Samráð fyrirhugað 21.10.2021—09.11.2021
Til umsagnar 21.10.2021—09.11.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 09.11.2021
Niðurstöður birtar 18.08.2022

Áform um frumvarp til laga um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og endurnotkun

Mál nr. 196/2021 Birt: 21.10.2021 Síðast uppfært: 18.08.2022
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður birtar

Um áformin barst umsögn frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Í henni var bent á tvennt: 1) að bankar væru ekki sérstaklega taldir upp sem hagsmunaaðilar og 2) að bankar hér á landi þurfi a.m.k. eitt ár til undirbúnings frá gildistöku nýrra laga. Í lagafrumvarpi verður ítarlegri umfjöllun um áhrif frumvarpsins á banka og verður reynt að koma til móts við fyrrgreind sjónarmið um gildistökufrest.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.10.2021–09.11.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 18.08.2022.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og endurnotkun.

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og endurnotkun.

Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög sem innleiða tilskipun 2365/2015 um fjármögnunarviðskipti með verðbréf og endurnotkun í íslenskan rétt. (STFR-reglugerðin). Reglugerðin var sett til að auka gagnsæi á mörkuðum fyrir fjármögnunarviðskipti, jafna samkepnni og alþjóðlega samleitni og til að styrkja eftirlit.

Markmiðið með fyrirhugaðri lagasetningu er að skráðar verði í viðskiptaskrá upplýsingar um fjármögnunarviðskipti allra markaðsaðila með verðbréf, hvort sem þeir eru fjármálafyrirtæki eða ekki. Þær upplýsingar sem lagt er til að verði skráðar eru meðal annars hvenær viðskiptin eiga sér stað, samsetning veðtrygginga, hvort veðtryggingin sé aðgengileg til endurnotkunar eða hvort hún hafi verið endurnotuð, notkun staðgönguveðtrygginga í lok hvers dags og frádragið sem er notað. Ennig verður kveðið á um samstarf eftirlitsaðila í aðildarríkjum svo þeir hafi yfirlit yfir áhættu vegna fjármögnunarviðskipta með verðbréf og upplýsingaskipti þeirra vegna þess.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök fjármálafyrirtækja - 09.11.2021

Viðfest er umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja.

Bestu kveðjur, Jóna Björk

Viðhengi