Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.9.–1.10.2021

2

Í vinnslu

  • 2.10.–6.12.2021

3

Samráði lokið

  • 7.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-178/2021

Birt: 17.9.2021

Fjöldi umsagna: 1

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Friðun æðplantna, mosa og fléttna

Niðurstöður

Auglýsingin var birt í Samráðsgátt stjórnvalda 17. september 2021 og lauk samráði 1. október 2021. Ein umsögn barst í Samráðsgáttina og ekki var gerð athugasemd við auglýsinguna. Að samráði loknu fór umhverfis- og auðlindaráðuneytið efnislega yfir auglýsinguna og eftir þá yfirferð var gerð breyting á orðalagi 6. greinar auglýsingarinnar. Undirritaða auglýsingu má finn á vef Stjórnartíðinda.

Málsefni

Friðun á æðplöntun, mosum og fléttum sem eru á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Markmið friðunarinnar er að vernda og viðhalda fágætum æðplöntum, mosum og fléttum sem finnast á Íslandi. Tegundirnar sem verða friðaðar eru allar á Náttúruverndaráætlun 2009-2013 sem samþykkt var á Alþingi 2009.

Nánari upplýsingar

Árið 2009 var Náttúruverndaráætlun 2009-2013 samþykkt á Alþingi. Meðal tegunda lífvera sem nauðsynlegt var talið að vernda voru 24 tegundir æðplantna, 45 tegundir mosa og 90 tegundir fléttna. Við friðunina öðlast umræddar tegundir formlega vernd. Vernd þeirra er mikilvæg í ljósi þess að hún er þáttur í því að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni í náttúru landsins. Í verndinni felst m.a. að Umhverfisstofnun mun hafa eftirlit með tegundunum og Náttúrufræðistofnun mun bera ábyrgð á vöktun þeirra. Þar sem friðunin er á landsvísu þá skapast tækifæri til að tryggja, með því að sýna sérstaka aðgát, að umræddum tegundum, þar sem bússvæði þeirra er að finna, verði ekki raskað við umferð almennings eða við ýmis konar framkvæmdir.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Steinar Kaldal

steinar.kaldal@uar.is