Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–28.10.2021

2

Í vinnslu

  • 29.10.–14.12.2021

3

Samráði lokið

  • 15.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-191/2021

Birt: 14.10.2021

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (bifreiðagjald, olíu- og kílómetragjald, vörugjöld af ökutækjum, eldsneyti o.fl., innheimta opinberra skatta og gjalda).

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er að drög að frumvarpi voru kynnt á samráðsgáttinni og mælt fyrir því á Alþingi.

Málsefni

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um bifreiðagjöld o.fl. laga.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um bifreiðagjald, lögum um olíu- og kílómetragjald, lögum um vörugjöld af ökutækjum, eldsneyti o.fl., og lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Breytingarnar varða aðkomu skoðunarstöðva og Samgöngustofu að innheimtu gjalda þar sem samningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins við skoðunarstöðvar og Samgöngustofu um innheimtu voru felldir úr gildi í upphafi árs 2021.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is