Samráð fyrirhugað 01.09.2021—27.09.2021
Til umsagnar 01.09.2021—27.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 27.09.2021
Niðurstöður birtar

Drög að uppfærðri stöðuskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Mál nr. 165/2021 Birt: 01.09.2021 Síðast uppfært: 01.09.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 01.09.2021–27.09.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Uppfærð stöðuskýrsla um innleiðingu Árósasamningins um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Drög að uppfærðri landsskýrslu um stöðu innleiðingar á Árósasamningnum. Skýrsla verður þriðja skýrsla Íslands um innleiðingu samningsins hér á landi.

Ísland fullgilti í október 2011 Árósasamninginn um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Þar með varð Ísland fullgildur aðili að samningnum og því starfi sem tengist honum. Auk aðildarríkjaráðstefnu á þriggja ára fresti og ríkjafunda sem haldnir eru árlega eru á vettvangi samningsins reknir vinnuhópar um helstu málefni samningsins, þ.e. aðgang að upplýsingum, þátttökuréttindi almennings og aðgang að réttlátri málsmeðferð.

Aðgerðaáætlun var gefin út á árinu 2018 með tilteknum aðgerðum um frekari innleiðingu árósasamningsins. Vinna við einstakar aðgerðir eru komnar vel á veg og er mörgum aðgerðum lokið auk þess sem ýmsar aðgerðir fela í sér viðvarandi verkefni. Umbætur hafa verið gerðar á vefsíðu ráðuneytisins og áform eru um að ræða á næstunni við stofnanir um mögulegar umbætur. Lög nr. 23/2007 hafa verið felld inn í ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012 og ýmis fræðsla um samninginn hefur átt sér stað, m.a. málþing um Árósamsamninginn. Einnig hafa lög um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 verið endurskoðuð og felld saman við lög um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006, sbr. ný lög nr. 111/2021 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana. Einnig má nefna að niðurstöður rannsóknar sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Skipulagsstofnun frá 16. júní sl., en rannsóknin fólst í að kortleggja afstöðu almennings og mat fagaðilaa á samráði í skipulags- og framkvæmdamálum, sjá https://www.skipulag.is/media/attachments/Samrad-vid-almenning-um-skipulagsmal_juni-2021.pdf. Ráðuneytið hyggst birta fyrir árslok nánari skýrslu um stöðu einstakra aðgerða í aðgerðaáætluninni.

Aðildarríkin hafa skilað aðildarríkjaskýrslu til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti þar sem farið er yfir stöðu innleiðingar ákvæða samningsins í viðkomandi ríki. Síðast skiluðu aðildarríkin þó skýrslu árið 2017. Í þessu ári eiga aðildarríkin að skila skýrslu að nýju og verður hún til umræðu á næsta aðildarríkjaráðstefnu samningsins. Mikilvægt er að öll sjónarmið komi fram, bæði sjónarmið stjórnvalda, almennings og félagasamtaka sem nýta sér þann rétt sem aðild að samningnum veitir.

Ráðuneytið hvetur alla þá sem áhuga hafa til að koma með ábendingar um drög að skýrslunni og senda á netfangið postur@uar.is. Tekið verður við ábendingum og athugasemdum til og með 27. september nk.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, steinunn.fjola.sigurdardottir@uar.is.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.