Samráð fyrirhugað 24.09.2021—11.11.2021
Til umsagnar 24.09.2021—11.11.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 11.11.2021
Niðurstöður birtar 03.07.2023

Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Mál nr. 184/2021 Birt: 24.09.2021 Síðast uppfært: 03.07.2023
  • Matvælaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Í ljósi fjölda umsagna og þess að ýmis atriði þurfa frekari skoðunar við verður málið tekið til ítarlegri skoðunar af hálfu ráðuneytisins og leitað á ný til Landgræðslunnar eftir endurskoðuðum tillögum í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu nr. 155/2018.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.09.2021–11.11.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 03.07.2023.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu.

Lög um landgræðslu nr. 155/2018 voru samþykkt á Alþingi árið 2018 og er markmið laganna að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Í 11. gr. laganna er kveðið á um að ráðherra skuli setja reglugerð með það að markmiði að tryggja sjálfbæra landnýtingu, með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Kristján Beekman - 07.10.2021

Ef landnýtingu á að kallast sjálfbær verður lausagöngu búfé að hætta.

Stjórnlaus beit er og verður aldrei sjálfbær.

Afrita slóð á umsögn

#2 Atli Jósefsson - 13.10.2021

Athugasemd 1. Eftirlit og eftirfylgni (11. gr.):

Úrræði til eftirfylgni með beit verða að teljast mjög veikburða. Með vísan til laga nr. 6/1986 er það í raun sett í hendur fjallskilanefnda og bænda sem eiga beitarrétt á svæði að ákveða ítölu. Ekkert skyldar þá til þess að fara að tilmælum Landgræðslunnar. Það þyrfti að gera þessi úrræði skýrari.

Athugasemd 2. Skilgreining beitarlands:

Það sætir furðu að Land með undir 20% æðplöntuþekju (þ.e. mosavaxin hraun, áreyrar, jökulaurar, auðnir) skuli ekki vera tekin með sem nýtingarland beitilands. Það gerir það að verkum að erfitt verður að stöðva beit á slíkum svæðum ef þau eru sannarlega beitt og þola illa beit.

Athugasemd 3. Mat visteininga. I beitarland í sjálfbærri nýtingu:

Það að visteiningar þurfi einungis að uppfylla >50% gróðurþekju æðplantna til að geta talist í sjálfbærri landnýtingu er mjög íhaldssamt mat og óljóst hvernig sú tala er studd vísindalegum gögnum. Annars er eftirfarandi texti óljós og mótsagnakenndur og þyrfti að endurskoða:

"Til að visteiningar innan beitarlands geti talist í sjálfbærri landnýtingu án landbótaráætlunar þurfa þær að uppfylla eftirfarandi skilyrði um sjálfbærni:

1. Land undir 600 m.h.y.s. eða land í 600-700 m.h.y.s. þar sem að gróðurþekja æðplantna er yfir 50%

2. Land þar sem óvarin jarðvegur er undir 20% af flatarmáli þurrlendisyfirborðs og merki hnignunar eru óveruleg (visteining að öðru leyti í hliðstæðu ástandi miðað við viðmiðunarsvæði)

3. Land þar sem halli er minni en 20°, eða land í 20°-30° þar sem þekja æðplantna er yfir 50% (t.d. grasi- eða skógi vaxnar hlíðar)

4. Æðplöntuþekja meiri en 20% "

Athugasemd 4. Innleiðingartími:

Þar sem þessi reglugerð byggir á lögum sem tóku gildi fyrir þremur árum verður að teljast óþarft að setja 10 ára aðlögunartíma að fullgildingu reglugerðarinnar. Á Íslandi hefur átt sér stað mesta landeyðing í Evrópu á síðustu öldun og mjög brýnt er að takast strax á við vandann, sérstaklega þegar horft er til yfirvofandi hamfarahlýnunar. Í raun eru það hagsmunir afar fárra sem gætu skaðast ef reglugerðinni væri flýtt. Horfa verður á heildarhagsmuni. Engin leið er að réttlæta áframhaldandi ósjálfbæra landnýtingu.

Afrita slóð á umsögn

#3 Ágúst Jensson - 18.10.2021

Umsögn fyrir hönd Fjallskilanefndar Fljótshlíðar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Torfi Ólafur Sverrisson - 18.10.2021

Tel ađ 11 gr. brjóti gegn eignarrétti.

Kveđja, Torfi Ólafur

Afrita slóð á umsögn

#5 Eiríkur Jónsson - 19.10.2021

Umsögn Fjallskilanefndar Biskupstungna

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Aðalsteinn Heiðmann Hreinsson - 19.10.2021

4. grein í þessum drögum er með öllu ónothæf ,þar sem hún skerðir verulega eignar- og nýtingarrétt bænda á landi sínu.

Afrita slóð á umsögn

#7 Trausti Þórisson - 20.10.2021

Jahérnahér

Afrita slóð á umsögn

#8 Gunnhildur Gylfadóttir - 20.10.2021

Steindyrum, 20.10.2021

Umsögn:

Vægast sagt undarlegt að hafa leiðbeiningar í reglugerð og viðmið sem eru illa skilgreind

7.gr. Hér er ekki nokkur leið að skilja hvað má og hvað má ekki. Hver eru viðmiðin? Miðað við e.lið þá stórminnka tún hjá flestum bændum eða a.m.k. verður ekki hægt að endurrækta hluta þeirra.

Viðauki 1. IV

Land í yfir 700 m.h og í yfir 30 gráðu halla geta aldrei talist til beitarlanda.

Þónokkuð af mínu landi felur undir þetta. Ekki mun ég girða af þetta svæði svo ærnar fari ekki þangað á sumarbeit. Enda land hér vel gróið og sameiginleg upprekstrarlönd bænda ná hér flest upp í fjallstoppa.

Viðauki 2. 4.gr.

Einkennilegt að hafa í reglugerðarviðauka leiðbeiningar! Leitast við, óæskilegt, draga úr, hægt væri að… Engin leið að skilja þetta. Enn einu sinni - hvað má og hvað má ekki?

3.málsgrein.

“Við uppskeru er hálmur saxaður og látinn falla til jarðar….” Bændur telja nú hálm vera töluverðan hluta af uppskeru og er hann nýttur á ýmsan hátt. Skerðing á eignarrétti.

23.mgr.

“Dreifa á tilbúnum áburði og búfjáráburði á vaxtartíma plantnanna þegar þær þurfa mest á áburði að halda, þ.e.a.s. á vorin og snemmsumars. Ekki skal dreifa áburði né lífrænum úrgangi eftir síðustu uppskeru eða frá 1. nóvember fram til 15. mars ár hvert.
Dreifing er einnig óleyfileg utan þess tíma ef jarðvegur er gegnblautur og mettur af vatni, undir flóðvatni eða þekkt flóðasvæði, frosinn eða snjóþekja er á yfirborði, einnig ef spáð er mikilli úrkomu innan 48 klukkustunda (úrkomuákefð meira en 4 mm á klukkustund).

Dreifing í miklum halla (>20%) er einnig óleyfileg ef mikil hætta er talin á vatnsmengun vegna nálægðar við vatn, ástandi jarðvegs, yfirborðsþekju og úrkomu.
Dreifing tilbúins áburðar er óleyfileg á öllu landi sem er innan við 5-10 m fjarlægð frá vatni (árvatni, lindum, stöðuvötnum, eða borholum).

Dreifing búfjáráburðar er óleyfileg á öllu landi sem er innan við 50 m fjarlægð frá vatni (árvatni, lindum, stöðuvötnum, og borholum) og innan við 250 m frá borholum fyrir neysluvatn. Ef aðstæður eru á einhvern hátt óhagstæðar getur verið þörf fyrir meiri fjarlægð frá þessum

stöðum. Ekki skal dreifa á svæði nálægt yfirborðsvatni, lind eða borholu þar sem yfirborðið er mjög þétt í sér (þjappað).
Forðast ber að dreifa á svæði þar sem jarðvegsdýpt nær ekki 30 sentimetrum og sprungur eru í berggrunninum. Forðast ber að dreifa á svæði sem hafa verið kílplægð fyrir skemmri tíma en ári eða ef jarðvegurinn hefur sigið niður í förin eftir eldri kílplægingu.”

Hér er allt í einu talað um óleyfilegt hægri og vinstri!

Þetta er eiginlega bara alveg stórbrotin grein. Hún tekur svona í meiginatriðum á því hvernig íslenskum landbúnaði verður sjálfhætt.

Í fyrsta lagi tekur hún til þess að stór hluti túna fær engan búfjáráburð vegna nálægðar við læki, skurði, ár og vötn.

Í öðru lagi tekur hún til þess að þá sitja margir bændur uppi með búfjáráburð sem þeir hreinlega koma ekki á tún í sinni eigu.

Og í þriðja lagi þá mun heyforði minnka all verulega.

Tel að þetta plagg þarfnist svo sannarlega yfirlegu og aðkomu fleiri er málið varðar.

Með kveðju, Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyrum

Afrita slóð á umsögn

#9 Arnar Már Sigurðarson - 20.10.2021

Ég tel að endurskoða þurfi verulega þátt þessarar reglugerðar sem snýr að nýtingu bænda á landi sínu, Einnig, hvað er straumvatn? Ef vatn rennur í ræktunarskurðum bænda sem það gjarnan gerir á vorin þegar bleyta er að fara úr túnum mega menn þá ekki bera áburð(tilbúinn eða búfjááburð) á spildur við viðkomandi skurði. Skurðir eru grafnir til að þurrka land og gera hæft til landbúnaðar og samkvæmt þessu má svo ekki nota landið því það rennur vatn eftir skurðinum en það var jú einmitt ætlunin með honum. Einnig þarf að gæta að því að stór hluti nýtanlegs landbúnaðarlands á Íslandi liggur að náttúrulegum vantsföllum eða stöðuvötnum og með þeim skilyrðum sem sett eru fram með reglugerð þessari er verið að ónýta það landbúnaðaland að af stórum hluta því ekkert má bera á það. Þetta nær engri átt. Aðrar þjóðir keppast við að verja og halda upp á sín landbúnaðarsvæði en á Íslandi leika menn sér að því að fella góð ræktunarlönd úr notkun með reglum sem þessum.

Afrita slóð á umsögn

#10 Guðmundur Sturluson - 20.10.2021

Þessi drög er ekki spennandi fyrir sauðfárbændur.

Bann við beit í meira en 20 gráðu halla og 700metrum yfir sjávarmáli er galin, megnið af afréttum í landinu er yfir þessum mörkum og er mikið af því vel gróið land. Svo ég tali nú fyrir okkur hér á Þúfnavöllum þá er okkar afréttir í djúpum dölum með háum fjöllum þetta bann yrði til þess að grundvöllur fyrir sauðfjárbúskap vera algjörlega brostinn hér og hjá stórum hluta bænda. þetta væri aðför að eignarétti og nýtingarétti bænda á landi í sinni eigu

Afrita slóð á umsögn

#11 Ólafur Jónsson - 20.10.2021

Landgræðslunni er fært of mikið vald í hendur, hún er bæði framkvæmdavald og löggjafarvald í þessum málum, sem er á gráu svæði í nútíma stjórnsýslu.

Ekki er gert ráð fyrir mismunandi staðbundnum aðstæðum, s.s. vegna snjóþyngslna að vetri, sem gerir það að verkum að land er að gróa upp langt fram eftir sumri. Nýgræðingur á snjóþungum svæðum er jafnvel að koma fram í lok ágúst. Það er ekki hægt að græða upp plöntur úr snjó, náttúran er misjöfn eftir landsvæðum og ekki er gert ráð fyrir slíku. Skriðuföll úr giljum og rof í fjöllum vegna vinda er hvergi getið í þessu. Oft á tíðum er snjór í fjöllum brúnn eftir storm, sem rífur allt fíngert efni og gerir það útilokað að hægt sé fyrir plöntur að lifa í slíku umhverfi, það skiptir engu máli hvort skepnur séu í lausagöngu á beit. Kletta er t.d. ekki hægt að græða upp, burtséð frá því hvort landi sé beitt eða ekki. Ekki er gert ráð fyrir að þekking heimamanna á gróðurfari hafi neitt gildi, enda ekki gert ráð fyrir að neitt samráð sé viðhaft við staðkunna menn.

Þegar tímaflakk Grólinda korts er skoðað, þá er í raun verið að bera saman epli og appelsínur. Annað kortið sýnir mynd í upphafi sumars og hitt kortið í lok sumars, eðlilega eru snjóskaflar á öðru kortinu og hinu ekki, land er að koma undan snjó og á eftir að gróa upp.

Allar öfgar í þessum málum drepa á endanum málstaðinn. Allir eru sammála því að vernda náttúruna, hinsvegar þarf að skoða þessi mál út frá mismunandi veðurfari, þar kemur þekking heimamanna að góðum notum, það skiptir t.d. máli hvort sumur eru þurr og köld eða hlý og vætusöm, það getur verið breytilegt milli ára. Ljósmynd segir ekki alla söguna.

Afrita slóð á umsögn

#12 Ólafur Sigmar Andrésson - 21.10.2021

Athugasemdir vegna draga að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Reglugerðin er þörf, tímabær og mikilvæg til þess að vel verði farið með landgæði.

Í lögunum eru útivist og útsýni talin upp ásamt öðru sem vistkerfisþjónusta (1.gr.j.) Í reglugerðinni þarf að fylgja þeirri hugsun eftir enda eru þessi gæði bæði undirstaða lýðheislu þjóðarinnar og stærsta atvinnuvegar hennar, ferðaþjónustunnar.

Einnig er ánægjulegt að sett er fram tímasett áætlun um sjálfbæra nýtingu beitarlands, en hún þarf að vera metnaðarfyllri en það sem sett er fram í þessum drögum.

Hér að neðan eru athugasemdir og tillögur til úrbóta á einstökum greinum:

3. gr. liður 1.: Í greininni eru fram taldar “...plöntur sem nýttar eru til iðnaðar,…” Væntanlega er hér þó ekki átt við skógarplöntur eða skógrækt, en til að það sé skýrt er rétt að undanskilja skógrækt sérstaklega, enda gilda um hana sérstök lög.

Bæta við: “Skógrækt er hér undanskilin.”

3. gr. liður 10.: Í þessum lið hafa sjónrænir þættir gleymst, en þeirra er einmitt getið í markmiðum laga um landgræðslu (2018) í 4. gr. lið j. Mikilvægt er að bæta þessu inn í reglugerðina. Þannig gæti seinni málsgrein liðar 10 verið: “ Mengun tekur einnig til ólyktar, hávaða, titrings, skerðingar útsýnis, geislunar og varmaflæðis og ýmissa óæskilegra eðlisfræðilegra þátta.”

5. gr. Hér vantar lið þar sem kveðið er á um að nýting rýri ekki sjónræn gæði.

5. gr. liður 7. Hér þarf að kveða fastar að, t.d.: “Að nýting auki ekki losun gróðurhúsalofttegunda.”

6. gr. Hér er rétt að bæta við fremst: “Beitarnýting skal vera sjálfbær.”

10. gr. Hér virðist einungis fjallað um ósjálfbæra beitarnýtingu og þegar um er að ræða afrétti (oftast þjóðlendur) er fjallskiladeild gerð ábyrg fyrir úrbótum. Ef um aðra ósjálfbæra landnýtingu er að ræða en beit ætti væntanlega að koma til kasta Umhverfisstofnunar eða Vatnajökulsþjóðgarðs, eftir atvikum.

