Samráð fyrirhugað 16.07.2021—09.08.2021
Til umsagnar 16.07.2021—09.08.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 09.08.2021
Niðurstöður birtar 22.09.2021

Drög að reglugerð um safnskip

Mál nr. 145/2021 Birt: 16.07.2021 Síðast uppfært: 22.09.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Tvær umsagnir bárust í samráði . Brugðist var við athugasemdum að því leyti sem unnt var. Niðurstöður samráðs má finna í niðurstöðuskjali. Reglugerðin hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 16.07.2021–09.08.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 22.09.2021.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um safnskip. Safnskip er skip sem er 50 ára eða eldra sem rekið er í menningarlegum tilgangi. Menningarlegur tilgangur skips nær eingöngu til menningarlegs gildis skipsins en ekki starfsemi um borð, svo sem tónleikahalds eða annarra menningarviðburða.

Í 2. mgr. 39. gr. skipalaga nr. 66/2001 segir að ráðherra sé heimilt með reglugerð að setja ákvæði sem undanþiggja safnskip, þ.e. skip 50 ára og eldri sem rekin eru í menningarlegum tilgangi, frá tilteknum kröfum laga og reglna.

Í reglugerð þessari eru settar sérreglur fyrir safnskip. Að öðru leyti en greinir í reglugerðinni gilda almennar reglur um skip.

Í reglugerðinni er kveðið á um eftirfarandi:

- Skráningu safnskips hjá Samgöngustofu og þær upplýsingar sem skulu koma fram í umsókn um skráningu.

- Skoðanir safnskips.

- Undanþágur frá búnaðarkröfum. Er þar kveðið á um að heimilt sé að safnskip sé búið líkt og lög mæltu þegar skipið var smíðað og tekið til rekstrar með tilteknum takmörkunum.

- Refsingar, þjónustugjöld og stjórnvaldssektir.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Þorsteinn Sigurjón Pétursson - 08.08.2021

Sendi viðhengi fh. Hollvina Húna II og Iðnaðarsafnsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Hilmar Snorrason - 09.08.2021

Athugasemdir við drög að reglugerð um Safnskip

Undirritaður fagnar drögum að sérstakri reglugerð fyrir skip sem hafa söfnunargildi og bæði sjóminjasöfn, hollvinasamtök og áhugahópar vinna að varðveislu. Er það von að með henni vænkist hagur skipavarðveislu hér á landi.

Undirritaður vill gera athugasemdir við tvær greinar reglugerðardraganna.

3. gr.  

Skoðanir safnskips

Safnskip skal skoðað líkt og greinir í reglugerð um skoðanir á skipum og búnaði þeirra nr. 1017/2003 með áorðnum breytingum.

Í reglugerð 1017/2003 eru skip flokkuð miðað við þá skráningu sem þau hafa fengið meðan þau voru í rekstri. Er það mat mitt að gera þurfi samhliða breytingu á þeirri reglugerð þannig að þar verði tilgerind sérstaklega Safnskip og hvaða kröfur skuli gerðar til þeirra. Skip, sem áður var fiskiskip, en hefur nú fengið nýtt hlutverk sem safn er því ekki lengur fiskiskip þar sem það hefur hlotið nýja skráningu.

4. gr.  

Undanþágur frá búnaðarkröfum

Heimilt er að safnskip sé búið líkt og lög mæltu þegar skipið var smíðað og tekið til rekstrar með þeim takmörkunum sem greinir í þessari grein. Hafi meiriháttar breytingar verið gerðar á skipi í skilningi 27. gr. skipalaga nr. 66/2021 skulu kröfur taka mið af þeim tímapunkti er þeim breytingum lauk í skilningi þessarrar greinar að því leyti sem breytingar voru gerðar. Undanþágur skv. þessari grein eiga eingöngu við búnað og smíði skipsins.

Þrátt fyrir 1. mgr. er ekki heimilt að veita undanþágur gagnvart gildandi kröfum er lítur að:

a) Kröfum til björgunarbúnaðar,

b) Kröfum til lyfja og læknisáhalda um borð

Í núverandi reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og læknisáhöldum borð í íslenskum skipum nr. 365/1998 er flokkun skipa á þann veg að ef skipið er yfir 15 metra að lengd eða lengra þar að búa það í samræmi við lyfjakistu B sem er mikil lyfjakista fyrir skip sem jafnvel fer ekki lengra en sem nemur færslu innan hafnar. Slíkt hefur gríðarlegan kostnað í för með sér ef safnskip er einungis notað innan hafnarsvæðis.

Gerð hafa verið drög að nýrri reglugerð sem ekki er ljóst hvenær muni verða innleidd en þar ætti að skilgreina safnskip til samræmis við farsvið enda eru fæst með farsvið til siglinga allt að 150 sjómílur frá landi.

Hilmar Snorrason, formaður Félags skipa- og bátaáhugamanna