Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–15.10.2021

2

Í vinnslu

  • 16.10.2021–15.8.2022

3

Samráði lokið

  • 16.8.2022

Mál nr. S-186/2021

Birt: 1.10.2021

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um frumvarp til laga um greiðslureikninga

Niðurstöður

Ein umsögn barst frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Frumvarpsdrög voru birt í Samráðsgátt 21. janúar 2021 og bárust engar umsagnir. Frumvarp til laga um greiðslureikninga var lagt fram á Alþingi 2. mars 2021 en hlaut ekki þinglega meðferð. Frumvarpið verður lagt fram að nýju í haust.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp um greiðslureikninga til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92/ESB um samanburð gjalda er varða greiðslureikninga, skipti á greiðslureikningum og aðgengi að almennum greiðslureikningum (e. Payment Accounts Directive (PAD)).

Nánari upplýsingar

Með lögfestingu frumvarpsins á að tryggja að allir sem dvelja löglega til lengri tíma á Íslandi, fái aðgang að greiðslureikningi með grunneiginleikum. Þá verður neytendum auðveldað að skipta um greiðslureikninga og aðgengi almennings að upplýsingum um gjaldtöku vegna greiðslureikningi bætt, meðal annars með samanburðarvefsetri um gjöld sem tengjast greiðslureikningum. Ný lög munu fela í sér auknar kröfur til lánastofnana um að tryggja þessi réttindi neytenda.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

fjr@fjr.is