Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.10.–4.11.2021

2

Í vinnslu

  • 5.11.2021–

Samráði lokið

Mál nr. S-195/2021

Birt: 20.10.2021

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Fyrirhugaður samningur við Hönnunarsafn Íslands

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning við Hönnunarsafn Íslands, með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrirhuguð samningsgerð er um safnastarfsemi á sviði hönnunar, bera ábyrgð á söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á þeim þætti menningarsögu Íslands sem lýtur að hönnun.

Nánari upplýsingar

Fyrirhuguð er samningsgerð við Hönnunarsafn Íslands.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning við Hönnunarsafn Íslands, með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra. Hönnunarsafn Íslands er miðstöð safnastarfsemi á sviði hönnunar, ber ábyrgð á söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á þeim þætti menningarsögu Íslands sem lýtur að hönnun. Ráðgert er að samningur við Hönnunarsafn verði til 3ja ára og byggi á grundvelli safnalaga og 40. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Áætlað er að samningurinn muni taka gildi 1. janúar 2022 og að árlegt framlag á grundvelli hans verði 20 m.kr.

Athugasemdir við þessa fyrirhuguðu samningsgerð skulu berast ráðuneytinu innan 14 daga frá birtingu þessarar tilkynningar. Athugasemdir berast á mrn@mrn.is.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

mvf@mvf.is