Samráð fyrirhugað 29.10.2021—12.11.2021
Til umsagnar 29.10.2021—12.11.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 12.11.2021
Niðurstöður birtar 07.09.2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2013 um reykköfun

Mál nr. 202/2021 Birt: 29.10.2021 Síðast uppfært: 07.09.2022
  • Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Unnið var úr þeim athugasemdum sem bárust og tekið tillit til þeirra þar sem hægt var. Reglugerðin hefur ekki verið birt.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 29.10.2021–12.11.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 07.09.2022.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að breytingu á reglugerð nr. 1088/2013 um reykköfun.

Markmið breytinganna er m.a. að mæla fyrir um breytt fyrirkomulag verklegra æfinga í reykköfun hjá slökkviliðum. Ráðuneytinu hefur borist ábendingar um að núgildandi fyrirkomulag um samtals 25. klst. lágmark tímalengdar slíkra æfinga sé ekki raunhæft og erfitt sé fyrir mörg slökkvilið að uppfylla þann tímafjölda. Lagt er til í drögum að breytingu á reglugerðinni að fjöldi verklegra æfinga í reykköfun skuli haldast sá sami, þ.e. sex á hverju ári, en skilyrði um lágmarkstímalengd þeirra fellt á brott þannig að aðeins er kveðið á um fjölda æfinga og af hvaða formi þær eru en skiptin eru ekki mæld í klukkustundum. Við gerð breytinganna var m.a. horft til Noregs og Svíþjóðar varðandi fyrirkomulagið þar í landi.

Þá er markmið breytinganna einnig að liðka til fyrir einstaklinga með insúlínháða sykursýki þannig að þeir geti stundað reykköfun að nánari skilyrðum uppfylltum. Í núgildandi viðauka við reglugerðina eru taldir upp sjúkdómar sem eru hamlandi á störf reykkafara en sé einstaklingur haldinn einhverjum af þeim sjúkdómum er honum óheimilt að stunda reykköfun. Hins vegar er heimilt að stunda reykköfun í þeim tilvikum sem heilsufarsleg vandamál viðkomandi eru undir góðri stjórn og þeim fylgja ekki einkenni að mati sérfræðilæknis. Slík undanþága á þó ekki við um einstakling með insúlínháða sykursýki en algjört bann er nú við því að viðkomandi með þann sjúkdóm stundi reykköfun. Lagt er til í drögum að breytingu á viðauka við reglugerðina að einstaklingi með insúlínháða sykursýki verði heimilt í undantekningartilfellum að stunda reykköfun að fengnu mati innkirtlalæknis sé meðhöndlunin með lyfi sem ekki veldur blóðsykursfalli.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landssamband slökkvilið/sjúkrfl - 11.11.2021

Góðan daginn,

Í viðhengi má finna umsögn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna fyrirhugaðra breytinga á reglugerð um reyköfun. LSS er ósátt við þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi reykköfunaræfinga og telja það vera ógna öryggi þeirra sem sinna reykköfun á kostnað hagræðingar en ekki faglegu mati. LSS kallar eftir dýpra samtali um málefnið áður en þessi breyting tekur gildi þar sem ekki var haft samráð við LSS í þessari vinnu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er málsvari slökkviliðsmanna á landsvísu og því eðlilegt að fagaðilar innan raða LSS komi að vinnslu þessa máls.

Með kveðju

Hermann Sigurðsson,

Framkvæmdastjóri LSS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Pétur Pétursson - 11.11.2021

Góðan dag

Hér hjálögð er umsögn stjórnar Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi vegna fyrirhugaðra breytinga á reglugerð um reykköfun.

Stjórn FSÍ lýsir yfir áhyggjum með að hægt sé að túlka reglugerðabreytinguna með þeim hætti að æfingatími slökkviliðsmanna er stunda reykköfun verði styttur.

Störf slökkviliðsmanna eru flókin, hættuleg og yfirgripsmikil og krefjast þau mikillar færni til þess að þau séu unninn á árangursríkan og öruggann hátt.

Reykköfun er bæði sérhæfður og hættulegur hluti af störfum slökkviliðsmanna. Samkvæmt reglugerð nr.1088/2013 er reykköfurum gert að æfa 25 klukkustundir á ári þennan hluta starfsins.

Samkvæmt lögum nr.75/2000 er slökkviliðmönnum gert að æfa almenn slökkvistörf í 20 klukkustundir á ári.

Hjá þeim slökkviliðsmönnum sem bæði eru einnig reykkafarar er því æfingaskyldan í dag 45 klukkustundir á ári.

Það er mat stjórnar FSÍ að þessi klukkustundafjöldi sé algjört lágmark miðað við þau störf sem slökkviliðsmenn þurfa að kunna skil á. Stjórn FSÍ skorar á stjórnvöld að skýra orðalag í breytingum á reglugerðinni betur þannig að ekki sé hægt að túlka hana á þann hátt að æfingatími slökkviliðsmanna sé skertur.

kveðja

Pétur Pétursson

Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu

Formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samband íslenskra sveitarfélaga - 12.11.2021

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún

Viðhengi