Samráð fyrirhugað 14.09.2021—21.09.2021
Til umsagnar 14.09.2021—21.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 21.09.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um skráningarskyldaaðila í fiskeldi

Mál nr. 176/2021 Birt: 14.09.2021 Síðast uppfært: 14.09.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 14.09.2021–21.09.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Birt eru til umsagnar drög að reglugerð um skráningarskylda aðila í fiskeldi.

Með lögum nr. 71/2021, sem breyttu lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, var ráðherra fengin heimild til að kveða á um í reglugerð að starfsræksla fiskeldisstöðva á landi, þar sem hámarkslífmassi er allt að 20 tonnum á hverjum tíma og starfrækslan er ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar, sé háð skráningarskyldu í stað útgáfu rekstrarleyfis. Drögin byggja á framangreindum lögum.

Í þeim drögum sem hér eru kynnt er kveðið á um að reglugerðin nái til fiskeldisstöðva þar sem hámarkslífmassi í matfiska- og rannsóknareldi fer ekki yfir 20 tonn á hverjum tíma og hámarkslífmassi í seiðaeldi fer ekki yfir 1.000 kg. eða 10.000 seiði á hverjum tíma. Um er að ræða nánari útfærslu á 20 tonna mörkunum sem kveðið er á í framangreindum lögum. Kveðið er á um að Matvælastofnun fari í úttekt áður en starfsemi hefst þar sem frjór lax eða laxaseiði verða alin. Ekki er talin ástæða til þess að Matvælastofnun fari í úttekt hjá öðrum skráningarskyldum aðilum. Þá er kveðið á um áhættumiðað eftirlit Matvælastofnunar. Samkvæmt reglugerðardrögunum er dregið úr skýrsluskilum skráningarskyldra aðila en í stað þess að skila mánaðarlega framleiðsluskýrslum til Matvælastofnunar, líkt og kveðið er á um í reglugerð nr. 540/2020, um fiskeldi, skila skráningarskyldir aðilar skýrslunum tvisvar sinnum á ári.

Jafnframt eru kynnt til samráðs drög að breytingu á reglugerð nr. 540/2020, um fiskeldi. Lagðar eru til breytingar á gildissviðsákvæði reglugerðarinnar m.t.t. reglugerðar um skráningarskylda aðila í fiskeldi.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.