Samráð fyrirhugað 02.09.2021—16.09.2021
Til umsagnar 02.09.2021—16.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 16.09.2021
Niðurstöður birtar

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.

Mál nr. 171/2021 Birt: 02.09.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (02.09.2021–16.09.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.

Með reglugerðinni er lagt til að innleiða í íslenskan rétt fjórar tilskipanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fela í sér breytingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB, frá 18. júní 2009, um öryggi leikfanga sem innleidd var í íslenskan rétt með reglugerð nr. 944/2014 um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Um er að ræða eftirtaldar tilskipanir:

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1922 frá 18. nóvember um breytingu á 13. lið í III. hluta II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar ál, í því skyni að laga viðaukann að þróun á sviði tækni og vísinda.

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1929 frá 19. nóvember 2019 um breytingu, að því er varðar samþykkt tiltekinna viðmiðunarmarka um íðefni, sem eru notuð í tiltekin leikföng, á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar formaldehýð.

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2088 frá 11. desember 2020 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar merkingar ofnæmisvaldandi ilmefna í leikföngum.

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2089 frá 11. desember 2020 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar bann við notkun ofnæmisvaldandi ilmefna í leikföngum.