Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.–26.10.2021

2

Í vinnslu

  • 27.10.–15.12.2021

3

Samráði lokið

  • 16.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-194/2021

Birt: 19.10.2021

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að breytingu á gjaldskrá Matvælastofnunar, nr. 220/2018

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust. Auglýsingin var samþykkt þann 4. nóvember 2021 og birtist í Stjórnartíðindum þann 26. nóvember 2021.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs drög að breytingu á gjaldskrá Matvælastofnunar. Lagt er til að mælt verði fyrir um í gjaldskrá stofnunarinnar að unnt sé að innheimta tímagjald fyrir vinnu við skráningu fiskeldisstöðvar, úttektar vegna skráningar og vinnu við breytingu á skráningu.

Nánari upplýsingar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs drög að breytingu á 2. mgr. 8. gr. gjaldskrár Matvælastofnunar fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar, nr. 220/2018. Breytingarnar eru lagðar til í samræmi við nýsamþykkta reglugerð um skráningarskylda aðila í fiskeldi, nr. 1133/2021. Reglugerðin mælir fyrir um að fiskeldisstöðvar þar sem hámarkslífmassi í matfiska- og rannsóknareldi fer ekki yfir 20 tonn á hverjum tíma og hámarkslífmassi í seiðaeldi fer ekki yfir 1.000 kg. eða 10.000 seiði á hverjum tíma séu skráningarskyldar hjá Matvælastofnun. Áður voru slíkar fiskeldisstöðvar háðar rekstrarleyfi. Eru því lagðar til breytingar á gjaldskrá Matvælastofnunar þannig að unnt verði að innheimta gjald fyrir skráningu fiskeldisstöðvar, úttektar vegna skráningar og vinnu sem tengist breytingu á skráningu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

anr@anr.is