Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.–30.9.2021

2

Í vinnslu

  • 1.–13.10.2021

3

Samráði lokið

  • 14.10.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-182/2021

Birt: 21.9.2021

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt (samsköttun)

Niðurstöður

Tvær ábendingar vegna málsins bárust í samráðsgáttina, þ.e. annars vegar umsögn frá Alþýðusambandi Íslands og hins vegar umsögn frá KPMG ehf. Meðfylgjandi umfjöllun í niðurstöðuskjali hefur verið skipt í efnisflokka. Fyrirhugað er að frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt (samsköttun) verði lagt fram á Alþingi á haustmánuðum 152. löggjafarþings 2021-2022.

Málsefni

Í frumvarpinu felast í tillögur að breytingum á 55. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, efni frumvarpsins er endurflutt með breyttu heiti þar sem hluti frumvarpsins hefur verið fellt brott. Efni frumvarpsins hefur áður komið á samráðsgátt, sbr. mál nr. 184/2020, og því er gefinn styttri tími til samráðs.

Nánari upplýsingar

Lagt er til að frumvarpið verði endurflutt með breyttu heiti þar sem hluti frumvarpsins hefur verið fellt brott. Frumvarpið var fyrst lagt fram á 149. löggjafarþingi 2018–2019, þingskjal 593, 433. mál en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið var endurflutt lítillega breytt á 150. löggjafarþingi 2019–2020, þingskjal 298, 269. mál en náði ekki heldur fram að ganga þá. Þá var frumvarpið enn endurflutt á 151. löggjafarþingi 2020-2021, þingskjal 4, 4. mál en náði ekki fram að ganga.

Tillaga frumvarpsins um breytingar á reglum um samsköttun félaga er talið nauðsynlegt að afgreiða sem fyrst þar sem hún er lögð fram til að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að íslenskar reglur um samsköttun og nýtingu eftirstöðva rekstrartapa félaga kunni að brjóta í bága við 31. og 40. gr. EES-samningsins um staðfesturétt og frjálst flæði fjármagns.

Frumvarp það sem lagt var fram á 151. löggjafarþingi fól einnig í sér tillögur til breytinga á ákvæði 57. gr. b laga um tekjuskatt um takmörkun vaxtafrádráttar sem og tillögur til breytinga á lögum um staðgreiðslu um útsenda starfsmenn. Frumvarp það sem lagt var fram á 150. löggjafarþingi 2019–2020 fól einnig í sér endurskoðun á gildandi ákvæði 57. gr. a, svokölluðu CFC-ákvæði (e. Controlled Foreign Corporations) til frekari skýringar og með hliðsjón af tillögum sem lagðar hafa verið fram á alþjóðavettvangi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is