Samráð fyrirhugað 06.10.2021—20.10.2021
Til umsagnar 06.10.2021—20.10.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 20.10.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Mál nr. 189/2021 Birt: 06.10.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (06.10.2021–20.10.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Á grundvelli 12. og 12. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 eru sveitarfélögum veitt tekjujöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Líkt og greinir í 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. a. skal úthluta tekjujöfnunarframlögum til að jafna tekjur sveitarfélaga. Útreiknuð framlög eru samkvæmt 2. málsl. miðuð við sveitarfélög sem eru sambærileg að stærð og fullnýtingu tekjustofna þeirra. Er þá mælt fyrir um þá reglu í 3. málsl. að ef meðaltal á hvern íbúa í sveitarfélagi skv. 12. gr. er lægra en 97% af meðaltali á hvern íbúa í öllum sveitarfélögum í viðkomandi flokki, skuli greiða því sveitarfélagi tekjujöfnunarframlag sem nemur allt að mismuninum.

Í framkvæmd hefur framlagið verið reiknað á þá leið að þegar búið er að finna annars vegar hámarkstekjur og hins vegar meðaltekjur sveitarfélaga í hverjum viðmiðunarflokki, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, hefur verið reiknað út hve hátt hlutfall meðaltalsins þyrfti að vera svo að samanlagður mismunur allra þeirra sem fá framlag, sé til jafns við það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Á síðastliðnum árum hefur það hlutfall sveiflast í kringum 95% og sú heildarupphæð sem varið hefur verið til tekjujöfnunarframlaga verið 1.250 m.kr. á ári.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga leggur nú til breytingu á útreikningi tekjujöfnunarframlaga. Í stað þess að lækka meðaltekjur í viðmiðunarflokkum svo að framlög stemmi við það fjármagn sem er til ráðstöfunar leggur Jöfnunarsjóður til að framlögin verði aðlöguð fjárhæðinni með hlutfallsreikningi. Sú aðferð yrði í samræmi við gildandi framkvæmd Jöfnunarsjóðs þegar kemur að öðrum framlögum sjóðsins sem aðlaga þarf að tiltekinni fjárhæð.

Með breytingunni er ætlunin, auk annars, að fjölga þeim sveitarfélögum sem hljóta tekjujöfnunarframlög. Að mati Jöfnunarsjóðs myndi breytingin einnig leiða til frekari tekjujöfnunar sveitarfélaga. Sem dæmi um áhrif breytingarinnar hafa sum sveitarfélög, sem hafa hámarkstekjur á bilinu 94-97% af meðaltali hvers viðmiðunarflokks, ekki fengið úthlutað framlagi á grundvelli núgildandi framkvæmdar en myndu hljóta tekjujöfnunarframlag yrði breytingin að veruleika.Gert er ráð fyrir því að ef til þess kemur að breytingin taki strax gildi og færi því um útgreiðslu framlagsins þann 1. nóvember næstkomandi í samræmi við hina nýju aðferð við útreikning framlagsins.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Reykjavíkurborg - 18.10.2021

Umsögn Reykjavíkurborgar um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Gísli Halldór Halldórsson - 19.10.2021

Fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar er lýst ánægju með þessi drög að breytingu á reglugerð nr. nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Með þessari nýju aðferð er úthlutun tekjujöfnunarframlagsins færð til aukinnar jöfnunar, sem er í samræmi við úthlutanir annarra framlaga sjóðsins. Þannir eiga öll þau sveitarfélög þar sem tekjur íbúa eru undir marki möguleika á tekjujöfnunarframlagi. Það er svo önnur og aðskilin umræða hvenær telst vera fullnægjandi fjármagn til skiptanna.

Afrita slóð á umsögn

#3 Samband íslenskra sveitarfélaga - 20.10.2021

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um reglugerðardrögin.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Akureyrarbær - 20.10.2021

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Sölvhólsgötu 7

101 Reykjavík

Efni: Umsögn um drög að breytingu á reglugerð. um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, mál nr. 189/2021

Vísað er til tilkynningar í samráðsgátt frá 6. október sl., um fyrirhugaða breytingu á 13. gr. reglugerðar nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem felur í sér að við 4. mgr. greinarinnar bætist nýr málsliður er hljóðar svo:

Ef samanlagður mismunur allra sveitarfélaga nemur hærri fjárhæð en fjármagn til ráðstöfunar samkvæmt greiðsluáætlun yfirstandi árs, skal aðlaga framlögin að fjármagni til ráðstöfunar með hlutfallsreikningi.

Eins og rakið er í tilkynningunni hefur fyrirhuguð breyting áhrif á úthlutun tekjujöfnunarframlaga til sveitarfélaga. Í stað þess að lækka meðaltekjur í viðmiðunarflokkum svo að framlög stemmi við það fjármagn sem er til ráðstöfunar leggur Jöfnunarsjóður til að framlögin verði aðlöguð fjárhæðinni með hlutfallsreikningi. Sú aðferð yrði í samræmi við gildandi framkvæmd Jöfnunarsjóðs þegar kemur að öðrum framlögum sjóðsins sem aðlaga þarf að tiltekinni fjárhæð. Áætluð áhrif eru að þeim sveitarfélögum sem hljóta tekjujöfnunarframlög mun fjölga nokkuð. Að mati Jöfnunarsjóðs myndi breytingin einnig leiða til frekari tekjujöfnunar sveitarfélaga.

Akureyrarbær telur jákvætt að þessi breyting eigi sér stað og mun hún jafna tekjur sveitarfélaga og tekjujöfnunin ná til fleiri sveitarfélaga en ella. Akureyrabær styður því breytinguna.

Virðingarfyllst,

Dan Brynjarsson, sviðsstjóri fjársýslusviðs.

Afrita slóð á umsögn

#5 Ásgeir Eiríksson - 20.10.2021

Sveitarfélagið Vogar lýsir yfir jákvæðri afstöðu til þeirra breytinga sem lagt er til að gerðar verði á reglugerðinni. Sveitarfélagið bendir á mikilvægi fyrirsjáanleika framlaga, sér í lagi í þeim tilvikum þar sem framlögin eru þýðingarmikill hluti af tekjum sveitarfélgs. Nærtækt dæmi er að bera saman framlög tekjujöfnunarframlaga sveitarfélagsins árin 2019 og 2020. Framlögin árið 2019 voru 58,2 m.kr. Árið 2020 voru framlögin einungis 28,0 m.kr., lækkunin milli ára var 30,2 m.kr. eða sem nemur 52%. Meðaltekjur í stærðarflokki sveitarfélagsins árið 2019 voru kr. 745.258, en árið 2020 kr. 756.568. Hækkunin milli ára var 3,2%. Dæmi sem þetta er sláandi, og í raun ekki hægt að ætlast til þess að sveitarfélög geti með sannfærandi hætti spáð um framlag að óbreyttu. Séu þessar tölur settar í annað samhengi má benda á að rekstrarafgangur sveitarfélagsins árið 2019 var 14,6 m.kr.. Lækkun framlags milli ára um 30 m.kr. mundi því að óbreyttu gera út um rekstrarafkomu sveitarfélagsins.

Mikilvægt er að tekjujöfnunarframlög verði fundin á sem réttlátastan og sanngjarnan hátt, svo virðist sem þessi tillaga að breytingu sé skref í rétta átt.

Afrita slóð á umsögn

#6 Samtök atvinnulífsins - 20.10.2021

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.

Virðingarfyllst,

f.h. SA

Stefanía K. Ásbjörnsdóttir

Viðhengi