Samráð fyrirhugað 06.09.2021—20.09.2021
Til umsagnar 06.09.2021—20.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 20.09.2021
Niðurstöður birtar 14.12.2021

Drög að reglugerð um framkvæmd ársreikningaskrár við gerð kröfu um slit félaga.

Mál nr. 172/2021 Birt: 06.09.2021 Síðast uppfært: 14.12.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður birtar

Eftir að drög að reglugerð voru birt í samráðsgáttinni var farið yfir umsagnir sem bárust og voru gerðar breytingar á drögunum. Endanleg reglugerð nr. 1175/2021 var birt á vef Stjórnartíðinda þann 18. október 2021.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 06.09.2021–20.09.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.12.2021.

Málsefni

Lögð eru fram drög að reglugerð um framkvæmd ársreikningaskrár við gerð kröfu um slit félaga til samráðs. Reglugerðin er sett samkvæmt heimild 1. mgr. 121. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006.

Með reglugerðinni er verið að skýra nánar framkvæmd ársreikningaskrár við gerð kröfu um slit félaga sem ekki hafa skilað ársreikningi eða samstæðureikningi innan þess frests sem fram kemur í 109.gr. laga um ársreikninga. Einnig nær reglugerðin um kröfu um slit félaga til þeirra tilvika þegar ásreikningaskrá hefur komist að þeirri niðurstöðu að skýringar eða upplýsingar með ársreikningi eða samstæðureikningi séu ekki fullnægjandi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 20.09.2021

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Virðingarfyllst,

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi