Samráð fyrirhugað 17.09.2021—01.10.2021
Til umsagnar 17.09.2021—01.10.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 01.10.2021
Niðurstöður birtar

Friðun æðplantna, mosa og fléttna

Mál nr. 178/2021 Birt: 17.09.2021 Síðast uppfært: 17.09.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (17.09.2021–01.10.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Friðun á æðplöntun, mosum og fléttum sem eru á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Markmið friðunarinnar er að vernda og viðhalda fágætum æðplöntum, mosum og fléttum sem finnast á Íslandi. Tegundirnar sem verða friðaðar eru allar á Náttúruverndaráætlun 2009-2013 sem samþykkt var á Alþingi 2009.

Árið 2009 var Náttúruverndaráætlun 2009-2013 samþykkt á Alþingi. Meðal tegunda lífvera sem nauðsynlegt var talið að vernda voru 24 tegundir æðplantna, 45 tegundir mosa og 90 tegundir fléttna. Við friðunina öðlast umræddar tegundir formlega vernd. Vernd þeirra er mikilvæg í ljósi þess að hún er þáttur í því að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni í náttúru landsins. Í verndinni felst m.a. að Umhverfisstofnun mun hafa eftirlit með tegundunum og Náttúrufræðistofnun mun bera ábyrgð á vöktun þeirra. Þar sem friðunin er á landsvísu þá skapast tækifæri til að tryggja, með því að sýna sérstaka aðgát, að umræddum tegundum, þar sem bússvæði þeirra er að finna, verði ekki raskað við umferð almennings eða við ýmis konar framkvæmdir.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Andrés Arnalds - 01.10.2021

Við undirrituð styðjum eindregið mál nr. 178/2021 um friðun æðplantna, mosa og fléttna. Jafnframt viljum við benda á að á undanförnum árum hafa komið fram nýjir áhættuþættir með hækkandi hitastigi sem munu ógna náttúrulegum vistkerfum landsins almennt og þar með búsvæðum umræddra tegunda. Meðal þeirra áhrifamestu eru sívaxandi útbreiðsluhraði lúpínu, stafafuru og fleiri ágengra innfluttra tegunda sem leggja undir sig þau lífríki sem fyrir eru.

Við viljum einnig leggja áherslu á að til viðbótar við það sem fram kemur í 7. og 8. gr. um ákvarðanir, eftirlit og vöktun þá er nauðsynlegt að gerð verði stefnumótun um leiðir að settum markmiðum og framkvæmd þeirra.

Hluti af því ferli þarf að vera að endurskoða lög og reglur er varða dreifingu ágengra plöntutegunda sem borist hafa til landsins á undanförnum áratugum. Stöðvun á dreifingu slíkra tegunda er nauðsynlegur þáttur í því að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni í náttúru landsins.

Virðingarfyllst

Andrés Arnalds, 041248-4599,

Sveinn Runólfsson og

Sigríður Ingólfsdóttir;

áhugafólk um verndun líffræðilegar fjölbreytni.