Samráð fyrirhugað 13.09.2021—27.09.2021
Til umsagnar 13.09.2021—27.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 27.09.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um .EU höfuðlénið

Mál nr. 175/2021 Birt: 13.09.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 13.09.2021–27.09.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Birt til umsagnar eru drög að nýrri reglugerð um .EU höfuðlénið.

Með drögum þessum er lögð til innleiðing á þremur nýjum gerðum um .EU höfuðlénið, þ.e.

a) reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517 um að taka í notkun höfuðlénið .eu og hlutverk þess,

b) framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1083 um viðbót við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517 með því að ákvarða hæfis- og valviðmiðanir og aðferð við tilnefningu skráningarstofu höfuðléna .eu, og

c) framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/857 um meginreglurnar sem eiga að vera hluti af samningnum milli framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og skráningarstofu höfuðlénsins .eu í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517.

Lagt er til að núgildandi reglugerð um .eu höfuðlénið, nr. 50/2014, með síðari breytingum, komi til með að falla úr gildi til samræmis við ákvæði hins nýja regluverks.

Lagastoð fyrir innleiðingunni er að finna í 17. gr. laga um íslensk landshöfuðlén, nr. 54/2021.

Efnislegar breytingar hafa fyrst og fremst áhrif á skráningarstofu .eu höfuðlénsins, og snúa fyrst og fremst að einföldun umsýslu, en með því að innleiða gerðirnar er íslenskum aðilum áfram gert kleift að skrá lén undir höfuðléninu .eu.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.