Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.7.–10.8.2021

2

Í vinnslu

  • 11.8.–1.9.2021

3

Samráði lokið

  • 2.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-142/2021

Birt: 6.7.2021

Fjöldi umsagna: 16

Drög að stefnu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Grænbók um samgöngumál

Niðurstöður

Sjá meðfylgjandi niðurstöðuskjal.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að grænbók um samgöngumál – stöðumat og valkostir.

Nánari upplýsingar

Góðar samgöngur eru forsenda þess að á Íslandi búi sjálfstæð nútímaþjóð enda hafa samgöngur mikil áhrif á þróun byggðar og atvinnumála.

Grænbók um samgöngumál er hluti af stefnumótunarferli samgönguáætlunar. Samgönguáætlun er unnin á grunni laga um samgönguáætlun, nr. 33/2008. Viðfangsefni grænbókar er stöðumat samgangna sem myndar grunn fyrir vinnslu hvítbókar, stefnuskjals í samgöngum og nýrrar samgönguáætlunar.

Stöðumat grænbókarinnar byggir á upplýsingum frá framkvæmdaraðilum, þ.e. stofnunum ráðuneytisins og Isavia.

Annar grundvöllur stöðumatsins er samtal við landsmenn og hagsmunaaðila. Átta fundir voru haldnir víðsvegar um landið frá 3. mars til 9. apríl 2021 í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga. Þátttaka var opin öllum. Eftir því sem við á er að finna undir hverjum lið stöðumats í 3. kafla grænbókarinnar samantekt á því sem fram kom á samráðfundunum.

Jafnframt voru haldnir fundir með öðrum ráðuneytum og samstarfsaðilum, þar sem snertifletir samgönguáætlunar við aðrar áætlanir stjórnarráðsins voru ræddir.

Síðasti liður samráðsins er birting á drögum grænbókar í samráðsgátt stjórnvalda.

Markmið grænbókarinnar er að hvetja til umræðu um stöðumat, viðfangsefni og framtíðarsýn samgangna sem og áherslur og valkosti. Mikilvægt er að stöðumatið sé sem réttast enda verður það grunnur að stefnumótun í málaflokknum.

Því spyrjum við um skoðun þína á:

• Stöðumatinu sjálfu. Endurspeglar það þitt mat á stöðunni?

• Lykilviðfangsefnin eiga að endurspegla helstu álitamál til framtíðar. Ert þú sammála þeim og hvernig þau eru sett fram?

• Hvernig getum við aukið skilning okkar á samgöngum? Gætum við bætt við eða breytt þeim ástandsmælikvörðum sem notast er við í dag?

• Hvernig bætum við forgangsröðun? Hvernig aukum við ábata samfélagsins af samgöngum?

• Hver ætti framtíðarsýn samgangna að vera á Íslandi?

• Annað sem þú vilt taka fram?

Að loknu samráði eru niðurstöður dregnar saman og grænbókin gefin út. Í kjölfarið verður mótuð stefna sem inniheldur framtíðarsýn fyrir málefnið og markmið sem marka leiðina ásamt áherslum (hvítbók).

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is