Samráð fyrirhugað 09.09.2021—23.09.2021
Til umsagnar 09.09.2021—23.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 23.09.2021
Niðurstöður birtar

Breyting á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og viðauka IV

Mál nr. 174/2021 Birt: 09.09.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
  • Lyf og lækningavörur

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 09.09.2021–23.09.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Breyting á reglugerð nr. 441/2006 um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og viðauka IV við sömu reglugerð, sem skilgreinir frávísanir gjafa blóðeingina sem gefa á öðrum.

Í viðauka IV við reglugerð nr. 441/2006 um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs er kveðið á um að kynhegðun sé varanleg frávísun gjafa blóðeininga sem gefa á öðrum.

Drög að breytingum á umræddri reglugerð og viðauka IV við hana hefur það að markmiði að fella á brott áðurnefnda frávísun. Í staðinn er í drögunum lagt til að það verði fjögurra mánaða tímabundna frávísun gjafa blóðeininga sem gefa á öðrum ef stundað hefur verið áhættusamt kynlíf

Í drögunum er staflið bætt við markmiðsákvæði 1. gr. reglugerðarinnar um að óheimilt sé að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, s.s. kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti og bætt við nýrri hugtakaskilgreiningu í 3. gr. um hvað telst áhættusamt kynlíf.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.