Samráð fyrirhugað 20.08.2021—03.09.2021
Til umsagnar 20.08.2021—03.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 03.09.2021
Niðurstöður birtar 17.08.2022

Drög að reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Mál nr. 154/2021 Birt: 20.08.2021 Síðast uppfært: 17.08.2022
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál
  • Sveitarfélög og byggðamál
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Orkumál
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Reglugerðin hefur tekið gildi. Reglugerð nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 20.08.2021–03.09.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 17.08.2022.

Málsefni

Drögin að reglugerð taka til umhverfismats framkvæmda og áætlana og byggja á nýjum lögum um sama efni. Með reglugerðinni eru útfærð nánar efnisatriði laganna.

Með nýjum heildarlögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana var sameinuð löggjöf um annars vegar mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og hins vegar löggjöf um umhverfismat áætlana. Drögin að reglugerðinni byggja á framangreindum lögum þar sem markmiðið var m.a. að tryggja þátttökuréttindi almennings og að setja fram skýrar og einfaldar málsmeðferðarreglur. Drögin fela m.a. í sér nánari útfærslu á ákvæðum laganna um forsamráð og samþætta málsmeðferð og skyldur ábyrgðaraðila áætlana og framkvæmdaaðila hvað varðar skil á gögnum og innihald þeirra.

Í drögunum er einnig mælt fyrir um stafræna gagna- og samráðsgátt, sem er ætlað að vera vettvangur samráðs um umhverfismat, skipulagsmál og leyfisveitingar. Ákvæðið kemur til framkvæmda 1. desember 2022, en samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana taka eldri lög til þeirra kynninga og samráðs sem eiga sér stað fram til 1. desember 2022. Ákvæði reglugerðarinnar um samráð og kynningu umhverfismats taka mið af framangreindu bráðabirgðaákvæði og munu því koma til endurskoðunar fyrir 1. desember 2022.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 31.08.2021

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um reglugerðina.

F.h. sambandsins,

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Verkfræðingafélag Íslands - 03.09.2021

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Baldur Dýrfjörð - 03.09.2021

Hjálögð er umsögn Samorku í fylgiskjali.

Virðingarfyllst,

f.h. Samorku

Baldur Dýrfjörð lögfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Orkuveita Reykjavíkur - 06.09.2021

Viðhengi