Samráð fyrirhugað 06.09.2021—20.09.2021
Til umsagnar 06.09.2021—20.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 20.09.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um framkvæmd ársreikningaskrár við gerð kröfu um slit félaga.

Mál nr. 172/2021 Birt: 06.09.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 06.09.2021–20.09.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Lögð eru fram drög að reglugerð um framkvæmd ársreikningaskrár við gerð kröfu um slit félaga til samráðs. Reglugerðin er sett samkvæmt heimild 1. mgr. 121. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006.

Með reglugerðinni er verið að skýra nánar framkvæmd ársreikningaskrár við gerð kröfu um slit félaga sem ekki hafa skilað ársreikningi eða samstæðureikningi innan þess frests sem fram kemur í 109.gr. laga um ársreikninga. Einnig nær reglugerðin um kröfu um slit félaga til þeirra tilvika þegar ásreikningaskrá hefur komist að þeirri niðurstöðu að skýringar eða upplýsingar með ársreikningi eða samstæðureikningi séu ekki fullnægjandi.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.