Samráð fyrirhugað 27.10.2021—10.11.2021
Til umsagnar 27.10.2021—10.11.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 10.11.2021
Niðurstöður birtar 11.01.2022

Áform um frumvarp til laga um evrópska langtímafjárfestingarsjóði

Mál nr. 199/2021 Birt: 27.10.2021 Síðast uppfært: 28.03.2022
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust. Drög að lagafrumvarpi hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 27.10.2021–10.11.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 11.01.2022.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til nýrra heildarlaga um evrópska langtímafjárfestingarsjóði sem mun innleiða reglugerð (ESB) 2015/760 (ELTIF-reglugerðin).

Með reglugerðinni er lögð áhersla á að efla evrópskar langtímafjárfestingar í raunhagkerfinu. Reglunum er ætlað að hjálpa til við að auka aðgengi að fjármagni fyrir langtímafjárfestingar innan EES með það að markmiði að fjármagna umbreytingu yfir í snjallhagvöxt, sjálfbæran hagvöxt og hagvöxt fyrir alla. Langtímafjárfestingar geta haft víðtækan ávinning fyrir almenning þar sem þær styðja við nauðsynlega þjónustu og bætingu lífskjara.

Meginefni frumvarpsins verður lögfesting reglugerðanna og nauðsynlegra ákvæða þar að lútandi, svo sem um hvernig eftirlit fari fram, viðurlagaákvæði, og heimildir til setningar stjórnvaldsfyrirmæla.

Tengd mál