Samráð fyrirhugað 24.09.2021—11.11.2021
Til umsagnar 24.09.2021—11.11.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 11.11.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Mál nr. 184/2021 Birt: 24.09.2021 Síðast uppfært: 22.10.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 24.09.2021–11.11.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu.

Lög um landgræðslu nr. 155/2018 voru samþykkt á Alþingi árið 2018 og er markmið laganna að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Í 11. gr. laganna er kveðið á um að ráðherra skuli setja reglugerð með það að markmiði að tryggja sjálfbæra landnýtingu, með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.