Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–16.9.2021

2

Í vinnslu

  • 17.9.–15.12.2021

3

Samráði lokið

  • 16.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-171/2021

Birt: 2.9.2021

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust um málið í samráðsgátt. Reglugerð nr. 1102/2021 um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu tók gildi 1. október 2021.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.

Nánari upplýsingar

Með reglugerðinni er lagt til að innleiða í íslenskan rétt fjórar tilskipanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fela í sér breytingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB, frá 18. júní 2009, um öryggi leikfanga sem innleidd var í íslenskan rétt með reglugerð nr. 944/2014 um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Um er að ræða eftirtaldar tilskipanir:

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1922 frá 18. nóvember um breytingu á 13. lið í III. hluta II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar ál, í því skyni að laga viðaukann að þróun á sviði tækni og vísinda.

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1929 frá 19. nóvember 2019 um breytingu, að því er varðar samþykkt tiltekinna viðmiðunarmarka um íðefni, sem eru notuð í tiltekin leikföng, á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar formaldehýð.

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2088 frá 11. desember 2020 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar merkingar ofnæmisvaldandi ilmefna í leikföngum.

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2089 frá 11. desember 2020 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar bann við notkun ofnæmisvaldandi ilmefna í leikföngum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta.

anr@anr.is