Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.2020–15.10.2021

2

Í vinnslu

  • 16.10.–24.11.2021

3

Samráði lokið

  • 25.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-187/2021

Birt: 1.10.2021

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að reglugerð um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu skv. lögum nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.

Niðurstöður

Ein umsögn barst með forms-ábendingum sem tekið var tillit til. Máli lokið með setningu reglugerðar nr. 1267/2021 um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu samkvæmt lögum nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.

Málsefni

Ráðherra birtir til umsagnar drög að reglugerð um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu skv. lögum nr. 20/2021, sem leysa mun af hólmi reglugerð nr. 707/2008 um sama efni skv. lögum nr. 107/2008 um verðbréfaviðskipti.

Nánari upplýsingar

Ráðherra birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu skv. lögum nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu. Reglugerðin er sett með stoð í 55. gr. laganna og er ætlað að leysa af hólmi reglugerð nr. 707/2008 um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu skv. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Breytingar frá núgildandi reglugerð felast að meginstefnu í uppfærðum lagatilvísunum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

benedikt.hallgrimsson@fjr.is