Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.8.–30.9.2021

2

Í vinnslu

  • 1.10.2021–2.1.2022

3

Samráði lokið

  • 3.1.2022

Mál nr. S-158/2021

Birt: 19.8.2021

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021 (innleiðing)

Niðurstöður

Umsögn barst frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Bætt var við frumvarpsdrögin ákvæði um höfuðstólsfærslu vaxta innan árs til að bregðast við ábendingum samtakanna. Frumvarp var lagt fyrir Alþingi í desember 2021. Það var samþykkt með breytingum sem lög nr. 134/2021.

Málsefni

Gert er ráð fyrir að ljá breytingum á reglugerð (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir með reglugerð (ESB) 2021/168 gildi hér á landi.

Nánari upplýsingar

Helstu breytingar á reglugerð (ESB) 2016/1011 eru annars vegar að undanþiggja viðmiðanir fyrir stundargengi gjaldmiðla á lista sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur saman gildissviði reglugerðarinnar og hins vegar að heimila framkvæmdastjórninni eða lögbærum yfirvöldum í aðildarríkjum að ákvarða viðmiðanir sem skuli notast við ef hætt er að gera viðmiðanir sem samningar eða aðrir fjárhagslegir gerningar vísa í eða þær verða ónothæfar og aðilar að gerningunum hafa ekki komið sér saman um aðrar viðmiðanir til að styðjast við.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

gunnlaugur.helgason@fjr.is