Viðauki I.

Kafli C, liður 4. Þarna er viðmið sett “Æðplöntuþekja meiri en 20%.” Getur þetta verið? Í liðnum á undan er viðmiðið (fyrir mestallt land) 50%. Hvar á viðmiðið að vera 20%? Eða er þessum lið hreinlega ofaukið?

3. gr. Innleiðing.

Hér eru ársett markmið, sem er til fyrirmyndar. Eðlilegt er að hafa sama tíma, 4 ár (eða minna) á milli áfanga. Þannig yrði áfangi II innleiddur 2025 og áfangi 3 árið 2029.

Einnig er eðlilegt að setja lokáfanga með 100% sjálfbærni árið 2033!

Viðauki IV.

Í þriðja lið á að bæta við útsýni þar eð það er mikilvægur sjónrænn þáttur, í viðbót við ásýnd lands og landslag.

Í þriðja síðasta lið þarf að kveða fastar að í síðustu orðunum, t.d. “...og gæta þess að flytja ekki að ágengar tegundir gróðurs og dýra.”

21. október 2021

Ólafur S. Andrésson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild H.Í.

kt. 091051-4519 osa@hi.is s. 8642149

Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, kennari og rithöfundur

kt. 220949-7299 sigrunh@ismennt.is s. 661 7299

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Þormar Ellert Jóhannsson - 21.10.2021

Umsögn fjallskilanefndar Álftaversafréttar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir - 21.10.2021

Umsögn fyrir hönd Fjallskilanefndar Landmannaafréttar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Finnur Pétursson - 21.10.2021

Umsögn og athugasemdir við drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu (hluta)

Þær tillögur og hugmyndir sem viðraðar eru í þessu "plaggi" eru í besta falli mjög vafasamar og byggja ekki á mjög traustum grunni. Í minni sveit (Kjósarhreppi) hafa ár og vötn verið vöktuð í mörg ár með tilliti til efnamengunar. Niðurstöður þessarar sýnatöku, hafa ekki sýnt með nokkrum hætti að ár og vötn séu menguð vegna afrennslis frá landbúnaði á svæðinu. Að teknu tilliti til þessa, er með öllu óskiljanlegt að tillögur þær sem hér um ræðir skulu vera lagðar fram.

Það hlýtur að vera lágmarks krafa, að áður en svona hugmyndir eru teknar til umræðu, verði gerð rannsókn á því hvort það sé yfir höfuð þörf á slíkum aðgerðum. Eins og áður getur, þá liggja fyrir upplýsingar um vöktun á ám og vötnum í Kjósarhreppi. Einnig veit ég að það hafa verið rannsökuð sýni úr Laxá í Leirársveit (Hvalfjarðarsveit). Leiða má líkum að því, að svona upplýsingar séu til frá fleiri stöðum á landinu.

Það ætti ekki að vera flókið að safna saman þessum uppýsingum, þannig að hægt verði að "kortleggja" stöðuna.

Verði þessum hugmyndum fylgt eftir er ljóst að það mun valda mjög mörgum bændum um allt land miklum búsifjum. Í framhaldi af því hlýtur að vakna sú spurning hvort þeir bændur sem verða fyrir tjóni af slíkum aðgerðum eigi bótakröfu á ríkið.

Þá er vert að vekja athygli á því að þessar tillögur og hugmyndir samræmast illa þeim markmiðum sem kynnt voru í nýrri "Landbúnaðarstefnu" fyrir Ísland, þar sem m.a. er lögð áhersla á sjálfbærni. En nýting búfjáráburðar er lykilatriði í sjálfbærni og stuðlar að minni notkun innfluttra áburðarefna og dregur úr mengun".

Umhugsunarvert er, að í öllum þessum skrifum, er hvergi minnst á rannsóknir eða náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Það vita flestir sem vilja vita, að náttúrulegar aðstæður á Íslandi er ekki þær sömu og í Evrópu. Einnig er mikill breytileiki milli landshluta og jafnvel innan sama landshluta.

Ein hugmyndin er að leyfa enga jarðvinnslu. Sáning verði yfirborðssáning. Væri fróðlegt að fá útskýringu á því hvernig þær plöntur sem verið er að sá, lifi af samkeppnina við þær sem fyrir eru.....?

D og E liðir 7. greinar eru mjög athyglisverðir.......??? Er ekki nýting búfjáráburðar einmitt leiðin til þess að viðhalda jafnvægi næringarefna og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni.

Það er vissulega þörf á að verja vatnsból, en það er meira en starfsemi landbúnaðar sem getur mengað vantsból.

Þegar setja á svona viðamiklar reglur sem snerta marga og geta haft gríðarleg efnahagsleg áhrif, er mjög mikilvægt að ítarlegt samtal fari fram milli stjórnsýslunnar og hagsmunaaðila. Í þessum drögum sýnist mér að hagsmunaaðilar séu fleiri en bara bændur, þó vissulega hafi þetta meiri áhrif á þeirra starfsemi en flestra annara.

Það er mjög mikilvægt að þeir sem koma að ákvarðanatöku eins og þessir, afli sér þekkingar á málefninu og kynni sér mjög vel þau sjónarmið sem fram koma og á hvaða grunni þau eru byggð. Öðruvísi fæst aldrei "vitræn" niðurstaða og sátt.

Afrita slóð á umsögn

#16 Eyjafjarðarsveit - 21.10.2021

Eyjafjarðarsveit telur margt óskýrt í drögunum reglugerðar um sjálfbæra landnýtingu, mál nr. 184/2021 sem þarf að skýra betur og lýsir verulegum áhyggjum af áhrifum þeirra óbreyttum á landnýtingu og þar með landbúnaðarstarfsemi í sveitarfélaginu. Í sveitarfélaginu er umfang landbúnaðar mikið og mun óbreytt reglugerð hafa mikil takmarkandi áhrif á þá starfsemi.

Reglugerðin ber með sér að einsleitur hópur hafi unnið að framsetningu hennar og ekki hafi verið haft nægilegt samráð við hagaðila. Meðal annars var ekkert samráð haft við Bændasamtök Íslands fyrr en fyrstu drög voru tilbúin og fengu samtökin þau til umsagnar fyrst þá en Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda á Íslandi. Ekki er óeðlilegt að rammi sé settur um landnýtingu en það er mjög mikilvægt að víðtækt samráð sé haft við alla hagsmunaaðila í svo umfangsmiklu máli.

Landgræðslan gerir reglugerðina, setur viðmiðin og ákvarðar út frá viðmiðunum hvort viðkomandi land sé nýtingarhæft eða ekki. Ljóst er með þessu að um einhliða sjónarhorn og ákvarðanatökur verður að ræða og hefur sveitarfélagið verulegar áhyggjur af því að landbúnaður eigi undir högg að sækja ef sá háttur verður á.

Benda má á að viðmið sem talað er um sé alltaf „besta viðmið“ en sjálfbærni gengur hins vegar út á að ganga ekki á auðlind og að hún sé þannig í framför frá því sem hún er hverju sinni. Fyrir vikið er ekki réttlætanlegt að miða við „besta viðmið“ og verulega flókið að ætla viðmiði að vera huglægt.

Talað er um að skilgreiningar beitilands miðist við beitarlandsþekju GróLindar. Sá grunnur verður að vera nákvæmur og réttur til að byggja á sem sanngjörnustu mati. Auk þess þarf að orða og skilgreina miklu betur sjálfa skilgreiningarflokka beitarlandsins og mat visteininga svo allir aðilar átti sig á hvers konar viðmið um ræðir til að taka af allan vafa.

Í 4.grein viðauka II er talað um leiðbeinandi aðgerðir í akuryrkju til að stuðla að sjálfbærri nýtingu lands. Textinn er umfangsmikill en í framsetningunni flækjast saman ýmis leiðbeinandi tilmæli eða beinar skyldur og oft óljóst að greina á milli. Þarna þarf að gera augljósan greinarmun milli svo allir skilji við hvað er átt hverju sinni. Við lestur kaflans kemur í ljós að ýmis viðmið þar eiga ekki við hérlendis, ræktunar- eða veðurfarslega, og þar með er margt illframkvæmanlegt, s.s. vetrarþekja/ræktun á tímabundinni uppskeru.

Stór hluti akuryrkjulands í sveitarfélaginu liggur meðfram bökkum Eyjafjarðarár og fjarlægðarmörk tengt dreifingu áburðar í metrum talið getur takmarkað verulega nýtingu þess lands. Nær væri að horfa til nýtingar tækninnar við dreifingu áburðarefna þar sem það á við og meta mismunandi aðstæður á hverjum stað og takmarka þá vegna ákveðinna forsenda, svo sem vegna neysluvatns.

Í drögunum kemur fram að sveitarfélög komi að eftirliti með beitilandi en ekki skilgreint hvers konar og hver beri kostnaðinn af slíku. Ljóst er að um gríðarleg umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða en hvergi minnst á hver beri þann kostnað.

Sveitarstjórn leggst eindregið gegn því að reglugerðin verði samþykkt í núverandi mynd.

Fyrir hönd sveitarstjórnar

Finnur Yngvi Kristinsson

Sveitarstjóri

Undirrituð umsögn er í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Bláskógabyggð - 21.10.2021

Eftirfarandi umsögn var samþykkt af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 21. október 2021:

Reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu - 2110020

Drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu til umsagnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir eftirfarandi umsögn:

Þess ber fyrst að geta að sveitarstjórn Bláskógabyggðar frétti af því fyrir algera tilviljun að drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu hefðu komið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda þann 24. september 2021. Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að lauma svona stóru máli í umsagnarferli án þess að tilkynna það formlega til hlutaðeigandi aðila og óska eftir umsögn þeirra. Réttara hefði verið að óska formlega eftir umsögn sveitarfélagsins strax og það fór í umsagnarferli. Sveitarstjórn hefði þá vísað erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd og fjallskilanefndum. Þá hefði sveitarstjórn einnig óskað eftir áliti Landgræðslufélags Biskupstungna til að fá sem flest sjónarmið fram.

Þá gagnrýnir sveitarstjórn það samráðleysi sem var við vinnslu reglugerðardraganna. Í lögum um landgræðslu 155/2018 segir:

"11. gr. Leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu.

Ráðherra skal setja reglugerð með það að markmiði að tryggja sjálfbæra landnýtingu, sbr. 9. gr., með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju. Landgræðslan gerir tillögur að slíkum leiðbeiningum og viðmiðum að höfðu samráði við hlutaðeigandi stofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila eftir því sem við á hverju sinni. Ráðherra birtir opinberlega drög að leiðbeiningum og viðmiðum og skal frestur til að skila athugasemdum vera að lágmarki fjórar vikur."

Samráð við sveitarfélagið um innihald og helstu áherslur í reglugerðinni var ekkert. Þann 14. júní 2021 komu fulltrúar Landgræðslunnar til fundar við fulltrúa sveitarfélagsins. Þar var aðallega rætt um niðurstöðu flokkunar beitarlands í Bláskógarbyggð skv. Grólind. Aðspurð um framgang vinnu við sjálfbærnireglugerðina og innihald hennar, svaraði landgræðslustjóri því til að hún væri í vinnslu og gat ekkert gefið upp um innihaldið að svo stöddu. Það næsta sem sveitarstjórn frétta af reglugerðinni var 4. okt, á þá leið að drög hefðu birst í samráðsgáttinni 24. september.

Hvað innhald og uppsetningu reglugerðadraganna varðar er hún þvælin og torskilin. Erfitt er að átta sig á hvað eru tilmæli, hvað eru reglur og hvað leiðbeiningar, o.þ.a.l. að átta sig á hver raunuveruleg áhrif reglugerðarinnar verða á einstakar atvinnugreinar og samfélagið í heild. Drögin gera ráð fyrir að meta sjálfbærni einvörðungu út frá ástandi lands miðað við vistgetu landsins. Upplýsingar um vistgetu liggja ekki fyrir. Það er því í raun ógerningur að átta sig á hver áhrif reglugerðarinnar eru nákvæmlega fyrir nýtingu bænda. Ámælisvert verður að teljast að setja fram reglugerð með útreikningum, byggða á illa skilgreindum hugtökum, án þess að birta um leið niðurstöður útreikninga byggða á aðferðafræðinni.

Í viðauka um jarðrækt er dreifing á tilbúnum áburði bönnuð á öllu landi innan við 5-10m frá vatni ekki er hægt að átta sig á hvar 5 metrar eru reglan og hvar 10 metrar, eða hvort 10 metranir eru bara tilmæli. Þá er gerð athugasemd við það að ekki sé heimilt að dreifa búfjáráburði nær vatni (árvatni, lindum, stöðuvötnum og borholum) en 50 metra, svo og að ekki megi dreifa búfjáráburði né tilbúnum áburði á tímabilinu 1. nóvember til 15. mars. Þessi ákvæði ganga ekki upp og setja rekstur þeirra sem stunda landbúnað í uppnám. Ekki liggur fyrir hversu mikið af ræktuðu landi tapast með þessum takmörkunum og hvort ábati er af því að rækta það upp annarsstaðar. Þá liggja ekki fyrir mælingar á útskolun eða hver þau gildi mega vera. Einnig vantar skilgreiningu á vatni, óljóst er t.d. hvort framræsluskurðir með vatnsrennsli séu vatn í skilningi reglugerðarinnar. Ef svo er þá er vandséð að hægt sé að stunda landbúnað í þeirri mynd sem nú er í sveitarfélaginu og raunar á stærsta hluta Íslands.

Í viðauka II Sjálfbær landnýting og akuryrkja, segir m.a: "Jarðvinnsla er óæskileg síðla árs og til vors, 15. nóv. til 15. mars, sbr. 7. gr. reglugerðar þessarar: Öll jarðvinnsla utan vaxtartímabils gróðurs á hverju ári frá og með 15. nóv. til 15. mars er óæskileg á öllu landbúnaðarlandi, þar sem slík jarðvinnsla skilur eftir land með engri gróðurþekju sem væri þá óvarið fyrir roföflum að vetrarlagi. Slíkt land tapar næringarefnum, býr til jarðvegsrof og orsakar léleg loftgæði, sem síðan valda neikvæðum og kostnaðarsömum samfélagslegum, umhverfislegum og heilsutengdum áhrifum. Jarðvinnu má hefja að vori eftir 15. mars eða þegar jörð er orðin tilbúin til sáningar, gróðursetningar eða niðursetningar. Ljúka skal jarðvinnslu sem fyrst að vorlagi til að nýta jarðraka og lengd vaxtartíma sem best."

Í þessum kafla er talað um að e-h sé óæskilegt, hefja megi og ljúka skuli. Er hér verið að tala um tilmæli, reglur eða leiðbeiningar?

Þá segir einnig: "Þjöppun jarðvegs: Þjöppun jarðvegs skal forðast til að lágmarka neikvæð áhrif á byggingu jarðvegs, svo ekki tapist holrýmd eða loftun jarðvegs, eða tap verði á jarðvegi, rof, eða hægara flæði vatns í gegnum jarðveginn sem valdið getur uppskerurýrnun og vandamálum við rótarvöxt. Ekki skal jarðvinna akra með miklum jarðraka. Lágmarka skal umferð um akur, skipuleggja skal langtíma umferðarleiðir á akri, nýta dekkjategundir og létt landbúnaðartæki til að lágmarka þjöppunaráhrif og skemmdir á uppskeru."

