Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.8.–7.9.2021

2

Í vinnslu

  • 8.–12.9.2021

3

Samráði lokið

  • 13.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-164/2021

Birt: 27.8.2021

Fjöldi umsagna: 1

Annað

Forsætisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Drög að skýrslu Íslands um framkvæmd Samnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum

Niðurstöður

Níunda skýrsla Íslands um framkvæmd Samnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum er nú tilbúin, hefur verið send í þýðingu og verður í framhaldinu send Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í október. Skýrslan verður birt á bæði íslensku og ensku á Stjórnarráðsvefnum. Ein umsögn barst og var þeim aðila leiðbeint um að efni umsagnarinnar ætti fremur heima í skuggaskýrslu frjálsra félagasamtaka til Kvennanefndarinnar en í skýrslu íslenskra stjórnvalda.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um drög að skýrslu Íslands um framkvæmd Kvennasamnings Sameinuðu þjóðanna.

Nánari upplýsingar

Skrifstofa jafnréttismála í forsætisráðuneytinu hefur tekið saman drög að níundu skýrslu Íslands um framkvæmd Samnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum.

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um efni skýrslunnar fyrir lok dags 7. september nk.

Við gerð skýrslunnar var tekið mið af leiðbeiningum Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2019 og viðeigandi köflum samhæfðra leiðbeininga mannréttindanefnda Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2009. Skýrslan má ekki vera lengri en fjörutíu blaðsíður.

Skýrslan tekur til tímabilsins 30. júlí 2014 til 1. september 2021. Leitast hefur verið við að gefa mynd af því hvernig samningnum hefur verið framfylgt á tímabilinu og hvernig tilmæli í síðustu lokaathugasemdum Kvennanefndarinnar frá 10. mars 2016 hafa verið innleidd.

Frjáls félagasamtök eru hvött til þess að koma sjónarmiðum sínum einnig á framfæri beint við Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um það ferli má nálgast í fylgiskjali hér til hliðar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa jafnréttismála

for@for.is