Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–18.10.2021

2

Í vinnslu

  • 19.10.2021–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-188/2021

Birt: 4.10.2021

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um leigubifreiðar nr. 134/2001 setur ráðherra í reglugerð, að fengnum tillögum Samgöngustofu, nánari reglur um fjölda leigubifreiða á ákveðnum svæðum að fenginni umsögn viðkomandi sveitarstjórna, héraðsnefnda og félaga leigubifreiðastjóra. Samgöngustofa hefur lagt til fjölgun atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs í Árborg um tvö leyfi en í dag er hámarkstala atvinnuleyfa í sveitarfélaginu átta.

Með drögunum sem hér eru birt er lagt til, í samræmi við tillögur Samgöngustofu, að hámarkstala útgefinna atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs í Árborg verði tíu í stað átta. Þannig fjölgi útgefnum atvinnuleyfum um tvö.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

postur@srn.is