Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–17.9.2021

2

Í vinnslu

  • 18.–27.9.2021

3

Samráði lokið

  • 28.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-170/2021

Birt: 2.9.2021

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Drög að (1.) breytingu að reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja - uppfærð drög

Niðurstöður

Farið var yfir athugasemdir sem bárust. Ekki þótti tilefni til að breyta efni draganna. Heimilislækna teljast til sérfræðilækna og því ekki þörf á bæta þeim sérstaklega við.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið birtir til umsagnar uppfærð drög að reglugerð sem kveður m.a. á um skýrari reglur um umboð vegna afhendinga lyfja til þriðja aðila. Drögin hafa verið uppfærð í kjölfar umsagna sem bárust í máli nr. 123/2021 í samráðsgátt stjórnvalda.

Nánari upplýsingar

Forsaga málsins má lesa um á máli nr. 123/2021 í samráðsgátt stjórnvalda. Í kjölfar umsagna sem í því máli bárust voru drögin uppfærð.

Helstu breytingar sem gerðar eru fela í sér skýrari mörk milli afhendingarumboðs, þ.e. þegar sækja á lyf í apótek fyrir hönd umboðsveitanda, og svo upplýsingaumboðs, þ.e. umboð til aðgangs að upplýsingum úr lyfjaávísanagátt. Þriðja tegund umboðs er svo umboð fyrir fatlaða eða langveika einstaklinga sem sérfræðilæknir veitir fyrir þeirra hönd til umboðshafa. Þessi tegund umboðs felur í sér bæði afhendingarumboð og upplýsingaumboð.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Þátttakendum í þessu samráðsferli var þó heimilt að óska eftir því að efni umsagnar og nafn sendanda birtist ekki í gáttinni.

Umsjónaraðili

Björg Þorkelsdóttir

bjorg.thorkelsdottir@hrn.is