Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–21.9.2021

2

Í vinnslu

  • 22.9.–18.11.2021

3

Samráði lokið

  • 19.11.2021

Mál nr. S-176/2021

Birt: 14.9.2021

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerð um skráningarskyldaaðila í fiskeldi

Niðurstöður

Ein umsögn barst við drög að reglugerð um skráningarskylda aðila. Ráðuneytið tók tillit til athugasemdarinnar og gerði breytingar á reglugerðardrögunum. Reglugerðin var samþykkt þann 23. september 2021 og birtist í Stjórnartíðindum þann 7. október 2021. Engar athugasemdir voru gerðar við reglugerð um (4) breytingu á reglugerð um fiskeldi, nr. 540/2020.Reglugerðin var samþykkt þann 23. september 2021 og birtist í Stjórnartíðindum þann 8. október 2021.

Málsefni

Birt eru til umsagnar drög að reglugerð um skráningarskylda aðila í fiskeldi.

Nánari upplýsingar

Með lögum nr. 71/2021, sem breyttu lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, var ráðherra fengin heimild til að kveða á um í reglugerð að starfsræksla fiskeldisstöðva á landi, þar sem hámarkslífmassi er allt að 20 tonnum á hverjum tíma og starfrækslan er ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar, sé háð skráningarskyldu í stað útgáfu rekstrarleyfis. Drögin byggja á framangreindum lögum.

Í þeim drögum sem hér eru kynnt er kveðið á um að reglugerðin nái til fiskeldisstöðva þar sem hámarkslífmassi í matfiska- og rannsóknareldi fer ekki yfir 20 tonn á hverjum tíma og hámarkslífmassi í seiðaeldi fer ekki yfir 1.000 kg. eða 10.000 seiði á hverjum tíma. Um er að ræða nánari útfærslu á 20 tonna mörkunum sem kveðið er á í framangreindum lögum. Kveðið er á um að Matvælastofnun fari í úttekt áður en starfsemi hefst þar sem frjór lax eða laxaseiði verða alin. Ekki er talin ástæða til þess að Matvælastofnun fari í úttekt hjá öðrum skráningarskyldum aðilum. Þá er kveðið á um áhættumiðað eftirlit Matvælastofnunar. Samkvæmt reglugerðardrögunum er dregið úr skýrsluskilum skráningarskyldra aðila en í stað þess að skila mánaðarlega framleiðsluskýrslum til Matvælastofnunar, líkt og kveðið er á um í reglugerð nr. 540/2020, um fiskeldi, skila skráningarskyldir aðilar skýrslunum tvisvar sinnum á ári.

Jafnframt eru kynnt til samráðs drög að breytingu á reglugerð nr. 540/2020, um fiskeldi. Lagðar eru til breytingar á gildissviðsákvæði reglugerðarinnar m.t.t. reglugerðar um skráningarskylda aðila í fiskeldi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

postur@anr.is