Samráð fyrirhugað 28.10.2021—12.11.2021
Til umsagnar 28.10.2021—12.11.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 12.11.2021
Niðurstöður birtar 19.01.2022

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 477/2012 um einkaleyfi

Mál nr. 201/2021 Birt: 28.10.2021 Síðast uppfært: 19.01.2022
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Niðurstöður birtar

Reglugerð gefin út

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 28.10.2021–12.11.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 19.01.2022.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um einkaleyfi, nr. 477/2012, með síðari breytingum.

Reglugerðin kveður á um skilyrði og málsmeðferð tilkynningar um fyrirhugaða framleiðslu samkvæmt a. og b. lið 4. mgr. 65. gr. einkaleyfalaga, sbr. lög um breytingu á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991 (undanþága frá viðbótarvernd) nr. 57/2021.