Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.9.–15.10.2021

2

Í vinnslu

  • 16.10.2021–31.1.2022

3

Samráði lokið

  • 1.2.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-179/2021

Birt: 20.9.2021

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði

Niðurstöður

Drög að frumvarpi til laga um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 20. september 2021. Frestur til að skila umsögnum var til 15. október 2021. Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar á reglugerðum (ESB) 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði (EuVECA), 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði (EuSEF) og 2017/1991 sem breytir þeim fyrrtöldu.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði. Frumvarpið felur í sér innleiðingu EuVECA- og EuSEF-reglugerðanna og breytingareglugerðarinnar í íslenskan rétt. Meginefni frumvarpsins er því lögfesting reglugerðanna og nauðsynlegra ákvæða þar að lútandi, svo sem um hvernig eftirlit fari fram, um heimildir eftirlitsaðila til upplýsingaöflunar, viðurlagaákvæði og heimildir ráðherra og Seðlabanka Íslands til reglusetningar.

Með gerðunum er settur rammi um notkun heitisins EuVECA yfir viðurkennda áhættufjármagnssjóði annars vegar og EuSEF yfir viðurkennda félagslega framtakssjóði hins vegar fyrir þá rekstraraðila sem kjósa að markaðssetja slíka sjóði. Í reglugerðunum er kveðið á um þau skilyrði sem uppfylla þarf til þess að unnt sé að markaðssetja sjóði sem þessa á EES. Þau skilyrði varða m.a. samsetningu eignasafns, þ.e. fjárfestingarheimildir sjóðanna, fjárfestingarmarkmið og flokka fjárfesta sem eru hæfir til að fjárfesta í þeim.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

postur@fjr.is