Liggja fyrir mælingar og skilgreinig á því hvað er mikill jarðraki? Munu bændur í framtíðinni þurfa umsögn frá Landgræðslunni um hvaða landbúnaðartæki henti þeirra búskap svo þeir uppfylli reglugerð,tilmæli eða leiðbeiningar um sjálfbæra landnýtingu?

Ljóst má vera að áhrif reglugerðar sem þessarar mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins, jafnt sveitasjóð sem íbúa. Landbúnaður skipar stóran þátt í atvinnu íbúanna og skilar eðlilega miklu fjármagni til sveitarsjóðs. Ljóst má vera að ef reglugerðardrögin verða samþykkt óbreytt verður landbúnaði verulaga þröngur stakkur sniðinn og við blasir að einhverjir muna þurfa að minnka bústofn sinn og draga saman rekstur. Á sama tíma mun rekstrarkostnaður þeirra aukast vegna reglugerðarinnar, því væntanlega þurfa bændur að bera kostnað af kröfum um landbótaáætlanir og 5 ára lögbundnu eftirlit Landgræðslunnar.

Þá má gera ráð fyrir að kostnaður vegna framkvæmda hjá sveitarfélaginu aukist vegna krafna um aukið eftirlit og umsagnir, skv. 8. gr. viðmið vegna framkvæmda: Við hvers kyns leyfisskyldar framkvæmdir sem geta haft áhrif á gróður og jarðveg skal halda raski í lágmarki og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum sem rask er óhjákvæmilegt. Hafa skal til hliðsjónar leiðbeiningar í viðauka III.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir athugasemd við að ekki liggi fyrir mat á áhrifum fyrirhugaðrar reglugerðar á fjárhag sveitarfélagsins. Í 129. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að fram fari sérstakt mat á áhrifum stjórnvaldsfyrirmæla á fjárhag sveitarfélaga og ber ráðherra ábyrgð á því að slíkt mat fari fram.

Að endingu gerir sveitarstjórn Bláskógabyggðar athugasemd við það mikla vald sem stöðugt er fært í hendur einstakra ríkisstofnana, í þessu tilfelli Landgræðslunnar. Stofnunin er algerlega einráð í þessu tilfelli. Hún semur reglugerðardrögin án nokkurs samráðs við sveitarfélög og hagsmunaaðila og sér jafnframt um framkvæmd og eftirlit. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir bókun fjallskilanefndar Biskupstungna og telur ljóst að mikið vanti upp á til að fyrirliggjandi drög geti talist ásættanleg og tæk til undirskriftar ráðherra. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur ráðherra til að endurskoða drögin frá grunni og kalla alla hagsmuna aðila að borðinu þannig að raunhæf reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði til. Ef svo verður ekki, er það mat sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að ekki sé vilji hjá stjórnvöldum til áframhaldandi fjölbreyttar matvælaframleiðslu á Íslandi.

Afrita slóð á umsögn

#18 Rögnvaldur Ólafsson - 21.10.2021

Við þessi reglugerðardrög er full ástæða til að gera ýmsar athugasemdir. Hér verða þó eingöngu gerðar athugasemdir við viðauka II það sem lýtur að áburðardreifingu. Við samningu reglugerðarinnar virðast höfundar ekki hafað áttað sig á þeim tækniframförum sem orðið hafa og nú eru komnir dreifarar sem geta skermað af svo enginn áburður berst í skurði, ár eða vötn við dreifingu. Það að ætla að fórna 5-10 m spildu á ræktarlandi er óásættanlegt og algjörlega óþarft.

Varðandi búfjáráburðinn eru drögin enn heimskulegri. Á tímum þegar skiptir meginmáli að nýta búfjáráburð sem mest og best til að spara kostnað og kolefnisspor við áburðarkaup er út í hött að ætla að taka 50 m skák sem ekki má bera á búfjáráburð vegna nálægðar við læki, ár og vötn. Höfundar reglugerðardragana virðast ekki hafa fylgst með því að bændur nota nú slöngubúnað til að leggja búfjáráburðinn vatnsþunnan niður á jörðina þar sem hann hverfur óðar niður í svörðinn.

Kjötmjöl ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að nota sem áburð eða uppgræðsluefni vargfugli og meindýrum að leik með tilheyrandi smithættu á alvarlegum búfjársjúkdómum.

Auk þessa skal bent á að undir landbúnaðarskógrækt í 4. grein í viðauka II er eingöngu minnst á skjólbelti en ekki skógrækt að öðru leyti sem er þó tvímælalaust áhrifaríkasta aðferðin í kolefnisbindingu, sérstaklega ræktun asparskóga.

Að lokum skal bent á að stór hluti jarða á landinu á fjalllendi í yfir 700 m hæð sem er óaðskiljanlegur hluti af beitilandi þeirra og hefur verið frá aldaöðli og engar forsendur eða möguleikar að aðskilja það.

Afrita slóð á umsögn

#19 Skaftárhreppur - 22.10.2021

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hvetur Landgræðsluna til samstarfs við sauðfjárbændur og heimamenn varðandi skilgreiningu á því landi sem telst til nýtingarlands á hverju svæði ásamt nýtingarhlutfalli.

Afrita slóð á umsögn

#20 Jónas Vigfússon - 22.10.2021

Drög að reglugerð eru að mörgu leyti ágæt en meginreglur sem koma fram í 5. gr. tel ég of íþyngjandi og nær óframkvæmanlegar, en þær eru eftirfarandi:

5. gr. skv. drögum að reglugerð

Meginreglur sjálfbærrar landnýtingar

Við mat á því hvort landnýting teljist sjálfbær skal leggja til grundvallar eftirfarandi meginreglur:

1. Að nýting taki mið af vistfræðilegu ástandi og getu lands.

2. Að stuðla að viðhaldi eða eflingu líffræðilegrar fjölbreytni vistkerfis.

3. Að vernda, viðhalda og byggja upp jarðveg.

4. Að vernda, viðhalda og auka kolefni í jarðvegi og gróðri.

5. Að vernda, viðhalda og auka vatnsmiðlun og vatnsgæði.

6. Að vernda, viðhalda og auka loftgæði.

7. Að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar.

Legg ég því til nýja gr. svohljóðandi:

5. gr. Meginreglur sjálfbærrar landnýtingar

Við mat á því hvort landnýting teljist sjálfbær skal leggja til grundvallar eftirfarandi meginreglur:

1. Að nýting taki mið af vistfræðilegu ástandi og getu lands.

2. Að stuðla að viðhaldi eða eflingu líffræðilegrar fjölbreytni vistkerfis.

3. Að vernda, viðhalda eða byggja upp jarðveg.

4. Að vernda, viðhalda eða auka kolefni í jarðvegi og gróðri.

5. Að vernda, viðhalda eða auka vatnsmiðlun og vatnsgæði.

6. Að vernda, viðhalda eða auka loftgæði.

7. Að unnið sé að samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar.

Þá geri ég verulegar athugasemdir við viðauka I um mat á ástandi beitarlands og vísa til lands við Tröllaskaga þar sem bratti er mikill og hæð fjalla einnig, eins og hér í Djúpadal í Eyjafirði. Því tel ég að sleppa eigi (>30°) þegar talað er um brattar brekkur og kletta, heldur meta hvert svæði fyrir sig og sama á við um hæð lands yfir sjávarmáli.

Hér í Djúpadal er ástand gróðurs gott og fjöllin grænka sífellt hærra. Lömbin koma væn af fjalli og er fallþungi hjá okkur í Litla-Dal yfir 20 kg á hverju ári.

Jónas Vigfússon

Litla-Dal í Eyjafjarðarsveit

Afrita slóð á umsögn

#21 Ólafur Dýrmundsson - 22.10.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Skipulagsstofnun - 22.10.2021

Sjá hjálagt

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Friðrik Þórarinsson - 22.10.2021

Að mínu mati ætti ekki að þurfa að setja reglugerð um sjálfbæra nýtingu lands. Bændur eru sjálfir færir um að sjá um nýtingu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#24 Rangárþing eystra - 25.10.2021

Efni: Umsögn um mál nr. 184/2021 - Drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálbæra landnýtingu.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra gagnrýnir þau vinnubrögð sem höfð voru við vinnslu reglugerðarinnar en algert samráðsleysi var við þá vinnu. Ekkert samtal átti sér stað við sveitarstjórn Rangárþings eystra þrátt fyrir að fram komi í 11. gr. laga um landgræðslu nr. 155/2018 að:

„Ráðherra skal setja reglugerð með það að markmiði að tryggja sjálfbæra landnýtingu, sbr. 9. gr., með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju. Landgræðslan gerir tillögur að slíkum leiðbeiningum og viðmiðum að höfðu samráði við hlutaðeigandi stofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila eftir því sem við á hverju sinni. Ráðherra birtir opinberlega drög að leiðbeiningum og viðmiðum og skal frestur til að skila athugasemdum vera að lágmarki fjórar vikur."

Ekkert erindi barst heldur sveitarfélaginu um að drögin væru komin í umsagnarferli og þaðan af síður óskað formlega eftir umsögn um málið. Það geta varla talist ásættanleg vinnubrögð í máli sem þessu sem er þungavigtarplagg og getur haft veruleg áhrif á atvinnumöguleika í sveitarfélagi þar sem landbúnaður er ein stærsta atvinnugreinin.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra bendir á að í efnistökum reglugerðarinnar skortir faglegan grunn að nokkru leiti, auk þess sem faglegri nálgun við matið er mjög ábótavant. Grunngögn vantar til að framfylgja beitarviðmiðum, eða svokölluð vistgetukort, auk þess sem þróun gróðurfars er ekki metið inn í viðmiðin sem þó hlýtur að vera meginmælikvarði á sjálfbæra þróun um not beitilanda.

Óskýrleiki viðmiða er áberandi, erfitt er að átta sig á hvað eru tilmæli, hvað eru reglur og hvað leiðbeiningar, sem leiðir til þess að afar erfitt er koma auga á hver raunuveruleg áhrif reglugerðarinnar verða fyrir atvinnulíf og samfélag.

Ekki er að nokkru leiti lagt mat á kostnað sem af þessu mun leiða en það má augljóslega gera ráð fyrir auknum kostnaði hjá sveitarfélaginu vegna krafna um aukið eftirlit og umsagnir. Ljóst má vera að reglugerð sem þessi mun hafa neikvæð áhrif á fjárhag sveitarfélagsins í því landbúnaðarhéraði sem Rangárþing eystra er. Ef reglugerðardrögin verða samþykkt óbreytt verður landbúnaði verulaga þröngur stakkur sniðinn og við blasir að einhverjir munu þurfa að minnka bústofn sinn og draga saman rekstur. Á sama tíma mun rekstrarkostnaður þeirra aukast vegna reglugerðarinnar, því væntanlega þurfa bændur að bera kostnað af kröfum um landbótaáætlanir og 5 ára lögbundnu eftirlit Landgræðslunnar.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggst því alfarið gegn því að reglugerðin verði samþykkt óbreytt og án frekara samráðs við hagsmunaaðila.

Fyrir hönd sveitarstjórnar Rangárþings eystra

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Kristján Ingvar Jónsson - 25.10.2021

Ég vil gera athugasemdir við 7. gr. og þar með talið viðauka II. Þar finnst mér vera gengið á rétt okkar landeigenda í því að geta notað land okkar til akuryrkju og hey nytja. Mikið ræktar land

í dölum liggur eðlilega nærri ám og lækjum. Ef þessi tillaga um fjarlægðar mörk verður að veruleika þá mun það rýra mjög möguleika okkar til að nýta land okkar fyrir okkar matvælaframleiðslu. Eins finnst mér ekki vera horft til staðhátta og það að aðstæður eru mjög mismunandi t.d. hvað varðar snjóalög. Veðurfars aðstæður eru langt því frá að vera þær sömu á landinu öllu.

Ég velti líka fyrir mér hvað geti talist eðlilegt við að færa Landgræðslunni það vald yfir eignalöndum sem mér sýnist vera það sem stefnt er að samkvæmt þessu plaggi.

Kveðja Kristján Tréstöðum.

Afrita slóð á umsögn

#26 Grýtubakkahreppur - 26.10.2021

Sjá meðf. skjal.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#27 Guðrún María Björnsdóttir - 26.10.2021

Tel margt þarna vægast sagt undarlegt.

Takmarkanir á dreifingu búfjáráburðar, bæði tímasetningar og fjarlægð frá vatni, gera nánast ómögulegt að nýta bæði land og allan þann skít sem til fellur. Þar að auki veldur þetta minni uppskeru og svæði sem td hafa verið grædd upp og nú nýtt sem ræktunarland, svosem gamlar áreyrar og melar, eiga á hættu að blása upp aftur, enda óhemju áburðarfrek svæði.

Varðandi þekju á ökrum yfir veturinn; hvað á þá að gera í útirækt grænmetis? Það er óhjákvæmilegt að akurinn standi ber þegar búið er að uppskera, svosem kartöflur, rófur og kál.

Þarna vantar algjörlega raunhæf markmið og skýrara orðalag. Hvað má og hvað ekki?!

Afrita slóð á umsögn

#28 Sigurður H Magnússon - 27.10.2021

Sigurður H Magnússon og Borgþór Magnússon senda hér sameiginlega umsögn, sjá viðhengi.

Netföng okkar eru:

sigurdurh@vortex.is

borgthor.magnusson@ni.is

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Bændasamtök Íslands - 01.11.2021

Sjá hjálagða umsögn Bændasamtaka Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#30 Húnaþing vestra - 01.11.2021

Hjálögð er umsögn Húnaþings vestra.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#31 Samband íslenskra sveitarfélaga - 02.11.2021

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins,

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#32 Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - 03.11.2021

Hjálögð er umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu, mál 184/2021.

F.h. stjórnar SSNV

Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#33 Hrunamannahreppur - 04.11.2021

17. Reglugerð um sjálfbæra nýtingu: Umsögn.

Oddviti kynnti vinnu við umsögn um reglugerð um sjálfbæra nýtingu sem liggur inn í samráðsgáttinni. Málið hefur verið tekið fyrir í umhverfis- og landbúnaðarnefnd.

Meirihluti sveitarstjórnar, umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar leggja hér saman fram umsögn við drögum að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu:

Við tökum undir þá gagnrýni sem fram hefur komið um samráðsleysi við vinnslu á drögum reglugerðarinnar. Við teljum að vinnubrögð sem þessi séu ekki boðleg og hefði átt að senda reglugerðardrögin beint til umsagnar til sveitarfélaga og hagaðila.

Landbúnaður er ein stærsta atvinnugrein sveitarfélagsins og mun óbreytt reglugerð hafa mikil takmarkandi áhrif á þá starfsemi.

Reglugerðin er verulega óskýr og þarf að skýra hana t.d er mjög erfitt að átta sig á hvað eru tilmæli, hvað eru reglur og hvað leiðbeiningar í drögunum. Verði drögin samþykkt óbreytt höfum við miklar áhyggjur af áhrifum hennar á landnýtingu á afrétti og í byggð, og þar með alla landbúnaðarstarfsemi í sveitarfélaginu.

Til dæmis er bent á eftirfarandi atriði sem þarfnast frekari skoðunar.

