Samráð fyrirhugað 14.09.2021—21.09.2021
Til umsagnar 14.09.2021—21.09.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 21.09.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglum um sanngirnisbætur

Mál nr. 177/2021 Birt: 14.09.2021
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (14.09.2021–21.09.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglum um sanngirnisbætur. Með reglunum er verið að uppfæra gildandi reglur nr. 345/2011 um sanngirnisbætur vegna lagabreytinga.

Með lögum nr. 148/2020 um breytingu á lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 (lokauppgjör), voru gerðar ýmsar breytingar á framkvæmd laganna sem kalla á breytingar á gildandi reglum nr. 345/2011 um sanngirnisbætur. Helstu breytingar laganna felast í því að ekki verða greiddar bætur til vistmanna heimila og stofnana sem falla undir gildissvið laga nr. 26/2007 og á grundvelli skýrslu Vistheimilanefndar, heldur til þeirra sem voru vistaðir á stofnunum fyrir fötluð börn að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum.

Í drögum að nýjum reglum um sanngirnisbætur er fjallað með sambærilegum hætti og gert er í gildandi reglum um viðmið við ákvörðun bótafjáræða, meðferð bótakrafna, aðgengi sýslumanns og úrskurðarnefndar að gögnum um vistmenn, fyrirkomulag greiðslu bóta, viðmiðunarfjárhæðir og önnur atriði sem varða framkvæmd laganna.