Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–20.10.2021

2

Í vinnslu

  • 21.10.2021–9.2.2022

3

Samráði lokið

  • 10.2.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-189/2021

Birt: 6.10.2021

Fjöldi umsagna: 6

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Niðurstöður

Að mati ráðuneytisins felur breytingartillagan í sér skýrari úthlutunarreglu vegna tekjujöfnunarframlaga til sveitarfélaga og þá telur ráðuneytið tillöguna rúmast innan þeirra marka sem ráðherra er heimilt að mæla fyrir um í reglugerð. Í ljósi þessog þess að enginn ágreiningur er um markmið og efni breytingartillögunnar, hefur reglugerðin nú verði birt og er nr. 1216/2021, um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Málsefni

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar

Á grundvelli 12. og 12. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 eru sveitarfélögum veitt tekjujöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Líkt og greinir í 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. a. skal úthluta tekjujöfnunarframlögum til að jafna tekjur sveitarfélaga. Útreiknuð framlög eru samkvæmt 2. málsl. miðuð við sveitarfélög sem eru sambærileg að stærð og fullnýtingu tekjustofna þeirra. Er þá mælt fyrir um þá reglu í 3. málsl. að ef meðaltal á hvern íbúa í sveitarfélagi skv. 12. gr. er lægra en 97% af meðaltali á hvern íbúa í öllum sveitarfélögum í viðkomandi flokki, skuli greiða því sveitarfélagi tekjujöfnunarframlag sem nemur allt að mismuninum.

Í framkvæmd hefur framlagið verið reiknað á þá leið að þegar búið er að finna annars vegar hámarkstekjur og hins vegar meðaltekjur sveitarfélaga í hverjum viðmiðunarflokki, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, hefur verið reiknað út hve hátt hlutfall meðaltalsins þyrfti að vera svo að samanlagður mismunur allra þeirra sem fá framlag, sé til jafns við það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Á síðastliðnum árum hefur það hlutfall sveiflast í kringum 95% og sú heildarupphæð sem varið hefur verið til tekjujöfnunarframlaga verið 1.250 m.kr. á ári.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga leggur nú til breytingu á útreikningi tekjujöfnunarframlaga. Í stað þess að lækka meðaltekjur í viðmiðunarflokkum svo að framlög stemmi við það fjármagn sem er til ráðstöfunar leggur Jöfnunarsjóður til að framlögin verði aðlöguð fjárhæðinni með hlutfallsreikningi. Sú aðferð yrði í samræmi við gildandi framkvæmd Jöfnunarsjóðs þegar kemur að öðrum framlögum sjóðsins sem aðlaga þarf að tiltekinni fjárhæð.

Með breytingunni er ætlunin, auk annars, að fjölga þeim sveitarfélögum sem hljóta tekjujöfnunarframlög. Að mati Jöfnunarsjóðs myndi breytingin einnig leiða til frekari tekjujöfnunar sveitarfélaga. Sem dæmi um áhrif breytingarinnar hafa sum sveitarfélög, sem hafa hámarkstekjur á bilinu 94-97% af meðaltali hvers viðmiðunarflokks, ekki fengið úthlutað framlagi á grundvelli núgildandi framkvæmdar en myndu hljóta tekjujöfnunarframlag yrði breytingin að veruleika.Gert er ráð fyrir því að ef til þess kemur að breytingin taki strax gildi og færi því um útgreiðslu framlagsins þann 1. nóvember næstkomandi í samræmi við hina nýju aðferð við útreikning framlagsins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

srn@srn.is