Samráð fyrirhugað 16.07.2021—09.08.2021
Til umsagnar 16.07.2021—09.08.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 09.08.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um safnskip

Mál nr. 145/2021 Birt: 16.07.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 16.07.2021–09.08.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um safnskip. Safnskip er skip sem er 50 ára eða eldra sem rekið er í menningarlegum tilgangi. Menningarlegur tilgangur skips nær eingöngu til menningarlegs gildis skipsins en ekki starfsemi um borð, svo sem tónleikahalds eða annarra menningarviðburða.

Í 2. mgr. 39. gr. skipalaga nr. 66/2001 segir að ráðherra sé heimilt með reglugerð að setja ákvæði sem undanþiggja safnskip, þ.e. skip 50 ára og eldri sem rekin eru í menningarlegum tilgangi, frá tilteknum kröfum laga og reglna.

Í reglugerð þessari eru settar sérreglur fyrir safnskip. Að öðru leyti en greinir í reglugerðinni gilda almennar reglur um skip.

Í reglugerðinni er kveðið á um eftirfarandi:

- Skráningu safnskips hjá Samgöngustofu og þær upplýsingar sem skulu koma fram í umsókn um skráningu.

- Skoðanir safnskips.

- Undanþágur frá búnaðarkröfum. Er þar kveðið á um að heimilt sé að safnskip sé búið líkt og lög mæltu þegar skipið var smíðað og tekið til rekstrar með tilteknum takmörkunum.

- Refsingar, þjónustugjöld og stjórnvaldssektir.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.