Vegna 6.gr. reglugerðar og viðauka I:

• farið er fram á úttekt á beitarlandi á 5 ára fresti, ekki kemur fram hver á að bera kostnaðinn á því mati.

• Beitarland er mjög víðtækt hugtak.

• Hæðarmörk vegna sjálfbærni, geta þau haft áhrif á bæi sem eru hátt yfir sjávarmáli.

• Talað er um að nota bestu möguleg gögn hverju sinni sem er mjög loðið hugtak. Þarf þá að tryggja að gögn séu uppfærð reglulega.

• Mjög brött innleiðing, á að taka gildi strax 2021.

• Skýra þarf hvað átt er við með að nýtingarland sé að lágmarki 60% af flatarmáli beitarlands.

Vegna 7. gr. reglugerðar og viðauka II:

• Skýringar vantar á hvað átt er við með loftmengun.

• Það vantar að það komi skýrt fram hver viðmið eru með lágmarksfjarlægð frá akurlandi að vatni/ám.

• Viðauki II 4. gr.: Þarf að vera skýrt að um leiðbeiningar sé að ræða fyrir alla þá liði og tillögur sem fylgja í 4.gr og ekki sé hægt að túlka þá liði sem skilyrði.

• Lagt er til að h-liður verði feldur á brott þar sem i-liður taki á því sem þarf að ávarpa í lið h.

Tekið skal fram að ofangreindir punktar eru ekki tæmandi, heldur hluti af vangaveltum yfir þessari reglugerð.

Við gerum einnig athugasemd við að ekki liggi fyrir mat á áhrifum fyrirhugaðrar reglugerðar á fjárhag sveitarfélagsins. Í 129. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að fram fari sérstakt mat á áhrifum stjórnvaldsfyrirmæla á fjárhag sveitarfélaga og ber ráðherra ábyrgð á því að slíkt mat fari fram. Í drögunum er hvergi að finna mat á kostnaði sem sveitarfélagið þyrfti að standa undir vegna krafna um aukið eftirlit og umsagnir, nái reglugerðin fram að ganga.

Meirihluti sveitarstjórnar, umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar hvetur ráðherra til að byrja frá grunni vinnu við reglugerðardrögin og fá alla hagsmunaaðila að borðinu þannig að raunsæ reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði að veruleika.

D-listi sjálfstæðismanna og óháðra og minnihluti umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar bókar eftirfarandi umsögn um reglugerðardrögin:

Við lestur á drögum um sjálfbæra landnýtingu, mál nr. 184/2021 vakna upp margar spurningar. Við furðum okkur á algjöru samráðsleysi við undirbúning þessara draga og þykir okkur mjög sérstakt að ekki hafi verið unnið í samvinnu við hagaðila þ.e.a.s. sveitarfélög, landeigendur og þau hagsmunasamtök sem málið varðar. Í lögum um landgræðslu 155/2018 kemur fram í 11. gr að Landgræðslan gerir tillögur að leiðbeiningum og viðmiðum að höfðu samráði við hlutaðeigandi stofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila eftir því sem við á hverju sinni. Ekki urðum við var við samráðið og ráðuneytið hafði ekki einu sinni fyrir því að senda drögin á sveitarfélögin til kynningar.

Að okkar mati skín í gegn andúð þeirra sem málið vinna á þeirri landnýtingu sem nú er stunduð. Fyrir það fyrsta er ekki annað að sjá en að Landgræðslan verði ríki í ríki sýnu, hún býr til reglur og forsendur þeirra ásamt því að framfylgja þeim og tekur í raun einhliða ákvörðun út frá því. Við vitum t.d. hver afstaða Landgræðslustjóra er á núverandi nýtingu hálendisins en hann hefur lýst því opinberlega yfir að beit á hálendi Íslands eigi að stöðva.

Þessi reglugerðardrög munu hafa, án alls vafa, talsverð útgjöld fyrir sveitarfélögin sem og landeigendur sem falla ekki undir þau viðmið sem eru sett. Hver á að standa straum af þeim kostnaði sem af hlýst við úttekt og vinnu landbótaáætlana? Það liggur fyrir að mjög margir þurfi að girða land sitt í hólf og vinna áætlanir til að reyna halda sínum rekstri áfram. Í drögunum er talað um að sveitarfélagið komi að eftirliti með beitilandi og vinni umsagnir, en eins og fyrr segir, ekkert er talað um hver beri kostnaðinn. Í 129 grein Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir um kostnaðarmat: „Ef fyrirsjáanlegt er að tillaga að lagafrumvarpi, tillaga að stjórnvaldsfyrirmælum eða aðrar stefnumarkandi ákvarðanir af hálfu stjórnvalda ríkisins muni hafa fjárhagsleg áhrif á sveitarfélög skal fara fram sérstakt mat á áhrifum þeirra á fjárhag sveitarfélaga. Viðkomandi ráðherrar bera ábyrgð á því að slíkt mat fari fram.“ Ekki hafa okkur borist þessar upplýsingar, hefur slíkt mat farið fram?

Í Hrunamannahreppi er stundaður mikill og fjölbreyttur landbúnaður sem við erum ákaflega stolt af og að okkar mati er ekki annað að sjá en að reglugerðin muni hafa þar neikvæð áhrif. Einnig er margt óljóst, fyrst ber að nefna reglur eða leibeiningar. Við hvað er átt, er verið að tala um leiðbeiningar á reglum?

Mikill kostnaður bætist við gjaldalið á reikningum landnýtingaraðila. Má þar t.d. nefna geymslu búfjáráburðar, verri nýting ræktaðs lands útfrá árvatni, lindum og stöðuvötnum.

Við veltum einnig fyrir okkur hvort þessar leiðbeiningar eigi ekki frekar heima inní kennslustofnunum fremur en útgefnum reglum eins og t.d. þessi málsgrein hér: „Þjöppun jarðvegs skal forðast til að lágmarka neikvæð áhrif á byggingu jarðvegs, svo ekki tapist holrýmd eða loftun jarðvegs, eða tap verði á jarðvegi, rof, eða hægara flæði vatns í gegnum jarðveginn sem valdið getur uppskerurýrnun og vandamálum við rótarvöxt. Ekki skal jarðvinna akra með miklum jarðraka. Lágmarka skal umferð um akur, skipuleggja skal langtíma umferðarleiðir á akri, nýta dekkjategundir og létt landbúnaðartæki til að lágmarka þjöppunaráhrif og skemmdir á uppskeru."

Í sveitarfélaginu hefur hálendið verið nýtt til upprekstrar á sauðfé til langs tíma, þegar mest var voru um 12.000 fjár á afréttinum en nú fara um 4000 fjár á fjall og því er beit orðin mjög létt frá því sem áður var. Einnig má upplýsa að beitartími er mun skemmri en áður var. Í sveitarfélaginu er starfrækt landgræðslufélag og hefur verið unnið af miklum krafti á því sviði. Þar eru að langstærstum hluta að verki bændur í sjálfboðavinnu ásamt áhugasömum aðilum í nærsamfélaginu. Það má því draga þá ályktun að ef enn meira vald færist til ríkisstofnana eins og kemur vel fram í þessari reglugerð þá muni það starf minnka til muna og jafnvel leggjast af. Það liggur því í augum uppi að landgræðsla á afréttum almennt muni minnka verulega enda munu stofnanir hins opinbera ekki hafa það fjármagn til ráðstöfunar sem sjálfboðaliðastarfið innir af hendi. Ástæða fyrir því að þetta er nefnt eru áhyggjur okkar á að reglugerðin muni takmarka verulega eða stöðva beit á afréttinum innan skamms tíma. Það er ekki raunhæft að fara girða af fjöll og kletta, enda okkar mat að vilji sé ekki til staðar fyrir slíkum mannvirkjum á hálendi Íslands.

Við tökum svo undir margar af þeim bókunum sem hafa komið um málið og sérstaklega bókanir Bláskógabyggðar, Rangárþings ytra og Dr. Ólafs R. Dýrmundssonar.

Við leggjumst því alfarið gegn því að reglugerðin verið samþykkt og hvetjum ráðherra til að vinna hana að nýju í samráði við hagaðila.

Afrita slóð á umsögn

#34 Sigurður Loftur Thorlacius - 04.11.2021

Ég fagna þessari reglugerð þó ég hefði viljað ganga enn lengra í beitarstýringu og verndun lands, jarðvegs, plantna og líffræðilegs fjölbreytileika. Þessi reglugerð er löngu, löngu tímabær og mikilvægt skref í rétta átt að sjálfbærri landnýtingu en saga Íslands frá landnámi hefur aftur af móti einkennst af eyðingu jarðvegs, eyðimerkurmyndun, uppblæstri og gróðureyðingu. Bændum ber að tryggja að landnýting þeirra sé sjálfbær og að ekki sé gengið á auðlindir landsins, enda er það í hag þeirra sem munu taka við landinu.

Skiljanlega munu einhverjir landeigendur mótmæla og finnast þeir vera að missa valdið til að gera það sem þeim sýnist á sínu landi en uppblástur undanfarinna alda sýnir að landnýting hefur alls ekki verið sjálfbær og það er fullreynt að treysta einungis á forsjálni landeigenda í þeim efnum. Ég hvet því til þess að hvergi verði dregið úr mætti þessarar reglugerðar heldur gangið enn lengra í að tryggja sjálfbærni í landnýtingu á Íslandi öllu.

Afrita slóð á umsögn

#35 Búnaðarsamband Suðurlands - 05.11.2021

Selfossi 20. október 2021

Efni: Umsögn um drög að reglugerð um sjálfbæra nýtingu

Búnaðarsamband Suðurlands gerir athugasemdir við drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu sem birtust í samráðsgátt stjórnvalda 24. september sl. Búnaðarsamband Suðurlands telur innihald draganna þurfa verulegrar skoðunar við og vill koma með eftirfarandi ábendingar. Margt er óljóst í reglugerðardrögunum en þó ljóst að fari þau í gegn eins og þau eru sett fram mun það hafa veruleg áhrif á landbúnað og nýtingu afrétta.

Viðauki II 4. grein fjallar ítarlega bæði um leiðbeinandi aðgerðir og skyldur og ekki alltaf auðvelt að greina þar á milli. Í kaflanum um útskolunarhættu og tímasetningu áburðardreifingar er kveðið á um að dreifing- tilbúins áburðar og búfjáráburðar sé óleyfileg á öllu landi innan ákveðins fjarlægðar frá vatni. Hér er gengið lengra en reglugerð í nágrannalöndum okkar gerir ráð fyrir þrátt fyrir að þar sé áburðarnotkun mun meiri á einingu lands. Þetta ákvæði þarfnast endurskoðunar en verulega sneiðist um ræktunarlönd bænda nái þetta fram að ganga.

Viðauki I er um sjálfbæra landnýtingu og mat á ástandi beitarlands. Þar er talað um vistgetu sem ekki liggur fyrir og að meta eigi sjálfbærni eingöngu út frá ástandi lands miðað við vistgetu. Þá er umhugsunarefni að ekki er tekið tillit til beitarálags þ.e. fjölda kinda og beitartíma þegar sjálfbærnimat er unnið. Aðalatriði er að landið sé í gróðurframför. Þá er ekki skynsamlegt að miða við 700 m.y.s og 30°¨ halla þegar talað er um sjálfbæra landnýtingu. Fjöllin Löðmundur á Landmannaafrétti og Stóra Grænafjall á Fljótshlíðarafrétti eru dæmi um vel gróin fjöll yfir 700 m.y.s

Bændur á Suðurlandi hafa unnið markvisst að uppgræðslu og landbótastörfum á afréttarlöndum í góðri samvinnu við Landgræðsluna í fjölda ára sem hefur skilað miklum árangri í að bæta ástand og gróðurfar afréttanna.

Búnaðarsamband Suðurlands leggur eindregið til að reglugerðin verði ekki samþykkt í óbreyttri mynd en frekara samráð verði haft við hagsmunaaðila þ.e. bændur, sveitastjórnir og fjallskilanefndir.

Fyrir hönd Búnaðarsamband Suðurlands

Sveinn Sigurmundsson

Framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#36 Guðni Þorgrímur Þorvaldsson - 05.11.2021

Sendi umsögn í viðhengi.

Bestu kveðjur

Guðni Þorvaldsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#37 Elías Þorsteinsson - 07.11.2021

Það er margt óskýrt í drögum reglugerðar um sjálfbæra landnýtingu, Þetta mál hefur ekki verið kynnt nægjanlega hagsmunaaðilum og fáránlegt að með svo litlum fyrirvara sé verið að biðja fólk um álit.

Allt þetta mál þarf meiri umfjöllun og lengri tíma til vinnslu.

Bændasamtök Íslands þurfa að koma að þessu í upphafi vega.

Það þarf að vinna þetta mál allt upp á nýtt.

Afrita slóð á umsögn

#38 Margeir Björnsson - 08.11.2021

Reglugerðin er góð og kemur til með að bæta landgæði og draga úr innflutningi á óþarfa aðföngum (áburður, fóður) til nauðsynlegrar matvælaframleiðslu þjóðarinnar.

Afrita slóð á umsögn

#39 Þórir Gíslason - 08.11.2021

Þetta frumvarp er alverlega óásættanlegt og á engann rétt á sér í hinum raunverulega heimi.

Þetta þarf að vinna algerlega upp á nítt eða henda þessu í heild sinni.

Afrita slóð á umsögn

#40 Guðmundur Guðmundsson - 08.11.2021

Hjálögð er umsögn fjallskilanefndar V-Eyjafjalla um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu, mál 184/2021.

F.h. fjallskilanefndar

Guðmundur Guðmundsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#41 Búnaðarsamband Eyjafjarðar - 08.11.2021

Í meðfylgjandi skjali er umsögn Búnaðarsambands Eyjafjarðar (BSE) og Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð (FSE) um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Eins og fram kemur er margt við reglugerðardrögin sem stenst ekki skoðun og er sett fram án þess að faglegur grunnur sé þar á bakvið.

F.h. stjórna BSE og FSE.

Sigurgeir B. Hreinsson

Viðhengi

#42 - 09.11.2021

Umsögn barst en birtist ekki í gáttinni samkvæmt ákvörðun ábyrgðaraðila samráðsmálsins. Upplýsingalög gilda, sjá nánar í Um samráðsgáttina

Afrita slóð á umsögn

#43 Sveinbjörn Halldórsson - 09.11.2021

Hjálögð í viðhengi er umsögn Ferðaklúbbsins 4x4 vegna umsagnar um drög að landnýtingu. Við viljum að það komi skýrt fram að við teljum alla vinnu og undurbúning þessa máls vera til vansa og allt samráð hundsað og engar upplýsingar lagðar fram fyrr en málið byrtist í Samráðsgáttinni. Það réttasta í þessu máli væri að það yrði afturkallað og unnið í samvinnu við hagsmunaraðila.

