Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.–31.8.2021

2

Í vinnslu

  • 1.–7.9.2021

3

Samráði lokið

  • 8.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-160/2021

Birt: 23.8.2021

Fjöldi umsagna: 14

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Breyting á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum

Niðurstöður

Ákveðið var að fara að tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands og gera ekki breytingar á upprunalegu tillögunum sem settar voru í Samráðsgáttina, þ.e.a.s að veiðitími helsingja myndi hefjast 10. september ár hvert í stað 25. september. Reglugerðarbreyting var undirrituð 6. september og birtist í Stjórnartíðindum 7. september.

Málsefni

Lögð er til breyting á veiðitíma helsingja í Austur-Skaftafellssýslum þannig að hann hefjist 10. september í stað 25. september ár hvert.

Nánari upplýsingar

Friðun helsingja í Skaftafellssýslum var aukin árið 1999 til þess að ýta undir nýlegt varp helsingjans á svæðinu með styttingu veiðitímabilsins um 25 daga, þ.e. frá 1. september í 25. september til 15. mars. Nú er svo komið að varpstofninn hefur stækkað verulega og staðbundnum geldfugli fjölgað þannig að stofninn er kominn í um 8.000 fugla. Verulegt beitarálag er af þessum staðbundna stofni til viðbótar álags af grænlenska stofninum. Hætt er við hraðri fjölgun í íslenska stofninum við óbreytt ástand. Því er lagt til að veiðitíminn verði lengdur í Skaftafellssýslum um 15 daga og veiði hefjist 10. september á svæðinu.

Tillögur að breytingum á veiðitíma helsingja voru unnar eftir að ráðuneytinu barst beiðni Umhverfisstofnunar þess að lútandi. Í kjölfarið var óskað eftir áliti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem lagði til að veiðitíminn myndi hefjast 10. september í viðkomandi sýslum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Sigríður Svana Helgadóttir

sigridur.svana.helgadottir@uar.is