Samráð fyrirhugað 24.08.2021—09.09.2021
Til umsagnar 24.08.2021—09.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 09.09.2021
Niðurstöður birtar 21.12.2021

Drög að stefnu um notkun skýjalausna

Mál nr. 156/2021 Birt: 24.08.2021 Síðast uppfært: 27.06.2022
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
  • Hagskýrslugerð og grunnskrár

Niðurstöður birtar

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að fimm umsagnir bárust um drögin að stefnunni og er þeim sérstaklega þakkað fyrir.
Ráðuneytið telur ekki þörf á efnislegum breytingum stefnunnar í kjölfar samráðs en einstaka orðalagi verður breytt til að skerpa á áherslum í textanum.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.08.2021–09.09.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 21.12.2021.

Málsefni

Notkun skýjalausna er mikilvæg forsenda þess að styðja við stafræn umskipti, auka sjálfvirkni og hækka öryggisstig upplýsinga og upplýsingakerfa hins opinbera. Drög þessi lýsa þeirri framtíðarsýn, markmiðum og áherslum sem opinberir aðilar styðjast við til að þróa og nýta skýjalausnir. Áður höfðu drög að skýjastefnu verið birt (desember 2020) en hafa nú verið endurskoðuð og því endurbirt.

Tilgangur skýjastefnu hins opinbera er að ná samræmdum markmiðum í notkun skýjalausna og útfærslu þeirra. Skýjalausnir eru nú þegar í notkun hjá mörgum opinberum aðilum og því brýnt að unnið sé að samræmingu þessara verkefna til hagræðingar og aukins öryggis.

Áherslur í stafrænni þjónustu og notendamiðaðri þjónustuhönnun hafa gert auknar kröfur til stofnana um hraða og skilvirka þjónustu. Skýjalausnir stytta afhendingartíma upplýsingatækniþjónusta og stuðla að hraðari, hagkvæmari og öruggari stafrænni þjónustu.

Skýjaþjónusta opnar einnig fyrir nýja notkunarmöguleika, m.a. á sviði gervigreindar og dýpri gagnagreininga, sem annars væri erfitt eða ómögulegt að hagnýta.

Mikilvægt er að nálgast stýringar og notkun skýjalausna með þeim hætti að eiginleikar þjónustunnar rýrni ekki, þ.m.t. sveigjanleiki, samningsstaða og nýsköpun. Sé ekki hugað að þessum eiginleikum í útfærslu og samningagerð er hætta á að óþarfa kostnaður verði, áhætta aukist og að tækifæri til nýsköpunar glatist.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Vignir Bjarnason - 06.09.2021

Varast ber að setja notkun skýjalausna erlendis í íslenskt samhengi án athugunar. Á meðan tengingar í ský eru gerðar með stórum pípum frá notendum og inn í ský á meginlandi Evrópu, þá þarf að fara í gegnum neðarsjávarstrengi langa vegalengd. Hefur það áhrif á seinkun á viðbragði fyrir íslenska notendur og hættu á algjöru sambandsleysi þegar bilun kemur upp í neðarsjávarstrengjum sem liggja til Íslands.

Rétt væri einnig að tengjast verkefnum í Evrópu; t.d.

GAIA-X : https://www.data-infrastructure.eu/GAIAX/Navigation/EN/Home/home.html

IPCEI-cloud: https://www.bmwi.de/Redaktion/EN/Artikel/Industry/ipcei-cis.html

Afrita slóð á umsögn

#2 Þjóðskjalasafn Íslands - 07.09.2021

Meðfylgjandi er umsögn Þjóðskjalasafns Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Ólafur Páll Torfason - 08.09.2021

Heil og sæl, og afsakið hvað þessi fyrirspurn kemur seint í ferlinu.

Mig langaði að kanna hjá ykkur hvort aðferðafræði og tæknilegar lausnir sem tengjast dreifðum gagnagrunnum (DLT) og bálkakeðjum (Blockchain) falli undir skýjalausnir og sé álitin undirtegund af skýjalausn, eða hvort það myndi falla útfyrir þessa skilgreiningu um skýjalausnir.

Einnig, hafið þið (Stafrænt Ísland eða starfshópar innan stjórnsýslu) hugað að nýtingu bálkakeðjutækni, fyrir utan Xroad, við opinbera stjórnsýslu? Ef já, eru ákveðnar bálkakeðjur sem þið horfið til og hafa komið til umræðu sem líklegur grunnur? Ef nei, er á döfinni að skoða þessa tækni frekar til að mynda með opnum umræðum eða opnum vinnuhópum?

Kærar þakkir og takk.

Óli

Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök iðnaðarins - 09.09.2021

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samband íslenskra sveitarfélaga - 09.09.2021

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Virðingarfyllst,

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Verkfræðingafélag Íslands - 15.09.2021

Sjá viðhengi.

Viðhengi