Kveðja

Sveinbjörn Halldórsson

formaður Ferðaklúbbsins 4x4

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#44 Sigvaldi H Ragnarsson - 09.11.2021

Sjá meðfylgjandi skjal með umsögn frá Sigvalda H Ragnarssyni og Höllu Eiríksdóttur Hákonarstöðum Jökuldal

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#45 Félag eyfirskra kúabænda - 09.11.2021

Í viðhengi er umsögn stjórnar Félags eyfirskra kúabænda um drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#46 Halldór Sveinsson - 10.11.2021

Meðfylgjandi er umsögn Ferða- og útivistarfélags Slóðavina gegn þessari reglugerð þar sem við getum ekki á nokkurn hátt verið sáttir við þau vinnubrögð að gerð reglugerðarinnar og aðdraganda að henni.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#47 Flóahreppur - 10.11.2021

Umsögn Flóahrepps um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#48 Ágústa Ágústsdóttir - 10.11.2021

Í viðhengi er umsögn mín vegna reglugerðardraga um sjálfbæra landnýtingu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#49 Gunnsteinn Þorgilsson - 10.11.2021

Í viðhengi er umsögn mín vegna reglugerðardraga um sjálfbæra landnýtingu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#50 Karl Ingi Atlason - 10.11.2021

Umsögn við drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Búnaðarfélag Svarfdæla gerir alvarlegar athugasemdir við drögin og það litla samráð sem haft var við stofnanir, félög og hagsmunaaðila sem málið varðar.

Einnig gagnrýnum við það að landgræðslan skuli sitja allan hringinn við þetta borð. Það samrýmist ekki nútíma stjórnsýslu.

Hverjum þykir sinn fugl fagur. Sumir vilja gula sinu og trjágróður upp í fjallatoppa en aðrir vilja hóflega beitt land með fjölbreittum gróðri og góðu útsýni. Öll erum við þó sammála um að hnignun lands viljum við ekki og það er svo sannarlega hagur bænda.

Við tökum því undir margar af þeim gagnrýnu umsögnum um málið sem fram hafa komið, m.a. frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.

F.h Búnaðrfélags Svarfdæla

Karl Ingi Atlason

P.s datt engum í hug sem að skrifaði þessi ósköp að tala við einhvern sem hefur keyrt skít, þó það hafi ekki verið nema bara það.

Afrita slóð á umsögn

#51 Sveitarfélagið Skagafjörður - 10.11.2021

Sjá hjálagða umsögn byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

F.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar,

Sigfús Ingi Sigfússon

sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#52 Ólafur Gestur Arnalds - 10.11.2021

Hjálögð er umsögn Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#53 Guðmundur Ingi Arnarsson - 10.11.2021

Umsögn um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Fjallskilanefnd Skaftártunguafréttar setur fram eftirfarandi athugasemdir vegna draga að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu, sem birt voru á samráðsgátt stjórnvalda þann 24.september síðastliðinn.

Í 6.gr. reglugerðardraganna er fjallað um viðmið vegna beitarnýtingar og vísað til viðauka 1. Leitað var upplýsinga hjá Landgræðslu ríkisins varðandi mat á Skaftártunguafrétti samkvæmt viðauka 1 í reglugerðardrögunum. Fram kom að slík greining hefur ekki farið fram og forsendur til að meta land samkvæmt lið B og C, í viðauka 1, eru ekki þekktar. Gögn sem á að nota til grundvallar við að meta sjálfbæra nýtingu lands liggja því ekki fyrir. Það er að mati fjallskilanefndar Skaftártunguafréttar óviðunandi að leggja fram reglugerð, um viðmið og leiðbeiningar um sjálfbæra landnýtingu, byggða á visteiningamati sem aldrei hefur farið fram. Ennfremur er óljóst hvaða þýðingu slík greining á landi í visteiningar hefur með tilliti til sjálfbærrar nýtingar, þar sem m.a. er ekki tekið tillit til þróunar gróðurfars. Hvort sem um er að ræða beitt eða óbeitt land. Rök skortir fyrir því að markmiðum um sjálfbæra nýtingu beitilands verði náð með þeim reiknireglum sem koma fram í viðauka 1. Þar sem heilt yfir, er ekki tekið tillit til gróðurframvindu á landi eða beitarálags búfjár eða villtra dýra. Með beitarálagi er hér átt við fjölda búfjár og beitartíma.

Skaftártunguafréttur er landmikill afréttur, eða um 940 ferkílómetrar að stærð. Fátt fé gengur á afréttinum og þar er því ekki mikið beitarálag. Hálendasti hluti afréttarins hefur alla tíð verið friðaður fyrir sauðfjárbeit og verður ekki séð að breytingar á gróðurframvindu á því svæði hafi verið hraðari eða meiri en á öðrum svæðum afréttarins.

Í 10. gr. Eru sveitarfélög og fjallskilanefndir í þeirra umboði tilnefnd sem ábyrgðaraðilar. Fjallskilanefnd Skaftártunguafréttar telur óviðunandi að ekki hafi verið haft samráð við viðkomandi aðila við gerð reglugerðarinnar. Einkum þar sem hér er leitast við að setja fram viðmið sem er mikilvægt að þjóni tilgangi sínum og sátt náist um.

Nytjarétthafar á Skaftártunguafrétti, sem og bændur almennt, kappkosta að stunda sinn landbúnað án þess að gengið sé á gæði landsins. Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja að móta stefnu þar um, m.a. sett fram markmið um kolefnishlutleysi innan fárra ára og unnið að því að koma á fót gróðurvöktunarverkefninu Grólind. Í þessum drögum að reglugerð eru settar fram óljósar skorður, t.d um dreifingu tilbúins áburðar og búfjáráburðar. Auk þess sem framsetning á viðmiðum varðandi sjálfbæra nýtingu beitilanda eru óviðunandi. Því er óskað eftir að þessi reglugerð verði tekin til endurskoðunar með sjálfbærniviðmið og sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Reglugerðardrögin eins og þau eru sett fram eru fremur tillaga stjórnvalda að upptöku á óbeinum eignarrétti bænda til nýtingar afrétta- og eignarlanda en viðmið til sjálfbærrar nýtingar á landi.

Nóvember 2021

Fyrir hönd fjallskilanefndar Skaftártunguafréttar

Guðmundur Ingi Arnarsson, formaður

Afrita slóð á umsögn

#54 Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson - 10.11.2021

Hjálögð er umsögn frá Félagi Sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#55 Eygló Björk Ólafsdóttir - 10.11.2021

Meðfylgjandi er umsögn Verndun og ræktun, VOR - Félag framleiðenda í lífrænum búskap við drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#56 Þórarinn Leifsson - 10.11.2021

Í 7 gr. C. Lið og einnig í viðauka II er talað um að forðast m.a. sýrustigshækkun. Hækkun sýrustigs ræktunarjarðvegs í pH6-7 með því að kalka er ein stærsta jákvæða umhverfisaðgerð sem bændur geta farið í vegna bættrar nýtingar áburðar, betri lifunar flestra nytjaplantna og jafnframt aukast möguleikar á ræktun niturbindandi plantna eins og smára. Með hækkun sýrustigs allt að pH 7 er hægt að draga verulega úr áburðarþörf ræktunarjarðvegs og þar af leiðir að draga úr hættunni á útskolun áburðarefna.

Í g lið 7. Greinar er talað um að hindra þjöppun jarðvegs – það er óraunhæft markmið miðað við þá tækni sem við búum við í dag en það er vel raunhæft að draga úr áhrifum jarðvegsþjöppunar.

Í 4 grein viðauka II er talað um „Sjálfbær nýting næringarefna og meðhöndlun á leifum uppskeru”. Hjá all flestum bændum sem rækta korn er hálmurinn stór hluti af þeirri uppskeru sem verið að að sækjast eftir. Hálmurinn er fyrst og fremst nýttur sem undirburður. Sé hálmurinn nýttur sem undirburður verður til verðmætur áburður sem er verulega jarðvegsbætandi sé hann plægður niður. Það er ekki í takt við neina heilbrigða skinsemi að ætlast til að bændur hætti að nýta hálm til undirburðar. Þess utan er nokkuð stór hluti þess korns sem ræktað er hér á landi tekið það blautt af ökrunum að með öllu óraunhæft er að koma háminum í gegnum hálmsnittara þreskivélanna.

Í Viðauka II eru sett viðmiðunarmörk fyrir fjarlægðir frá vatni þegar borinn er á áburður, bæði tilbúinn og búfjáráburður. Þessar tölur virðast vera úr lausu lofti gripnar og ekki er að finna neinar vísindalegar rannsóknir hér að landi til að styðja þessi fjarlægðarmörk. Ljóst er að þessi fjarlægðarmörk draga verulega úr möguleika bænda til nýtinga á bújörðum sínum og líklega þarf að taka þúsundir hektara ræktarlands úr notkun og vinna það ræktunarland að nýjum á öðrum stöðum með tilheyrandi landbroti. Einnig eru bændum settar verulegar skorður með nýtingu búfjáráburðar sem þó er einn besti jarðvegsbætir sem til er. Í vöktunarrannsókn sem starfsmenn LbhÍ gerðu nýlega á ábornu ræktuðu landi var sýnt fram að að lítil sem engin útskolun var á köfnunarefnissamböndum og fosfórsamböndum út í framræsluskurði en þetta eru væntanlega þau efni sem mest ætti að hafa áhyggjur af. Ný og nýleg tæki til dreifingar að tilbúnum áburði eru búin svokölluðum jaðarbúnaði þar sem áburðarkornunum er kastað með all mikilli nákvæmni að jaðri spildunnar án þess að þau fari útfyrir ræktunarsvæðið. Því má ætla að þau viðmiðunarmörk sem kveðið er á um í reglugerðardrögunum séu of há nema hægt sé að sýna fram á annað með rannsóknum. Það er er erfitt að átta sig á því hvaðan 50 metra mörkin hvað búfjáráburðinn varðar eru komin. Reikna má með að á næstu árum muni bændur færa sig í átt að niðurlagningu og/eða niðurfellingu á búfjáráburði þar sem því verður við komið í stað yfirbreiðslu og nú þegar eru all margir bændur farnir að nota slíkan búnað. Niðurlagning og niðurfelling búfjáráburðar eru nákvæmrar dreifingaaðferðir sem skila búfjáráburðinum niður í svörðinn þar sem áburðarefnin eru tekin upp af plöturótum. Því er ástæðulaust að hafa áhyggjur af meiri útskolun áburðarefna úr búfjáráburði en tilbúins áburðar sé niðurlagning og/eða niðurfelling notuð.

Afrita slóð á umsögn

#57 Jóhannes Gissurarson - 10.11.2021

umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#58 Páll Eggertsson - 10.11.2021

Umsögn um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#59 Baldur Helgi Benjamínsson - 10.11.2021

Umsögn um reglugerðardrögin eru í meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#60 Sigríður Ólafsdóttir - 11.11.2021

Efni. Umsögn um mál nr. S-184/2021 Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu, kt. 550896-2309, tekur heilshugar undir gagnrýni þá er kemur fram í umsögn sveitarfélagsins Húnaþings vestra, kt.540598-2829, varðandi drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem birt voru í Samráðsgátt þann 24. september 2021.

Reglugerðardrögin, verði þau samþykkt í óbreyttri mynd, munu koma til með að íþyngja búrekstri bænda verulega og þá ekki hvað síst sauðfjárbænda þar sem í raun er verið að leggja til bann við beit á drjúgum hluta af bæði eignarlandi bænda og afréttum án þess að nein vísindaleg rök séu tiltekin, enda ljóst og ætti að vera þekkt innan ráðuneyta að almennt séð er einhver hluti beitilanda í meira en 30% halla án þess að það leiði til svokallaðrar ofbeitar og ógerlegt er að girða öll svæði í viðkomdi ákveðnum halla reglugerðar sérstaklega.

Fleiri þætti mætti gagnrýna s.s. takmarkanir á nýtingu búfjáráburðar en hér verður staðar numið að sinni og sem fyrr segir, vísað til umsagnar Húnaþings vestra.

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu leggst hér með alfarið gegn samþykkt reglugerðardraganna. Hér með er að auki gerð sú krafa að samráð verði hér eftir haft við helstu hagsmunaaðila áður en málinu verður fram haldið enda verður það að teljast afar óeðlileg stjórnsýsla að veigamikið mál á við þetta sé birt án nokkurs samtals.

Jafnframt skal bent á að auk skorts á samráði við hagsmunaaðila er sérstakt svo ekki sé meira sagt að birta viðkomandi reglugerð í lok september þegar flestir sem einhverja vitneskju hafa um sauðfjárbúskap ættu að vita að sá tími er einn annasamasti tími búskaparársins. Þar með er minni tími fyrir bændur til að finna og verjast misundarlegum lögum og reglugerðum sem birt eru eins og hér segir án fyrrnefnds samráðs.

F.h. stjórnar Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu

Sigríður Ólafsdóttir, gjaldkeri félagsins

Afrita slóð á umsögn

#61 Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf. - 11.11.2021

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa farið yfir drögin og telja ekki rétt að staðfesta reglugerðina án breytinga.

Sjá nánar í hjálögðu viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#62 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 11.11.2021

Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#63 Dalabyggð - 11.11.2021

Umsögn sveitarfélagsins Dalabyggðar er íð viðhengi.

Kristján Sturluson, sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#64 Helgi Héðinsson - 11.11.2021

Hjálögð er umsókn sveitarstjórnar Skútustaðahrepps

Skútustaðahreppur, Mývatnssveit

Hlíðavegi 6, 660 Mývatn • Sími 464 4163

skutustadahreppur@skutustadahreppur.is • www.skutustadahreppur.is

11. nóvember 2021

Efni: Umsögn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu (184/2021)

Sveitarfélagið Skútustaðahreppur

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps fagnar því að fram sé komin reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Sjálfbær landnýting er grundvöllur fæðuöryggis á Ísland og afar mikilvæg í samhengi baráttunnar gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Skútustaðahreppur styður eindregið að markaður verði skýr rammi um sjálfbæra landnýtingu. Að því sögðu er mikilvægt að hafa í huga að sjálfbær þróun grundvallast á samfélagslegum og efnahagslegum forsendum, ekki síður en umhverfislegum. Því er mikilvægt að ramma um sjálfbæra landnýtingu fylgi nauðsynlegt fjármagn til nýsköpunar, þ.a. styðja megi þróun bænda og annarra sem nýta land. Þannig verður stuðlað að langtíma hagsæld, árangri í loftslagsmálum og viðnámsþrótti samfélaga sem byggja afkomu sína á nýtingu landgæða.

Samráðsgátt stjórnvalda er góður vettvangur til að kalla eftir sjónarmiðum mismunandi hagaðila varðandi sjálfbæra landnýtingu. Þó er bent á að betur hefði mátt auglýsa fyrir fram að von væri á drögunum að reglugerðinni í samráðsgáttina.

Umsögn þessi er m.a. grundvölluð á umfjöllun umhverfisnefndar og landbúnaðar- og girðingarnefndar Skútustaðahrepps. Þá hefur umhverfisfulltrúi Skútustaðahrepps kynnt efni reglugerðarinnar fyrir ýmsum landeigendum í sveitarfélaginu og er umsögnin jafnframt grundvölluð á þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið í kjölfar þeirrar kynningar.

Efnislegar athugasemdir við drögin að reglugerðinni eru eftirfarandi:

1. Sjálfbær landnýting snertir marga hagaðila, s.s. bændur, náttúruverndarsamtök og sveitarfélög. Reglugerðin er nokkuð flókin og er mikilvægt að hagaðilar geti með auðveldum hætti áttað sig á því til hvers er ætlast. Lagt er til að orðalag reglugerðarinnar verði einfaldað eins og framast er unnt. Þá mætti bæta tilvísanir til nánari skýringa.

