Umsagnarfrestur er liðinn (22.09.2021–12.10.2021).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Með reglugerðinni er lögð til breyting á reglugerð nr. 1040/2005, um framkvæmd raforkulaga, þar sem sett eru samræmd viðmið um útreikning á kerfisframlagi viðskiptavina sem tengjast flutningskerfinu í gegnum dreifiveitu og kveðið á um samráðsvettvang dreifiveitna fyrir gerð netmála fyrir smávirkjanir.
Með reglugerðinni er lögð til breyting á reglugerð nr. 1040/2005, um framkvæmd raforkulaga, þar sem sett eru samræmd viðmið um útreikning á kerfisframlagi viðskiptavina sem tengjast flutningskerfinu í gegnum dreifiveitu og kveðið á um samráðsvettvang dreifiveitna fyrir gerð netmála fyrir smávirkjanir. Reglugerðin snýr sérstaklega að starfsumhverfi vinnsluaðila raforku (smávirkjana) sem tengjast flutningskerfinu í gegnum dreifiveitu. Dreifiveitu er skylt samkvæmt reglugerðinni að reikna út og innheimta kerfisframlag fyrir tengingu vinnslueininga og notenda, standi væntanlegar núvirtar tekjur vegna notkunarinnar ekki undir núvirtum kostnaði vegna tengingar. Aðferðafræði við útreikning kerfisframlags skal vera gagnsæ og aðgengileg notendum og birta skal niðurstöðuna fyrir viðskiptavini áður en ákvörðun um tengingu er tekin. Enn fremur má krefjast greiðslu kerfisframlags við styrkingu á eða tengingu við raforkukerfi þegar forsendur viðskipta breytast verulega til dæmis þegar notandi fer fram á aukin afköst tengingar eða aukin gæði sem veldur þörf á styrkingu. Kerfisframlag reiknast út frá núvirtum framtíðartekjum, framtíðarrekstrarkostnaði, stofnkostnaði og tengigjaldi sem af tengingunni hlýst.
Með reglugerðinni er einnig verið að styrkja ákvæði um útreikninga á kerfisframlagi svo kostnaðarútreikningar verði skýrari fyrir áframhaldandi vinnu um orkuskipti.
Markmið þessara breytinga er að samræma og einfalda rekstrarumhverfi smárra vinnsluaðila á mismunandi dreifiveitusvæðum, greiða fyrir samskiptum notenda og dreifiveitna við tengingar og stuðla að frekari þróun í vinnslu og viðskiptum með raforku í þágu orkuskipta. Er með reglugerðinni m.a. lagt til að við útreikning á kerfisframlagi smávirkjana verði miðað við 30 ára afskriftartíma í stað 20 ára eins og nú er, sem að öllu jöfnu mun leiða til lægra kerfisframlags og meiri sveigjanleika í rekstri og fjárfestingum.
Hjálögð er umsögn Ráðgjafaráðs veitufyrirtækja innan Samorku
Virðingarfyllst,
f.h. Samorku
Baldur Dýrfjörð
Viðhengi