Samráð fyrirhugað 19.08.2021—30.09.2021
Til umsagnar 19.08.2021—30.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 30.09.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 162/2021 (innleiðing)

Mál nr. 159/2021 Birt: 19.08.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 19.08.2021–30.09.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Gert er ráð fyrir að veita fjórum undirgerðum reglugerðar (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir gildi hér á landi.

Með reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 162/2021, var ýmsum undirgerðum reglugerðar (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir veitt gildi hér á landi. Evrópusambandið hefur nú samþykkt fjórar undirgerðir í viðbót sem unnið er að því að taka upp í EES-samninginn og til stendur að veita gildi hér á landi með breytingu á reglugerð 162/2021 samhliða upptöku í samninginn. Efni gerðanna er eftirfarandi:

1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1816: Gerðin útfærir fyrirmæli reglugerðar (ESB) 2016/1011 um upplýsingagjöf stjórnenda viðmiðana um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti og staðalsniðmát.

2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1817: Gerðir útfærir fyrirmæli reglugerðar (ESB) 2016/1011 um lágmarksinnihald útskýringar á því hvernig lykilþættir aðferðafræði endurspegli þætti varðandi umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti fyrir hverja viðmiðun eða fjölskyldu viðmiðana og staðlað snið sem skal nota.

3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1818: Gerðin útfærir fyrirmæli reglugerðar (ESB) 2016/1011 um lágmarkskröfur um samræmingu aðferðafræði viðmiðana ESB vegna loftslagstengdra umbreytinga og viðmiðana ESB sem eru lagaðar að Parísarsamningnum.

4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1122: Reglugerðin bætir viðmiðun fyrir millibankavexti í Noregi (NIBOR) við lista yfir mjög mikilvægar viðmiðanir samkvæmt framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 og fellir viðmiðun fyrir millibankavexti í London (LIBOR) af listanum.

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.