2. Því er fagnað að lögð séu til viðmið varðandi hönnun og uppbyggingu innviða tengt umferð fólks og ökutækja (viðauki 4) og framkvæmdum (viðauki 3). Umferð og framkvæmdir geta haft mikil áhrif á landnýtingu og mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta eins og beitar og annarra þátta.

3. Tímarammi umbóta þarf að vera raunhæfur m.t.t. stefnumótunar og skipulagsmála í sveitarfélögum. Það er sannarlega þörf á hröðum umbótum í landnotkun víða, en mikilvægt að slíkar umbætur séu fjármagnaðar með fullnægjandi hætti.

4. Mikilvægt er að skilgreina vel hvað telst “straumvatn” í reglugerðinni. Jafnvægi í steinefnabúskap jarðvegs er mikilvæg forsenda sjálfbærrar landnýtingar og þarf því að meta ávinning af dreifingu búfjáráburðar, tilbúins áburðar, seyru og annarra áburðarefna til móts við mögulega áhættu af dreifingunni í samhengi vistkerfa straumvatna. Á Íslandi þarf að horfa til aukinnar notkunar á búfjáráburði, seyru og öðrum innlendum áburðarefnum, í stað tilbúins áburðar, til að stuðla að fæðuöryggi og jafnvægi í gjaldeyrismálum, og væri vert að því verði velt upp hvort notkun slíkra áburðarefna ætti að verðlauna, t.d. með rýmri heimildum til dreifingar en í tilviki tilbúins áburðar. Fyrir bændur þarf að vera skýrt til hvers er ætlast í þessum efnum, ella er hætt við að virðing fyrir þeim viðmiðum sem sett eru fram verði takmörkuð.

5. Umræða um beitarhólf innan afréttarlands hefur átt sér stað í Skútustaðahreppi. Slík hólf kunna að hafa jákvæð áhrif á búskap (t.d. með því að auðvelda smalamennsku) en jafnframt gefa aukna möguleika á landgræðslu, endurheimt birkiskóga og kolefnisbindingu almennt, þar sem hluti þess lands sem hefur verið beittur verður friðaður fyrir beit. Til að mögulegt sé að skilgreina beitarhólf þarf að vera praktískt að girða þau af. Eins og gefur að skilja kunna hlutar slíkra beitarhólfa að falla innan þeirra marka sem skilgreind eru sem “land í ósjálfbærri nýtingu” (sbr. 2.gr viðauka 1). Ef hins vegar beit innan beitarhólfs telst sjálfkrafa ósjálfbær (t.d. sökum hæðar yfir sjó) er hætt við að vilji bænda og landeigenda til að girða slík hólf af muni verða takmarkaður og tækifæri til jákvæðra breytinga glatist (þrátt fyrir að beit muni verða afar takmörkuð á þeim svæðum sem t.d. liggja ofan við 600 m.h.y.s.). Það er mikilvægt að sveitarfélög og landeigendur hafi sveigjanleika innan þess ramma sem skilgreindur verður, til að meiri hagsmunir verði ekki látnir víkja fyrir minni hagsmunum í samhengi sjálfbærrar landnýtingar. Praktískt séð kann að vera nauðsynlegt að hafa brattar hlíðar (yfir 30° halli) eða há fjöll (yfir 700 m.y.s.) innan beitarsvæða. Beit í slíkum hólfum geti samt sem áður talist sjálfbær.

6. Ekki er ljóst hver muni bera kostnað af umsjón og eftirliti með sjálfbærri landnýtingu. Kostnaður vegna eftirlits fyrir bændur, t.d. vegna Matvælastofnunar, er ærinn fyrir. Til að takast megi að byggja upp sjálfbæra fæðuframleiðslu á Íslandi, er mikilvægt að starfs-, rekstrar- og fjárfestingaskilyrði bænda verði bætt. Þannig er stuðlað að nýliðun meðal fæðuframleiðenda (bænda). Liður í slíku er að gefa skýrt út að innleiðing reglugerðarinnar muni ekki auka eftirlitskostnað bænda. Annar liður í slíku er að nýta gögn og samstarfsverkefni sem bændur hafa sjálfir safnað og tekið þátt í til að auka sjálfbærni landnotkunar. Þar má t.d. nefna Grólindarverkefnið og gögn sem sauðfjárbændur skrá í Fjárvís gagnautanumhaldskerfið varðandi fallþunga dilka. Sé lömbum slátrað um leið og þau koma af fjalli, gefur fallþungi þeirra t.d. ágætis vísbendingu um ástand gróðurs á beitarlandi.

7. Gert er ráð fyrir að meta árangur á 2-3 ára fresti. Ef nýjar aðferðir og tækni verða nýtt til þess, s.s. gervihnattamyndir og sjálfvirk úrvinnsla þeirra, kann þetta að vera raunhæft. Liggi ekki fyrir skýr áætlun um slík vinnubrögð, er lagt til að árangur verði metinn sjaldnar. Betra er að geta staðið við þær áætlanir sem gerðar eru, en að áætla of bratt og geta ekki staðið undir þeim væntingum sem áætlanirnar skapa.

8. Mikilvægt er að reglugerðin stangist ekki á við önnur lög og reglugerðir sem fjalla um málaflokk landnýtingar. Bent er á mikilvægi þess að kannað verði hvort svo sé, t.d. með samráði við starfsmenn Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem fjalla um landbúnaðarmál og með samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Virðingarfyllst f.h. sveitarstjórnar Skútustaðahrepps,

________________________________ ________________________________

Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Helgi Héðinsson, oddviti

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#65 Reykjavíkurborg - 11.11.2021

Hér er umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur um drög að reglugerð um sjálfbæra landsnýtingu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#66 Árni Finnsson - 11.11.2021

Sjá umsögn Náttúruverndarsamtaka Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#67 Dalvíkurbyggð - 11.11.2021

Eftirfarandi umsögn um mál nr. 184/2021 - Drög að reglugerð um sjálbæra landnýtingu, var samþykkt samhljóða á 142. fundi Landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 11. nóvember 2021:

Landbúnaðaráð Dalvíkurbyggðar mótmælir harðlega nýlega kynntum drögum að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Ráðið tekur undir og styður mjög góðar og skýrar athugasemdir Búnaðarsambands Eyjafjarðar og Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð dags. 8/11 2021.

Fyrir hönd Landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar,

Helga Íris Ingólfsdóttir

Skipulags- og tæknifulltrúi

Afrita slóð á umsögn

#68 Vegagerðin - 11.11.2021

Umsögn Vegagerðarinnar er hér í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#69 Umhverfisstofnun - 11.11.2021

Meðfylgjandi er umsögn Umhverfisstofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#70 Húnavatnshreppur - 11.11.2021

Sjá meðfylgjandi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#71 Ágúst Sigurðsson - 11.11.2021

Umsögn frá sveitarstjórn Rangárþings ytra um drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu.

Í samráðsgátt stjórnvalda eru nú komin til umsagnar drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Reglugerðin er hugsuð sem frekari útfærsla á lögum um Landgræðslu nr. 155/2018. Hér fylgja athugasemdir og ábendingar við drög þessi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra.

Eins og þekkt er þá eru reglugerðir settar af stjórnvöldum, það er ráðuneytum, nefndum, ráðum eða stofnunum til að kveða nánar á um ýmis tæknileg útfærsluatriði sem óþarft er að setja í lög og hagkvæmt þykir að stjórnvöld með sérþekkingu sjái um að útfæra. Reglur verða að eiga sér stoð í lögum, sem sett eru af Alþingi, og mega ekki ganga lengra en sem því nemur. Heimildir til að setja reglur eru nokkuð þröngar enda er umboð embættismanna innan stjórnkerfisins ekki fengið frá almenningi. Tilgangur með reglugerð er ávallt að útfæra nánar og skýra hvernig unnið er eftir viðkomandi lögum og því skiptir afar miklu máli að reglugerðir séu glöggar og markvissar og að það sé algjörlega ljóst hvernig starfa ber eftir þeim.

Reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu er mikilvægt plagg til að útskýra hvernig vinna ber á grunni Landgræðslulaganna hvað þennan þátt varðar. Almennt séð teljum við reglur þær sem þarna eru settar fram óþarflega flóknar og ómarkvissar að starfa eftir. Ekki er alltaf ljóst hvað eru ábendingar, tilmæli, ráðleggingar eða ófrávíkjanlegar reglur og hver ber kostnað af eftirliti með þeim. Reglugerðina þarf því að einfalda og skerpa verulega til þess að hún komi að tilhlýðilegu gagni.

Sumt í drögunum er líklega yfirfært beint úr sambærilegum textum hjá öðrum þjóðum en gæta þarf að því að landnýting hér hefur nokkra sérstöðu a.m.k. miðað við flest nágrannalöndin og hætt er við að framkvæmd reglna þeirra sem hér eru settar fram gæti orðið verulega snúin og áreiðanlega mjög kostnaðarsöm. Áhrif reglnanna á þann landbúnað sem nú er stundaður á Íslandi yrðu að öllum líkindum mjög mikil og því er nauðsynlegt að sjá með skýrum hætti hvert þetta mun leiða – áður en reglugerðinni, í þessari mynd, er hleypt af stokkunum. Áhrif reglnanna á íslenskan landbúnað, fjölda þeirra sem við hann starfa og byggðajafnvægi á Íslandi þarf nauðsynlega að meta áður en lengra er haldið.

Gjarnan er gerð sú sjálfsagða krafa til nýrra laga og reglugerða að kostnaður við innleiðingu þeirra sé metinn. Það þyrfti auðvitað að liggja fyrir í þessu tilfelli en einnig þyrfti að skapa betri skilning á þeim breytingum sem yrðu í atvinnuháttum til sveita ef reglugerðin er samþykkt á fyrirliggjandi formi. Áður en lengra er haldið er því nauðsynlegt að tekin verði út nokkur raunveruleg dæmi um beitilönd hérlendis þar sem reglunum er beitt. Aðeins þannig er hægt að nálgast málið með opin augun og öðlast skilning á því hverjar hinar raunverulegu afleiðingar eru og hvaða breytingar eru þá í farvatninu á búskaparháttum hérlendis.

Sveitarstjórn Rangárþing ytra leggur áherslu á að ná þarf betri skilningi og sátt um málið í heild sinni eigi það fram að ganga með farsælum hætti. Við leggjum því til að reglugerðin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar og áhrif hennar greind betur áður en lengra er haldið. Jafnframt leggjum við til að leitað verði markvissar til bænda og búvísindafólks við reglugerðasmíðina - betur sjá augu en auga. Jafnframt tekur sveitarstjórn Rangárþings ytra undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hellu, 11.11.2021

Sveitarstjórn Rangárþings ytra

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#72 Margrét Melstað - 11.11.2021

Umsögn um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Við erum sauðfjárbændur í Fagrabæ í Grýtubakkahreppi og höfum kynnt okkur það sem fram kemur í reglugerðinni og þykir ljóst að hún mun hafa mjög íþyngjandi áhrif á okkar búrekstur og nýtingu á okkar eigin landi. Hér hefur verið rekið sauðfjárbú til fjölda margra ára og ekki hefur það komið niður á landinu okkar í heild sinni hingað til. Landið er nýtt eins vel og hægt er enn stór hluti af því er í meira en 20° halla og mikið af því er vel gróið land. Sama má segja um þá afrétti sem við rekum okkar fé á, mikið af vel grónu landi.

Það er margt óljóst í þessum drögum og skín í gegn að samráðs hefur ekki verið gætt við alla aðila sem hafa hagsmuna að gæta.

Sjálfbær nýting beitarlands, sjálfbær jarðrækt, alltof margir þættir sem vekja upp spurningar um hvernig það á að vera hægt að framfylgja þessum reglum. Í viðaukanum koma fram fjölmörg atriði sem setja verulegar skorður varðandi m.a. jarðvinnslu og dreifingartíma búfjáráburðar. Svo virðist sem þessar reglur hafi verið skrifaðar án þess að byggja á íslenskum aðstæðum. Við leggjum til að kaflinn um beitarnýtingu og akuryrkju verði endurskoðaðir í heild sinni.

Það er mikilvægt að við gögnum vel um landið okkar og sjálfbær nýting lands er að sjálfsögðu það sem við vinnum með alla daga. Þess vegna er mikilvægt að við höfum skýrar og markvissar reglur um sjálfbæra nýtingu, enn reglurnar þurfa að vera raunhæfar og þannig að hægt sé að vinna eftir þeim og við bændur getum haldið áfram okkar góða starfi um land allt. Við treystum því að sest verði niður og þessi drög unninn upp á nýtt með aðkomu allra þeirra sem hagsmuna hafa að gæta.

Guðmundur Björnsson og Margrét Melstað.

Afrita slóð á umsögn

#73 Anna Guðrún Þórhallsdóttir - 11.11.2021

Athugasemdir við

DRÖG AÐ REGLUGERÐ

um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu

Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Cand,agr., MSc., PhD

Prófessor í landnýtingu – sérsvið beitarvistfræði

annagudrun@holar.is

Við lestur reglugerðarinnar læðist að manni sá grunur að reglugerðin hljóti að hafa verið samin af aðilum sem ekki þekkja til íslenskra aðstæðna og stuðst hafi verið við – og meira og minna verið þýtt beint úr erlendu skjali. Notkun og þýðing á orðinu Akuryrkja er í engu samræmi við íslensku skilgreininguna á akuryrkju sem er „sú grein landbúnaðar sem fæst við að búa til akra og rækta korn“. Í reglugerðinni er Akuryrkja skilgreind sem: Land sem er nýtt til framleiðslu nytjajurta með íhlutun, svo sem sléttun, framræslu, áburðargjöf, jarðvinnslu, gróðursetningu, sáningu eða öðrum ræktunaraðgerðum. Nýting lands í alla árlega/einæra og fjölæra ræktun. Land þar sem ræktað er: matjurtir svo sem ýmsar korntegundir, baunir, rótarávextir, grænmeti; plöntur sem nýttar eru til iðnaðar, ávextir, blóm og fóðurjurtir, fræ og ungplöntur. Sú skilgreining sem virðist bætt við að átt sé einnig við „fjölæra ræktun, .. baunir .. ávextir..“ segir manni að þeir sem skrifuðu þessa reglugerð skildu ekki hvað reglugerðin átti að fjalla um. Akur er land þar sem ræktaðar eru, að jafnaði, einærar jurtir, að langmestu leiti korntegundir sem eru einærar - og akur er að jafnaði „ber“ (jarðvegur óvarinn – án gróðurs) hluta árs. Land sem er nýtt til framleiðslu nytjajurta með íhlutun, svo sem sléttun, framræslu, áburðargjöf, jarðvinnslu, gróðursetningu, sáningu eða öðrum ræktunaraðgerðum með fjölærum tegundum gengur undir heitinu tún. Ekki er reynt að skilgreina það sem þarna getur komið á milli – sem er áburðargjöf, gróðursetning og sáning í á óræktuðu landi undir formerkjum landgræðslu, en samkvæmt skilgreiningu reglugerðarinnar er það akuryrkja og ætti því að flokkst sem slík og fá umfjöllun undir „akuryrkju“.

