Samráð fyrirhugað 08.07.2021—10.08.2021
Til umsagnar 08.07.2021—10.08.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 10.08.2021
Niðurstöður birtar

Matslýsing umhverfismats samgönguáætlunar 2023-2037

Mál nr. 144/2021 Birt: 08.07.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 08.07.2021–10.08.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir nú matslýsingu umhverfismats samgönguáætlunar 2023-2037 í samráðsgáttinni. Umsagnarfrestur er til 10. ágúst nk.

Unnið er að gerð stefnumótandi samgönguáætlunar 2023-2037 og í matslýsingunni, sem nú er kynnt, er gerð grein fyrir því með hvaða hætti umhverfismat samgönguáætlunar verður unnið og hvaða þættir verða lagðir til grundvallar. Markmið umhverfismatsins er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna, jafnframt því að stuðla að því að tekið verði tillit til umhverfissjónarmiða við mótun samgöngustefnu. Samgönguáætlun skal meta á grundvelli laga um umhverfismat áætlana.

Athugið að stuðst verður við sama ferli við mat á umhverfisáhrifum fjarskiptaáætlunar.

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.