Samráð fyrirhugað 04.10.2021—18.10.2021
Til umsagnar 04.10.2021—18.10.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 18.10.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003

Mál nr. 188/2021 Birt: 04.10.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.10.2021–18.10.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003.

Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um leigubifreiðar nr. 134/2001 setur ráðherra í reglugerð, að fengnum tillögum Samgöngustofu, nánari reglur um fjölda leigubifreiða á ákveðnum svæðum að fenginni umsögn viðkomandi sveitarstjórna, héraðsnefnda og félaga leigubifreiðastjóra. Samgöngustofa hefur lagt til fjölgun atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs í Árborg um tvö leyfi en í dag er hámarkstala atvinnuleyfa í sveitarfélaginu átta.

Með drögunum sem hér eru birt er lagt til, í samræmi við tillögur Samgöngustofu, að hámarkstala útgefinna atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs í Árborg verði tíu í stað átta. Þannig fjölgi útgefnum atvinnuleyfum um tvö.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Axel Kristján Pálsson - 15.10.2021

Það er ekki þörf á fleiri leifum í Árborg það eru 8 leifi 1eitt er í geimslu Bifreiarstöð selfoss er með 1leifi Á R Taxi er með 7 leifi eitt í geimslu sex bilar hjá 'A R Taxa skipta helgum á milli sin 3 bilar aðra hvora helgi ekki er hægt að hafa þetta sem aðal vinnu það gengur ekki. Bifreiðarstöð selfoss heldur uti einum bil alla daga vikunar. Á R Taxi heldur uti einum bil alla daga vikunar en vinnan er mjög döpur Það vantar ekki fleiri leifi.

Afrita slóð á umsögn

#2 Hjalti Styrmisson - 18.10.2021

Það er ekki þörf á fleiri leyfum í Árborg. Eins og staðan er í dag þá hef ég sem leyfishafi 2 á Á.R taxa ekki nægileg mikla vinnu, ef það á að fjölga leyfum í Árborg þá er orðin verulegur brestu á því að hald úti rekstri á leigubíl og íhuga ég að leggja inn leyfið mitt tímabundið.

Afrita slóð á umsögn

#3 Ragnheiður Ásta Styrmisdóttir - 18.10.2021

Það er ekki þörfum á fleirum leyfum eins og staðan er í dag. Rekstrargrundvöllur fyrir að reka leigubíl í Árborg er strembinn. Á Á.R taxa eru 7 leyfi og höfum við verið að skipta á okkur helgum svo að allir fái eitthvað.