Þekkingaleysið og hin slæmu vinnubrögð við samningu reglugerðarinnar endurspeglast einnig í skilgreiningunni sem gefin er á orðinu „landnýting“ þar sem segir: Landnýting: Hverskonar nýting lands í þágu mannsins m.a. til beitar, akuryrkju, skógræktar, umferðar fólks og ökutækja og framkvæmda. Samkvæmt þessu ætti reglugerð sem ber það almenna heiti „um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtinguLandnýtingar“ að taka einnig til annarra þátta sem samkvæmt skilgreininunni eru landnýting, og í dag mun mikilvægari, umfangsmeiri og áhrifarmeiri en beit og „akuryrkja“, þe. skógrækt og umferð fólks og ökutækja sem og allar framkvæmdir. Við skoðun kemur hins vegar í ljós að aðeins lítillega er minnst á umferð fólks og ökutækja sem og framkvæmdir, en reglugerðin fjallar nær eingöngu um beit og akuryrkju. Athyglisvert er að skógrækt er alfarið sleppt.

Í 2. gr. er minnst sérstaklega á loftslagsmál en þar segir:.. „að leggja mat á ástand og stöðu gróður- og jarðvegsauðlindarinnar hverju sinni, m.a. í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og vera í samræmi við ákvæði um losunarbókhald Íslands sbr. lög nr. 70/2012 um loftslagsmál.“ Verður það að teljast til furðu og að vera alvarlegur vankanti á reglugerð um landnýtingu að ekki sé einnig fjallað um skógrækt þar sem heiti reglugerðarinnar er „..leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu“ þar sem skógur og skógrækt hefur verið skilgreind af ráðuneyti Umhverfismála og Umhverfisráðherra sem lykillinn að sjálfbærri landnýtingu og lausnin til að mæta alþjóðlegum skuldbindingu Íslands í loftslagsmálum. Þetta innra ósamkvæmi í reglugerðinni vekur furðu.

Við lestur 3. gr. – Orðskýringar vakna enn frekari efasemdir um vinnubrögð við vinnslu og skrif reglugerðarinnar. Við skilgreiningu á Beitarlandi er sagt að þar sé verið að tala um „graslendi“ og er í því sambandi vitnað í mjög gamlar og algjörlega úreltar skýrslur (IPCC 2003 og 2006) – hartnær 20 ára gamlar. Í beitarhlutanum eru þetta einu heimildirnar sem vitnað er í og vekur það upp enn aðrar spurningar um heimildaröflunina við vinnslu reglugerðarinnar. Reglugerðinni er ætlað að ekki aðeins að vinna með mun nákvæmari flokkun lands (NI – vistgerðir), heldur einnig er skilgreint mun nákvæmari eining – kallað visteining- sem ekki á sér stoð í neinum skjölum, heimildum eða rannsóknum að séð verður, án allra heimilda. Þarna er aftur innar misræmi í reglugerðinni – skali við flokkun lands – þar sem á einum stað er notast við skilgreiningu sem flokkar meira og minna allt „opið“ land saman (sem graslendi) og sog á öðrum er talað um að flokka land í minni einingar en vistgerðir; þe. visteiningar

Skilgreiningin á Landhnignun er góð og gild – þar sem nefnt er minnkandi frumframleiðni lands og minnkandi liffræðilegs fjölbreytileika. Hins vegar skín síðan í gegnum alla reglugerðina algjört skilningarleysi á eðli og áhrifum beitar á gróður og vistkerfi og algjört þekkingarleysi á rannsóknum síðustu 30-40 ára þar sem gert er ráð fyrir að beit leiði til minni frumframleiðni og líffræðilegs fjölbreytileika. Hugmyndafræðin sem lögð er að grunni reglugerðarinnar er um það bil hálfrar aldar gömul og hefur löngu verið kastað fyrir róða. Endurteknar rannsóknir síðari ára sýna þvert á móti að að friðun lands fyrir beit leiði til minni framleiðni og minni fjölbreytni – og að létt til miðlungsmikil beit leiði til meiri framleiðni og tegundaauðgi, bæði plantna og dýra. Í viðaukum reglugerðarinnar um beitarnýtingu er ekki vitnað í eina einustu heimild, þó að staðhæft sé að mat á ástandi lands og sjálfbærni beitar skuli byggð á „viðurkenndum vísindalegum grunni“. Ekki er hægt að átta sig á því hvaða „vísindalegi grunnur“ það er sem þarna er vitnað í þar sem engin er heimildin. Bara þessi fullyrðing og krafa um „vísindalegan grunn“ í reglugerð sem ekki er með eina einustu tilvitnun í vísindalegar niðurstöður er nægjanlegt til að reglugerðinni sé alfarið hafnað og að hún ætti að vera dregin til baka. Mikilvægt er að sá vísindalegi grunnur sé einmitt viðurkenndur af fagaðilum – en sú viðurkenning er almennt fengin með birtingu í viðurkenndum, ritrýndum tímaritum. Þúsundir ritrýndra greina um áhrif beitar á gróður, framleiðni, vistkerfi ofan jarðar og neðan o.fl. er að finna á hinum alþjóðlega viðurkennda vef ISI. Engin rannsókn á skaðlegum áhrifum beitar á vistkerfi Íslands er þar að finna (frá síðustu 30 árum). Það er ekki hægt að byggja reglugerð sem þetta á óritrýndum skýrslum sem ekki byggja á beinum rannsóknum á beit.

Nokkrar íslenskar heimildir er hægt að vitna í. Í grein Bryndísar Marteinsdóttur, núverandi verkefnastjóra GróLindar, Isabel C Barrio og Ingibjargar S Jónsdóttur „Assessing the Ecological Impacts of Extensive Sheep Grazing in Iceland „ frá 2017 kemur fram sú niðurstaða að: A better understanding of the ecological impacts of sheep grazing is required to inform sustainable grazing practices adapted to the local conditions of this region. Engar nýjar niðurstöður hafa verið birtar frá 2017 sem hafa auka þekkingu á áhrifum sauðfjárbeitar sem hægt er að nota sem grundvöll reglugerðar sem þeirra sem hér um ræðir. Sú fullyrðing að betri þekking sé nauðsynleg til að hægt sé að meta áhrif sauðfjárbeitar á vistkerfi Íslands stendur því enn og því vekur það furðu að reglugerð eins og sú sem er hér til umfjöllunar skuli vera lögð fram.

Frá 2017 hafa hins vegar verið birtar niðurstöður tveggja rannsókna sem skoðuðu áhrif beitar á uppgræðslur á afréttum á miðhálendinu – báðar á þessu ári. Báðar þessar rannsóknir komast að sömu niðurstöðu – að beit hafi ekki neikvæð áhrif á uppgræðslur. Mulloy o.fl. 2021 fundu engan mun á friðuðu og beittu vel grónu og lítt grónu landi „grazing exclusion alone had no effect in either habitat“ . Í nýbirtri rannsókn Sigríðar Jónsdóttur (2021) „Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands“ kemur fram að beitin hafi, ef eitthvað, fremur jákvæð áhrif á uppgræðslur á afréttum. Þá má einnig benda á rannsóknir Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur og Jóns Guðmundssonar á magni kolefnis í jarðvegi á Íslandi (yfirstandandi – óbirt gögn) sem hafa sýnt að beitiland sem hefur verið friðað um tíma er með minna kolefni í jarðvegi en beitt land. Er sú niðurstaða reyndar í samræmi við fjölmargar erlendar rannsóknaniðurstöður. Þá hafa margendurteknar erlendar rannsóknir á beit sýnt að beit er ekki aðeins nauðsynleg til að viðhalda graslendi, heldur einnig að þétta svörðinn og auka uppskeru með aukinni sportamyndun grasanna og umfangi róta – sjá meðfylgjandi Mynd 1.

Mynd 1. Grös með rótarkerfi tekin á Hólum sumarið 2021. Grös á mynd til vinstri tekin í hrossahólfi en grös til hægri eru tekin í friðaðri skógræktargirðingu þar sem birta nær niður í svörðinn. Tegundir grasa eru Poa pratensis og Festuca rubra.

Í VIÐAUKA I er gerð grein fyrir mat á ástandi lands og sjálfbærni beitar. Þar virðist gert ráð fyrir því að með friðun aukist hlutfall æðplantna. Hvaða rannsóknir eru lagðar til grunna þessari ályktun? Fjöldi rannsókna á beit á norðurslóðum sýnir, þvert á móti, að með friðun fyrir beit minnkar hlutfall æðplantna í sverði – en mosi tekur yfir (rannsóknir á hreindýraslóðum í Skandinavíu). Þetta er alþekkt í túnum sem ekki eru slegin (beit og sláttur hafa svipuð áhrif) að hlutdeild mosa í sverði eykst með tímanum. Þekking á eðli æðplantna, og sérstaklega grasa skýrir þetta, þar sem klipping og beit hvetur til sprotamyndunar og þéttingar plöntunnar (sjá td. Mynd 1). Þá þola mosi og fléttur illa traðk og láta undan við beit sem eykur hlutdeild grasa og annarra æðplantna í sverðinum á kostnað mosa og fléttna.

Þessa þekkingu á plöntuífeðlisfræði er líka mikilvægt að hafa í huga þegar metið er hvaða land eigi ekki að teljast til beitarsvæða – þe svæði með >30° halla. Það land skuli friða fyrir beit. Hvað þýðir það með tilliti til stöðuleika vistkerfa í halla? Við friðun eykst hlutdeild mosa í sverðinum. Þar sem mosi hefur ekki eiginlegar rætur, en liggur ofan á jarðveginum og safnar þar í sig vatni er mun meiri hætta á jarðsigi úr friðuðu landi en beittu þar ekki aðeins hlutdeild grasanna er meiri en einnig rótarmassinn þéttari (Mynd 1). Það er vert að benda á að þær jaðrvegsskriður sem féllu td. í Kinn og Útkinn í októberbyrjun síðastliðnum féllu úr friðuðu eða nær friðuðu landi. Sama gildir um skriður sem féllu í Seyðisfirði – þær komu úr friðuðu landi með lúpínu (sjá Mynd 3).

Mynd 2. Skriður í Útkinn sem falla úr friðuðu landi – skógrækt/lúpína

Mynd 3 Skriða sem féll á Seyðisfjörð 2020 – úr friðaðri lúpínubreiðu ofan við bæinn.

Miklar rannsóknir eru fyrirliggjandi um aðferðir til að styrkja svörð í halla, rannsóknir sem oft eru gerðar vegna ýmissa framkvæmda sem skilja eftir mjög hallandi land (sjá td. lista yfir heimildir aftast). Þegar þessar rannsóknir eru skoðaðar er ljóst að þær plöntur sem verið er að nota til að styrkja svörð í halla eru grastegundir. Gras, eins og kemur fram að ofan, styrkjast við beit. Í Hollandi eru td. varnargarðar þaktir með grasi og þeir eru beittir til að styrka enn fremur svörðinn og varnargarðana. Sú hugmynd sem kemur fram í reglugerðinni – að það eigi að friða land í halla (>20-30°) sýnir algjört skilnings- og þekkingaleysi á eðli og vistfræði jarðvegs, gróðurs og beitardýra.

Í reglugerðinni er tekið upp nýtt hugtak – Visteining skilgreint sem: Samfellt einsleitt landsvæði sem hefur ákveðna eiginleika þannig að það sker sig úr öðrum visteiningum hvað varðar landform og í svörun sinni við landnýtingu. Visteining getur samsvarað eða verið hluti af svæði sem telst til ákveðinnar vistgerðar. Visteiningar skulu kortlagðar í mælikvarðanum 1:12.000 – 1:100.000. Hér aftur virðist sem höfundar reglugerðar hafi hvorki ferðast um náttúru Íslands hvað þá að þeir hafi nokkra þekkingu á því sem þeir eru að setja á blað. Íslensk vistkerfi eru mósaík – sem og vistgerðir. Einsleitt landsvæði sem hægt væri að kortleggja í 1:100.000 er væntanlega ekki til – nema helst ef að kortleggja ætti jökla landsins. Hvar eru fyrirliggjandi rannsóknaupplýsingar um „svörum tiltekinna visteininga – eða einsleits lands sem sker sig úr – við landnýtingu?? Hvaða landnýtingu er átt við? Vistgeta er sögð ráðast af loftslagi, jarðvegi og landslagi. Hér virðist stuðst við löngu úreltar vistfræðihugmyndir kenndar við Clements sem voru gerðar afskrifaðar á síðustu öld. Hvað með uppgræðslur (áburðargjöf) og trjáplantekrur eða skógrækt? Hér vantar verulega á að unnið sé með „viðurkenndan vísindalegan grunn“ sem þó er sagt að matið beri að vera byggt á. Það verður að gera þá lágmarkskröfu að unnið sé með viðurkenndar vísindalegar aðferðir en ekki heimatilbúnar, óljósar og óskilgreindar hugmyndir sem hvergi er hægt að finna neina stoð fyrir en byggja á huglægu, óskilgreindu mati.

Fram kemur í reglugerðinni að ætlunin er að kortleggja svokallaðar „visteiningar“ í skalanum 1:12.000 - 1:100.000 og að Landgræðslan komi til með að sjá um þjálfun og réttindi úttektaraðila. Hér virðist ætlunin vera að búa til kerfi með kostnaði sem áætla má að hlaupi á tugum, ef ekki hundruðum milljóna árlega. Ekki aðeins þarf að mennta og þjálfa úttektaraðila, heldur einnig að standa undir mjög umfangsmikilli kortlagningu um allt land. Hér virðist Landgræðsla ríkisins eiga að sitja öllu megin borðsins - . Ekki aðeins virðist Landgræðslan hafa unnið, að meira eða minna leiti, þá reglugerð sem fyrir liggur heldur á Landgræðslan einnig að sjá um bæði framkvæmd og úttekt á öllu verkefninu. Samkvæmt stjórnsýslulögum getur ekki sami aðili komi að máli á öllum stigum – og alls ekki vera úttektaraðili á sjálfum sér. Landgræðslan er framkvæmdastofnun og það er sett verulegt spurningarmerki við það hlutverk að „þjálfa“ og „viðurkenna“ úttektaraðila á þeim verkefnum sem Landgræðslan stjórnar. Að ráðuneyti Umhverfismála leggi slíka stjórnsýslu til, með vitund og vilja Umhverfisráðherra, er til skammar fyrir báða aðila. Almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðuneyti og ráðamenn virði og haldi stjórnsýslulög. Reglugerð sú sem hér er til umfjöllunar er til skammar ráðuneyti og ráðherra vegna þeirrar þekkingaleysis og slæglegra vinnubragða sem hún endurspeglar og virðist helst til þess gerð að færa ótakmarkað vald og fjármagn á borð Landgræðslunnar, með broti á stjórnsýslulögum.

Þess er krafist að DRÖG AÐ REGLUGERÐ um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu sé dregin til baka í heild sinni.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#74 Zophonías Ingi Jónmundsson - 11.11.2021

Reglugerð þessari vill ég HAFNA eins og hún er og hún verði unnin upp á nýtt og þá með hasmunaaðilum og einnig að reglugerðin verði kosnaðarmetin og hverjum er ætlað að bera kosnaðinn.

Einnig stið ég umsagnir Búnaðarsambands Eyjafjarðar , Ólafs Dýrnundssonar og fleir sveitafélaga.

