Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–23.9.2021

2

Í vinnslu

  • 24.9.2021–22.1.2023

3

Samráði lokið

  • 23.1.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-174/2021

Birt: 9.9.2021

Fjöldi umsagna: 17

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Breyting á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og viðauka IV

Niðurstöður

Úrvinnslu lokið.

Málsefni

Breyting á reglugerð nr. 441/2006 um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og viðauka IV við sömu reglugerð, sem skilgreinir frávísanir gjafa blóðeingina sem gefa á öðrum.

Nánari upplýsingar

Í viðauka IV við reglugerð nr. 441/2006 um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs er kveðið á um að kynhegðun sé varanleg frávísun gjafa blóðeininga sem gefa á öðrum.

Drög að breytingum á umræddri reglugerð og viðauka IV við hana hefur það að markmiði að fella á brott áðurnefnda frávísun. Í staðinn er í drögunum lagt til að það verði fjögurra mánaða tímabundna frávísun gjafa blóðeininga sem gefa á öðrum ef stundað hefur verið áhættusamt kynlíf

Í drögunum er staflið bætt við markmiðsákvæði 1. gr. reglugerðarinnar um að óheimilt sé að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, s.s. kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti og bætt við nýrri hugtakaskilgreiningu í 3. gr. um hvað telst áhættusamt kynlíf.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Heilbrigðisráðuneyti

hrn@hrn.is