Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.8.–10.9.2021

2

Í vinnslu

  • 11.2021–6.9.2022

3

Samráði lokið

  • 7.9.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-163/2021

Birt: 27.8.2021

Fjöldi umsagna: 9

Drög að reglugerð

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Húsnæðis- og skipulagsmál

Drög að reglugerð um (11.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012

Niðurstöður

Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðinda og tók gildi 26. nóvember 2021. Hún er nr. 1321/2021.

Málsefni

Kynnt er til umsagnar drög að reglugerð um (11.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Nánari upplýsingar

Reglugerðardrög þessi eru byggð á tillögu starfshóps sem félags- og barnamálaráðherra skipaði í mars 2021 í kjölfar gildistöku laga nr. 134/2020 til breytinga á lögum um mannvirki nr. 160/2010, til að vinna drög að reglugerð um flokkun mannvirkja.

Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá félagsmálaráðuneytinu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auk helstu hagsmunaaðila á sviði mannvirkjagerðar og var breið samstaða innan hópsins um þær tillögur sem lagðar eru fram til ráðherra. Við vinnu starfshópsins var horft til framkvæmdar á Norðurlöndum auk þess sem ábendingar í skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki íslensks byggingariðnaðar voru hafðar til hliðsjónar. Starfshópnum var ætlað að hafa það markmið að leiðarljósi að skýra betur stjórnsýslu í mannvirkjamálum og gera umsóknarferlið skilvirkara með flokkun mannvirkja. Jafnframt að kröfur um efni og form umsókna verði aðlagað að hverjum flokki fyrir sig og leitast við að gera eftirlit með hönnun og framkvæmd markvissara.

Í reglugerðardrögunum er lagt til að mannvirki verði flokkuð í þrjá umfangsflokka byggða á meginreglu sem ákvarðast af flækjustigi hönnunar, samfélagslegu mikilvægi, hættu á manntjóni og fyrirhugaðri notkun mannvirkisins. Til frekari skýringar eru lagðar til frávíkjanlegar viðmiðunarreglur auk þess skal Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gefa út leiðbeiningar um flokkun mannvirkja. Í umfangsflokk 1 falla m.a. geymsluhúsnæði, landbúnaðarbyggingar, frístundahús, sæluhús, stakstæðir bílskúrar, gestahús, skálar og viðbyggingar við þegar byggð mannvirki. Í umfangsflokk 2 falla m.a. íbúðarhúsnæði og gistiheimili, atvinnuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði og bílastæðahús. Þá falla í umfangsflokk 3 m.a. verslunarmiðstöðvar, skólar, íþrótta- og menningarmannvirki, stærri veitur, virkjanir og lokaðar stofnanir svo sem sjúkrahús, dvalar- og hjúkrunarheimili, lögreglustöðvar og fangelsi.

Þá er lagt til það nýmæli að leyfisveitandi geti veitt byggingarheimild fyrir mannvirkjagerð sem fellur í umfangsflokk 1, í stað byggingarleyfis. Tillagan felur í sér einföldun þegar kemur að minniháttar mannvirkjagerð. Þá er lagt til að breyta uppsetningu, skýra betur og einfalda ákvæði um minniháttar mannvirkjagerð sem er undanþegin tilkynningarskyldu, byggingarheimild og -leyfi. Jafnframt er lagt til að tilkynningarskyld mannvirkjagerð sé í sérákvæði til að bæta úr þeim túlkunarörðugleikum sem hafa verið í framkvæmd. Að auki eru ýmis ákvæði reglugerðarinnar endurskoðuð og uppfærð m.t.t. fyrirhugaðra breytinga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og lífeyrismála.

frn@frn.is