Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.9.–5.10.2021

2

Í vinnslu

  • 6.10.2021–30.1.2022

3

Samráði lokið

  • 31.1.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-181/2021

Birt: 21.9.2021

Fjöldi umsagna: 13

Drög að stefnu

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að myndlistarstefnu

Málsefni

Mennta og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að myndlistarstefnu. Með fyrstu heildstæðu myndlistarstefnunni er vörðuð metnaðarfull braut til næsta áratugar. Sett er fram framtíðarsýn ásamt fjórum meginmarkmiðum.

Nánari upplýsingar

Í október 2020 var verkefnahópi með fulltrúum stjórnvalda og myndlistarlífs, stofnana- og stuðningskerfis, félagasamtaka og atvinnulífs myndlistar falið að móta heildstæða stefnu um málefni myndlistar á Íslandi til ársins 2030.

Stefnan kallar á fjölbreyttan stuðning við listsköpun, menntun og myndlæsi sem styðji við kraftmikla myndlistarmenningu. Öflug myndlistarmenning getur þannig aukið þekkingu og áhuga almennings á myndlist og bætt lífsgæði og ánægju. Í stefnunni eru lögð til markviss skref til þess að einfalda en styrkja stofnana- og stuðningskerfi myndlistar og hlúa markvissar en áður að innviðum atvinnulífs myndlistar. Með því má bæta samkeppnishæfni fyrirtækja og efla útflutning og markaðssetningu á íslenskri myndlist. Við vinnu stefnunnar sendi verkefnahópurinn samráðskönnun á helstu þátttakendur í íslensku myndlistarumhverfi þar sem óskað var eftir viðbrögðum við hugmyndum og umræðum hópsins. Tekið var tillit til þeirra athugasemda og eru þær hluti af drögunum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

mrn@mrn.is