Samráð fyrirhugað 01.10.2020—15.10.2021
Til umsagnar 01.10.2020—15.10.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 15.10.2021
Niðurstöður birtar 25.11.2021

Drög að reglugerð um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu skv. lögum nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.

Mál nr. 187/2021 Birt: 01.10.2021 Síðast uppfært: 25.11.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Ein umsögn barst með forms-ábendingum sem tekið var tillit til. Máli lokið með setningu reglugerðar nr. 1267/2021 um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu samkvæmt lögum nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 01.10.2020–15.10.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 25.11.2021.

Málsefni

Ráðherra birtir til umsagnar drög að reglugerð um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu skv. lögum nr. 20/2021, sem leysa mun af hólmi reglugerð nr. 707/2008 um sama efni skv. lögum nr. 107/2008 um verðbréfaviðskipti.

Ráðherra birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu skv. lögum nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu. Reglugerðin er sett með stoð í 55. gr. laganna og er ætlað að leysa af hólmi reglugerð nr. 707/2008 um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu skv. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Breytingar frá núgildandi reglugerð felast að meginstefnu í uppfærðum lagatilvísunum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök fjármálafyrirtækja - 14.10.2021

Viðfest er umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja.

Viðhengi