Samráð fyrirhugað 28.10.2021—12.11.2021
Til umsagnar 28.10.2021—12.11.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 12.11.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 477/2012 um einkaleyfi.

Mál nr. 201/2021 Birt: 28.10.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (28.10.2021–12.11.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um einkaleyfi, nr. 477/2012, með síðari breytingum.

Reglugerðin kveður á um skilyrði og málsmeðferð tilkynningar um fyrirhugaða framleiðslu samkvæmt a. og b. lið 4. mgr. 65. gr. einkaleyfalaga, sbr. lög um breytingu á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991 (undanþága frá viðbótarvernd) nr. 57/2021.