Samráð fyrirhugað 28.09.2021—12.10.2021
Til umsagnar 28.09.2021—12.10.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 12.10.2021
Niðurstöður birtar 19.10.2021

Áform um lagasetningu - Dýralyf

Mál nr. 185/2021 Birt: 28.09.2021 Síðast uppfært: 19.10.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 28.09.2021–12.10.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 19.10.2021.

Málsefni

Áform um lagasetningu til innleiðingar á reglugerðum ESB á sviði dýralyfja.

Starfshópur skipaður af heilbrigðisráðuneytinu vinnur að gerð frumvarps um heildarlög um dýralyf. Frumvarpið er sett til innleiðingar á tveimur reglugerðum ESB á sviði dýralyfja, annars vegar reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/5 frá 11. desember 2018 um breytingu á reglugerð (EB) 726/2004 um málsmeðferð Bandalagsins við veitingu leyfa fyrir manna- og dýralyfjum og eftirlit með þeim lyfjum og um stofnun Lyfjastofnunar Evrópu, um breytingu á reglugerð (EB) 1901/2006 um lyf fyrir börn og á tilskipun 2001/83/EB um Bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum og hins vegar reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/6 frá 11. desember 2018 um dýralyf og um niðurfellingu á tilskipun 2001/82/EB (dýralyfjareglugerðin) en hún inniheldur heildarlöggjöf um dýralyf.

Frumvarpið byggir einna helst á síðarnefndu reglugerðinni, dýralyfjareglugerðinni, sem fjallar einna helst um markaðsleyfi, framleiðslu, afhendingu og notkun. Einnig verða gerðar breytingar á lyfjalögum nr. 100/2020, þ.e. felld brott þau ákvæði sem færast yfir í ný lög um dýralyf.

Stefnt er að því að leggja fram frumvarpið á komandi haustþingi og að lögin taki gildi 28. janúar 2022 á sama tíma og reglugerðirnar koma til framkvæmda.

Tengd mál