Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.8.–9.9.2021

2

Í vinnslu

  • 10.9.–20.12.2021

3

Samráði lokið

  • 21.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-156/2021

Birt: 24.8.2021

Fjöldi umsagna: 6

Drög að stefnu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að stefnu um notkun skýjalausna

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að fimm umsagnir bárust um drögin að stefnunni og er þeim sérstaklega þakkað fyrir. Ráðuneytið telur ekki þörf á efnislegum breytingum stefnunnar í kjölfar samráðs en einstaka orðalagi verður breytt til að skerpa á áherslum í textanum.

Málsefni

Notkun skýjalausna er mikilvæg forsenda þess að styðja við stafræn umskipti, auka sjálfvirkni og hækka öryggisstig upplýsinga og upplýsingakerfa hins opinbera. Drög þessi lýsa þeirri framtíðarsýn, markmiðum og áherslum sem opinberir aðilar styðjast við til að þróa og nýta skýjalausnir. Áður höfðu drög að skýjastefnu verið birt (desember 2020) en hafa nú verið endurskoðuð og því endurbirt.

Nánari upplýsingar

Tilgangur skýjastefnu hins opinbera er að ná samræmdum markmiðum í notkun skýjalausna og útfærslu þeirra. Skýjalausnir eru nú þegar í notkun hjá mörgum opinberum aðilum og því brýnt að unnið sé að samræmingu þessara verkefna til hagræðingar og aukins öryggis.

Áherslur í stafrænni þjónustu og notendamiðaðri þjónustuhönnun hafa gert auknar kröfur til stofnana um hraða og skilvirka þjónustu. Skýjalausnir stytta afhendingartíma upplýsingatækniþjónusta og stuðla að hraðari, hagkvæmari og öruggari stafrænni þjónustu.

Skýjaþjónusta opnar einnig fyrir nýja notkunarmöguleika, m.a. á sviði gervigreindar og dýpri gagnagreininga, sem annars væri erfitt eða ómögulegt að hagnýta.

Mikilvægt er að nálgast stýringar og notkun skýjalausna með þeim hætti að eiginleikar þjónustunnar rýrni ekki, þ.m.t. sveigjanleiki, samningsstaða og nýsköpun. Sé ekki hugað að þessum eiginleikum í útfærslu og samningagerð er hætta á að óþarfa kostnaður verði, áhætta aukist og að tækifæri til nýsköpunar glatist.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

einar.g.thoroddsen@fjr.is