Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.–30.8.2021

2

Í vinnslu

  • 31.8.–21.11.2021

3

Samráði lokið

  • 22.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-155/2021

Birt: 16.8.2021

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Ferli umsókna um þáttöku Íslands í samtökum um evrópska rannsónarinnviði

Niðurstöður

Niðurstöður í máli nr. 155/2021 í Samráðsgátt stjórnvalda Reglugerðardrögin voru birt 16.08.2021 í samráðsgáttinni og kallað eftir umsóknum til 30.08.2021. Tvær umsagnir bárust um reglugerðardrögin, frá Háskóla Íslands og Hagstofu Íslands. Háskóli Íslands fagnar ferli umsókna um þátttöku Íslands í ERIC-samtökum um evrópska rannsóknarinnviði, og leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgangur sé að öflugum alþjóðlegum rannsóknarinnviðum fyrir háskóla og rannsóknastofnanir. Hagstofa Íslands tekur undir mikilvægi samvinnu evrópskra rannsóknastofnana og miðlun þekkingar á milli alþjóðlegra stofnana.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um feril umsókna um þátttöku Íslands í samtökum um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC). Reglugerðin er sett með stoð í 5. gr. laga nr. 66/2019 um samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC).

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til umsagna drög að reglugerð um feril umsókna um þátttöku Íslands í samtökum um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC). Reglugerðin er sett með stoð í 5. gr. laga nr. 66/2019 um samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC). Samtök um evrópska rannsóknarinnviði (e. European Research Infrastructure Consortium, ERIC) er samstarfsform um rekstur á umfangsmiklum og kostnaðarsömum rannsóknarinnviðum í Evrópu, en aðilar að ERIC-samtökum eru ríki ESB og EFTA. Samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC) eru stofnuð um rannsóknarinnviði sem eru af þeirri stærðargráðu að ekkert eitt ríki hefur bolmagn til þess að reka þá. Þær kröfur eru gerðar til ERIC rannsóknarinnviða að þeir séu nauðsynlegir við framkvæmd evrópskra rannsóknaráætlana, styrki evrópska rannsóknasvæðið (e. European Research Area, ERA), styrki viðkomandi fræðasvið faglega og tæknilega á alþjóðlegan mælikvarða, séu opnir vísindamönnum frá ESB og tengdum ríkjum, hvetji til hreyfanleika vísindamanna og þekkingar innan evrópska rannsóknasvæðisins og stuðli að miðlun og nýtingu niðurstaðna og tækniframfara.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

mrn@mrn.is