Afrita slóð á umsögn

#75 Anna Guðrún Þórhallsdóttir - 11.11.2021

Nokkrar heimildir með innsendri umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#76 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda - 11.11.2021

Frá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda

Umsögn um drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu

Sjálfbær nýting lands til beitar og ræktunar er grundvöllur þess að tryggja blómlegan landbúnað og fæðuöryggi til framtíðar. Tryggja þarf að notkun lands á hverjum tíma gangi ekki á gæði þess til framtíðar og rýri nýtingarmöguleika komandi kynslóða. Um þetta eru engir betur meðvitaðir en bændur sem nýta landið og yrkja og hafa af því lifibrauð. Bændur hafa sett sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum og hafa Bændasamtök Íslands samþykkt Umhverfisstefnu sem m.a. fjallar um sjálfbæra nýtingu lands í víðu samhengi.

Í ágætum og almennum lögum um landgræðslu nr. 155/2018 er í 11. grein tiltekið að ráðherra skuli setja reglugerð til að …

“tryggja sjálfbæra landnýtingu með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju. Landgræðslan gerir tillögur að slíkum leiðbeiningum og viðmiðum að höfðu samráði við hlutaðeigandi stofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila”

Þau ósköp sem fram koma í reglugerðardrögunum eru í litlu samræmi við það sem fram kemur í lögunum þar sem talað eru um “leiðbeiningar og viðmið” sem ætluð eru þeim sem nýta land m.a. til landbúnaðar.

Almennt má segja að fyrri hluti reglugerðarinnar sé í samræmi við anda fyrirmælanna en þegar kemur að viðaukum þar sem nánari útfærsla “viðmiðanna” á sér stað er því miður farið algjörlega offari. Það er dapurlegt að þetta skuli vera niðurstaða Landgræðslunnar í jafn mikilvægu máli, plagg sem er í engu samræmi og takti við þær aðstæður sem ríkja til landbúnaðar á Íslandi. Eftirfarandi eru nokkur atriði sem Stjórn BHS vill benda á:

Flókið og kostnaðarsamt

Hugmyndafræðin um flokkun og skilgreiningu beitilanda og sjálfbærni nýtingar þeirra er gríðarlega flókin og umfangsmikil. Engin knýjandi þörf er á þessu kerfi þar sem almennt er viðurkennt að beitilönd eru í mikilli framför vegna hagstæðra veðurskilyrða og ört minnkandi beitarálags. Mun skynsamlegra er að gefa út almenn viðmið og leiðbeiningar um sjálfbæra landnýtingu eins og Landgræðslulögin raunar gefa fyrirmæli um. Engin greining hefur farið fram á kostnaði við verkefnið, þörf fyrir mannafla og hvernig á að fjármagna það. Þá hefur engin greining farið fram á áhrifum þeirra takmarkana sem kynntar eru á íslenskan landbúnað.

Skilgreina þarf sjálfbæra landnýtingu

Grundvallaratriði þess að hægt sé að setja fram vitræn viðmið og leiðbeiningar um sjálfbæra landnýtingu er að allir hlutaðeigandi aðilar skilji hugtakið á sama hátt. Í lögum nr. 155/2018 um sjálfbæra landnýtingu er nýting talin sjálfbær ef hún er “þannig að ekki sé gengið á auðlindir þess og þær endurheimtar eins og unnt er, og jafnframt að viðgangur og virkni vistkerfa haldist”. Í reglugerðardrögunum kemur fram að nýting geti eingöngu talist sjálfbær ef landið er “ekki í hnignuðu ástandi m.v. vistgetu”. Þarna er um að ræða grundvallar mun á skilgreiningu. Eftir 1000 ára byggð í landinu með tilheyrandi landnýtingu á kulda- og hörmungartímum er mikill hluti landsins í hnignuðu ástandi miðað við “vistgetu” þess. Það þýðir ekki að það land sé ekki hægt að nýta á sjálfbæran hátt þ.e. að ekki sé gengið frekar á auðlindir lands og þær endurheimtar eins og unnt er. Þá er vistgeta lands mjög “dynamisk” og erfitt að skilgreina hana því hún er háð fjölmörgum þáttum s.s. veðurfari. Þannig er vistgeta sama lands á mismunandi tímabilum ólík. Að skilgreina alla nýtingu lands sem ekki er í hástigi sinnar vistgetu sem ósjálfbæra er í hrópandi ósamræmi við raunveruleikann þar sem flest beitilönd eru hóflega nýtt og eru í gróðurfarslegri framför.

Styrkja þarf vísindalegan grunn reglugerðarinnar

Í reglugerðinni eru víða settar fram viðmiðanir sem byggja á mjög hæpnum vísindalegum grunni. Það verður að gera þá kröfu til fagstofnanna sem koma að því að semja regluverk sem takmarkar möguleika til nýtingar landbúnaðarlands, að viðmiðanir séu byggðar á rannsóknum og mælingum við íslenskar aðstæður. Eftirfarandi eru nokkur dæmi:

Samkvæmt viðauka II getur land í >30% halla aldrei talist til sjálfbærra beitilanda. Þetta er óháð gróðurfari þess og beitarálagi. Af hverju er viðmiðið 30% -á hvaða rannsóknum er það byggt?

Í þeim hluta sem fjallar um sjálfbæra landnýtingu og akuryrkju stendur eru nokkrar illa rökstuddar takmarkanir

“Ekki skal dreifa áburði né lífrænum úrgangi eftir síðustu uppskeru eða frá 1. nóvember fram til 15. mars ár hvert” Í tilfelli túnræktar er fráleitt að ekki megi bera á búfjáráburð eftir síðasta slátt sem oft er í lok ágúst eða byrjun september. Haustábreiðsla búfjáráburðar þegar rótarkerfi plantna er virkt skilar mjög góðri nýtingu áburðarefna skv. íslenskum rannsóknum.

“Dreifing búfjáráburðar er óleyfileg á öllu landi sem er innan við 50 m fjarlægð frá vatni” Þessar takmarkanir eru í engu samræmi við íslenskan raunveruleika þar sem mengun af völdum áburðarefna í vatnakerfum er ekki vandamál samkvæmt mælingum.

Samráð við aðila málsins

Í 11. grein Landgræðslulaga kemur fram að “Landgræðslan gerir tillögur að slíkum leiðbeiningum og viðmiðum að höfðu samráði við hlutaðeigandi stofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila”. Slíkt samráð hlýtur að þurfa að eiga sér stað á öllum stigum vinnunnar einkum á fyrstu stigum þegar lagt er upp með aðferðafræðina. Drögin eru gildishlaðin og andinn í þeim þannig að það hljóti að vera markmið bænda sem beita búfénaði að stunda e.k. rányrkju á landinu. Það er í algjöru ósamræmi við raunveruleikann þar sem afkoma bænda til styttri og lengri tíma byggir á því að stunda sjálfbæra landnýtingu. Kaflinn um akuryrkjuna er augljóslega þýðing á erlendum textum og á f.o.f. við um aðstæður þar sem síræktun á einærum plöntum á sér stað. Ekki er hægt að skilja drögin öðruvísi en að túnræktin falli undir þennan hluta en hún lýtur að mörgu leyti öðrum lögmálum en ræktun einærra jurta. Þarna hefði verið gagnlegt að hafa samráð stofnanir á borð við RML og LBHÍ.

Niðurstaða stjórnar BHS

Stjórn BHS leggst gegn því að reglugerðin verði samþykkt í óbreyttri mynd. Vinna þarf reglugerðina frá grunni með víðtæku samráði við fag- og hagsmunaaðila með ofangreindar athugasemdir í huga.

Ingvar Björnsson, Hólabaki

Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, Urriðaá

Viðar Guðmundsson, Miðhúsum

Afrita slóð á umsögn

#77 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda - 11.11.2021

Set umsögn aftur hér í viðhengi. Var áður búin að senda umsögn með copy/paste úr word-skjali en sá við nánari skoðun að hún kom án allra greinaskila. Endursendi því hér með umsögn BHS.

Fyrir hönd Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda

Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#78 Samtök ungra bænda - 11.11.2021

Hjálögð er umsögn Samtaka ungra bænda um mál nr. 184/2021, drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu dagsett 10. nóvember 2021.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#79 Jóhann Frímann Þórhallsson - 11.11.2021

Frá sveitarstjórn Fljótsdalshrepp.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#80 Ungir umhverfissinnar - 11.11.2021

Sjá umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#81 Þórir Níelsson - 11.11.2021

Vil gera athugasemdir við kaflan þar sem kveðið er á um dreifingu búfjáráburðar og tilbúins áburðar. Þar er ekkert tillit tekið til gríðarlegra tækniframfara í tækjabúnaði við dreifingu áburðarins. Fyrir mig sem bý með kúabú við Eyjafjarðará þá er mér bannað að bera kúamykju á um amk 12 hektara af 60. Það er stórt hlutfall og er ekki til þess fallið að nýta þann áburð sem til fellur á búinu. Finnst þetta vinna á móti sjálfbærni í landbúnaði. Drögin í heild eru stórgölluð og afar illa unnin enda algjörlega skrifuð án nokkurs samráðs við þá sem mest verða fyrir áhrifum þeirra.

Afrita slóð á umsögn

#82 Baldur Dýrfjörð - 11.11.2021

Hjálög er umsögn Samorku.

Virðingarfyllst,

f.h Samorku

Baldur Dýrfjörð lögfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#83 Björn Ólafsson - 11.11.2021

Umsögn um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Fjallskilanefnd framhluta Skagafjarðar tekur heilshugar undir þá gagnrýni sem kom fram í umsögn sveitarfélagsins Skagafjarðar, varðandi drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu, sem birt var í Samráðsgátt þann 24. september 2021.

Bændur eru bestu vörslumenn landsins.

Þeir eru nú þegar í miklu samstarfi við Landgræðsluna og gróandi er ríkjandi í afréttinni okkar. Mikil uppgræðsla hefur nú þegar átt sér stað og heldur sú vinna áfram. Álagið á afréttinni er í lágmarki og tekur reglugerðin ekki tillit til raunverleikans, hún viðurkennir ekki það mikla uppgræðslustarf sem bændur vinna og hafa verið að vinna í áranna rás og í raun eimir af þessari reglugerð sú staðreynd að hún hafi verið skrifuð af fólki sem hefur lítil kynni af landbúnaði.

Við getum tekið Eyvindarstaðaheiði sem dæmi, en sumarið 2021 fóru um það bil 2.100 fullorðnar ær á afréttina sem er um 42.500 ha. Þar er því afar lítið beitarálag. Ár hvert er afréttin tekinn út af starfsmanni Landgræðslunnar og gefur hann út hvenær bændur mega fara þangað með fé. Stundum er fjöldinn takmarkaður til að byrja með áður en afrétt er opnuð til fulls.

Bændur, Landsvirkjun og Landgræðslan hafa staðið saman að glæsilegri uppgræðslu á afréttinni. Þann 26. febrúar síðastliðin kom út skýrslan „Eyvindarstaðaheiði – Úttekt á gróðurfari og jarðvegsrofi“ http://gogn.lv.is/files/2021/2021-019.pdf . Niðurstöður úttektarinnar sýna að uppgræðsluaðgerðir ná til um 2.200 ha og að uppgræðslu er lokið á tæplega 1.150 ha. Inni á síðu Landgræðslunnar, www.land.is, má finna þeirra mat á uppgræðslunni, en þar segir: Eftir því sem uppgræðslusvæðin eflast virðist fé jafnast um heiðina og svæði misjafnlega vel gróin staðargróðri hafa tekið við sér. Einkum virðast víðitegundir breiðast út og nema land í vaxandi mæli.

Fjallskilanefnd framhluta Skagafjarðar leggst eindregið gegn því að reglugerðin verði samþykkt í núverandi mynd.

Virðingarfyllst f.h. fjallskilasnefndar framhluta Skagafjarðar

________________________________

Björn Ólafsson, fjallskilastjóri

Afrita slóð á umsögn

#84 Samtök ferðaþjónustunnar - 11.11.2021

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Með góðum kveðjum

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#85 Lilja Dögg Guðnadóttir - 11.11.2021

Það er bersýnilegt að þessi drög hafa ekki verið unnin í samráði við neina hagaðila, heldur af Landgræðslunni einni. Drögin eru þannig uppsett að Landgræðslan situr ekki eingöngu beggja megin borðs, heldur við allar hliðar þess, en það er algjörlega ótækt. Þessa reglugerð þarf að vinna í samráði, eins og Landgræðslulögin kveða á um. Þetta samráðsleysi kemur svo í greinilega í ljós þegar lesið er í gegnum reglugerðina því höfundar hennar hafa greinilega ekki unnið heimavinnu sína.

Samkvæmt C lið í 2 gr. I. viðauka er allt land í 30°halla eða yfir 700 mys skilgreint sem “land í ósjálfbærri nýtingu” og ekki hæft til beitar. Þetta er algjörlega óháð ástandi landsins. Hvaðan koma þessi viðmið? Það lítur út fyrir að þessi reglugerð sé dulbúin til að útrýma lausagöngu sauðfjár á afréttum og heiðalöndum enda ekki hægt að girða allt það land af sem ekki flokkast sem land í sjálfbærri nýtingu samkvæmt þessari grein.

II. viðauki er í raun óskiljanlegur og ómögulegt að nota hann sem þann leiðarvísi sem hann á að vera. Þar eru ýmsar “leiðbeiningar” um hvernig skuli haga jarðræktinni og merðferð ræktaðs lands, en hver ákveður hversu langt eigi að ganga í þessum leiðbeiningum í einstaka tilfellum annar en auðvitað Landgræðslan. Dæmi um leiðbeiningar í 4.grein viðauka þessa eru að mælt er með því að hálmurinn, sem er mikilvægur og verðmætur hluti uppskeru, sé plægður niður, jarðvinnsla sé minnkuð, nú eða jafnvel útilokuð. Og svo rúsínan í pylsuendanum. Ekki bera búfjáráburð í 50 metra fjarlægð frá árvatni, lindum, stöðuvötnum, og borholum. Sjálfsagt er að fara fram á að við förum eftir reglugerð nr.804/1999 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri, en það er ekkert sem rökstyður það að banna alla dreifingu búfjáráburðar í 50 metra fjarlægð frá öllum vatnsföllum. Það má alveg leiða að því líkum að þetta ákvæði dragi í raun úr sjálfbærni í landbúnaði, því hvað er sjálfbærara en að nýta áburðarefnin sem falla til frá skepnunum aftur á túnin?

Að lokum má spyrja sig hver á að borga brúsann að öllu því eftirliti sem reglugerðin kveður á um.

Mér fyndist það mjög grátlegt ef þessi reglugerð verður samþykkt óbreytt. Réttast væri að byrja frá grunni og gera það þá rétt. Hafa samráð við hagsmunaaðila, hlusta og gera betur. Að sjálfsögðu á öll landnýting að vera sjálfbær, og það er markmið langflestra bænda að skila landinu í betra ástandi en þeir tóku við því. Þeim markmiðum er ekki mótmælt hér, heldur þeirri leið sem þessi reglugerð kveður á um að sé farin til að þeim markmiðum sé náð. Þar eru höfundar reglugerðarinnar á villigötum.

Virðingarfyllst, Lilja Dögg Guðnadóttir, bóndi

Afrita slóð á umsögn

#86 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - 12.11.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#87 Náttúrufræðistofnun Íslands - 15.11.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#88 Fljótsdalshreppur - 15.11.2021

Viðhengi