Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.7.–9.8.2021

2

Í vinnslu

  • 10.8.–21.9.2021

3

Samráði lokið

  • 22.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-145/2021

Birt: 16.7.2021

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um safnskip

Niðurstöður

Tvær umsagnir bárust í samráði . Brugðist var við athugasemdum að því leyti sem unnt var. Niðurstöður samráðs má finna í niðurstöðuskjali. Reglugerðin hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um safnskip. Safnskip er skip sem er 50 ára eða eldra sem rekið er í menningarlegum tilgangi. Menningarlegur tilgangur skips nær eingöngu til menningarlegs gildis skipsins en ekki starfsemi um borð, svo sem tónleikahalds eða annarra menningarviðburða.

Nánari upplýsingar

Í 2. mgr. 39. gr. skipalaga nr. 66/2001 segir að ráðherra sé heimilt með reglugerð að setja ákvæði sem undanþiggja safnskip, þ.e. skip 50 ára og eldri sem rekin eru í menningarlegum tilgangi, frá tilteknum kröfum laga og reglna.

Í reglugerð þessari eru settar sérreglur fyrir safnskip. Að öðru leyti en greinir í reglugerðinni gilda almennar reglur um skip.

Í reglugerðinni er kveðið á um eftirfarandi:

- Skráningu safnskips hjá Samgöngustofu og þær upplýsingar sem skulu koma fram í umsókn um skráningu.

- Skoðanir safnskips.

- Undanþágur frá búnaðarkröfum. Er þar kveðið á um að heimilt sé að safnskip sé búið líkt og lög mæltu þegar skipið var smíðað og tekið til rekstrar með tilteknum takmörkunum.

- Refsingar, þjónustugjöld og stjórnvaldssektir.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is