast er við í dag?

• Hvernig bætum við forgangsröðun? Hvernig aukum við ábata samfélagsins af samgöngum?

• Hver ætti framtíðarsýn samgangna að vera á Íslandi?

• Annað sem þú vilt taka fram?

Að loknu samráði eru niðurstöður dregnar saman og grænbókin gefin út. Í kjölfarið verður mótuð stefna sem inniheldur framtíðarsýn fyrir málefnið og markmið sem marka leiðina ásamt áherslum (hvítbók).

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 14.07.2021

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um Grænbók um samgöngumál.

F.h. sambandsins,

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Gunnar Þór Gunnarsson - 20.07.2021

Góðan dag

Það sem ég vill koma á framfæri eru samgöngur á Norðurlandi vestra.

Nú bý ég a Skagaströnd og um 500 fleiri en ég.

Það er alveg frábært að geta tekið strætó a þeim tíma sem strætó ferðast til og frà höfuðborginni, en það sem mér finnst ábótavant er að það er bara ómögulegt að komast héðan a morgnana ef að þú hefur ekki bíl eða bílstjóra.

Það þyrfti að vera hægt að panta ferðir til Sauðárkróks a morgnana alla virka daga allt árið um kring.

Þegar börnin eru búin með grunnskóla og ætla sér í framhaldsskóla þá er engin leið fyrir þau að komast til og frá framhaldsskóla a Sauðárkróki.

Það er einnig gríðarlega lítið um vinnur hér á Skagaströnd og hef ég reynslu af því sjálfur að fá enga vinnu hér. Ég hef þurft að sækja vinnu bæði inná Blönduós og Sauðárkrók en það var engin leið fyrir mig að komast til og frá vinnu nema að redda mér fari á einhvern máta, eða hreinlega bara ganga til vinnu. Það eru 24 km inná Blönduós frá Skagaströnd og það eru 55 km yfir a Sauðárkrók.

Nú er árið 2021 og samgöngur hér eru alls ekki í takt við það. Þetta er eins og að lifa aftur í tímann að búa hér á þessu norðvestur horni.

Ég óska eftir því að þetta verði tekið til greina svo að samgöngur fyrir þá sem hafa ekki bíl verði betri.

Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - 23.07.2021

Áföst er umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um grænbók um samgöngumál.

F.h. stjórnar SSNV

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Vesturbyggð - 05.08.2021

Meðfylgjandi er umsögn Vesturbyggðar um grænbók um samgöngumál.

Fyrir hönd Vesturbyggðar,

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Alþýðusamband Íslands - 09.08.2021

Sjá viðhengda umsögnt

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Finnur Geir Beck - 10.08.2021

Viðhengd er umsögn Samorku.

kv.Finnur Beck

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Verkfræðingafélag Íslands - 10.08.2021

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samtök ferðaþjónustunnar - 10.08.2021

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um Grænbók um samgöngumál.

Kær kveðja

f.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Afrita slóð á umsögn

#9 Samtök ferðaþjónustunnar - 10.08.2021

Ágæti viðtakandi,

Viðhengi vantaði í fyrri póst og kemur hér.

Kær kveðja

Gunnar Valur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Öryrkjabandalag Íslands - 10.08.2021

Meðfylgjandi er umsögn ÖBÍ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Ungir umhverfissinnar - 10.08.2021

Meðfylgjandi er umsögn Ungra Umhverfissinna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Samgöngufélagið - 10.08.2021

Umsögn Samgöngufélagsins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra - 11.08.2021

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - 13.08.2021

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Fjórðungssamband Vestfirðinga - 13.08.2021

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Strætó bs. - 16.08.2021

Sjá viðhengi.

Viðhengi