Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.9.–7.10.2021

2

Í vinnslu

  • 8.10.2021–8.9.2022

3

Samráði lokið

  • 9.9.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-161/2021

Birt: 7.9.2021

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 510/2010 um samninga um heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur

Niðurstöður

Hætt var við reglugerðarbreytinguna.

Málsefni

Birt er til umsagnar drög að breytingum á reglugerð nr. 510/2010 um samninga um heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur.

Nánari upplýsingar

Lög nr. 123/2015 um opinber fjármál tóku gildi árið 2015. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um opinber fjármál kemur fram í umfjöllun um 40. gr. að reglugerð 510/2010 um samninga um heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur, skuli sæta endurskoðun ef frumvarpið verður að lögum. Reglugerðin sem sett er með stoð í 6. mgr. 40. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar hefur hins vegar ekki tekið breytingum frá gildistöku árið 2010.

Heilbrigðisráðuneytið hefur nú lokið endurskoðun reglugerðarinnar. Lagt er til að ákvæði 10. gr. reglugerðarinnar um staðfestingu fjármálaráðherra á samningum sem Sjúkratryggingar Íslands gera um heilbrigðisþjónustu verði fellt úr gildi, enda ekki kveðið á um slíkt í núgildandi lögum. Í lögum um opinber fjármál er kveðið á um samþykki fjármála- og efnahagsráðherra áður en gengið er til samninga um framkvæmdir, rekstur og afmörkuð verkefni til lengri tíma en eins árs en þó eigi lengur en til fimm ára, sbr. 40. gr. Því er lagt til í reglugerðardrögunum sem hér eru til umsagnar að ef frumathugun Sjúkratrygginga Íslands geri ráð fyrir samningi til lengri tíma en eins árs skal upplýsa fjármála- og efnahagsráðuneytið um fyrirhugaða samningsgerð, en ekki gerði krafa um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra eftir að samningar hafa verið undirritaðir af Sjúkratryggingum Íslands og heilbrigðisráðherra eins og framkvæmdin er nú. Það ber að athuga að þrátt fyrir núgildandi framkvæmd þá hefur staðfesting fjármála- og efnahagsráðherra á samningi um kaup á heilbrigðisþjónustu ekki í för með sér aðild að samningnum og umræddir samningar taka gildi þrátt fyrir að staðfesting ráðherrans liggur ekki fyrir. Samningar um heilbrigðisþjónustu eru gerðir á grundvelli laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Samningarnir eru gerðir í umboði heilbrigðisráðherra sem hefur virkt eftirlit með framkvæmd fjárlaga á sínu málefnasviði og ber ábyrgð á að ráðstöfun fjárheimilda sé innan þess ramma sem Alþingi ákveður.

Aðrar breytingar sem lagðar eru til í drögunum felast fyrst og fremst í því að aðlaga ákvæði reglugerðarinnar að núgildandi lögum, m.a. lög nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu og lög nr. 120/2016 um opinber innkaup. Að lokum er lagt til að kveðið sé með skýrum hætti í samningum með hvaða hætti samningi skal sagt upp og gerð verklokaáætlunar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is