Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.10.–12.11.2021

2

Í vinnslu

  • 13.11.2021–6.9.2022

3

Samráði lokið

  • 7.9.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-202/2021

Birt: 29.10.2021

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2013 um reykköfun

Niðurstöður

Unnið var úr þeim athugasemdum sem bárust og tekið tillit til þeirra þar sem hægt var. Reglugerðin hefur ekki verið birt.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að breytingu á reglugerð nr. 1088/2013 um reykköfun.

Nánari upplýsingar

Markmið breytinganna er m.a. að mæla fyrir um breytt fyrirkomulag verklegra æfinga í reykköfun hjá slökkviliðum. Ráðuneytinu hefur borist ábendingar um að núgildandi fyrirkomulag um samtals 25. klst. lágmark tímalengdar slíkra æfinga sé ekki raunhæft og erfitt sé fyrir mörg slökkvilið að uppfylla þann tímafjölda. Lagt er til í drögum að breytingu á reglugerðinni að fjöldi verklegra æfinga í reykköfun skuli haldast sá sami, þ.e. sex á hverju ári, en skilyrði um lágmarkstímalengd þeirra fellt á brott þannig að aðeins er kveðið á um fjölda æfinga og af hvaða formi þær eru en skiptin eru ekki mæld í klukkustundum. Við gerð breytinganna var m.a. horft til Noregs og Svíþjóðar varðandi fyrirkomulagið þar í landi.

Þá er markmið breytinganna einnig að liðka til fyrir einstaklinga með insúlínháða sykursýki þannig að þeir geti stundað reykköfun að nánari skilyrðum uppfylltum. Í núgildandi viðauka við reglugerðina eru taldir upp sjúkdómar sem eru hamlandi á störf reykkafara en sé einstaklingur haldinn einhverjum af þeim sjúkdómum er honum óheimilt að stunda reykköfun. Hins vegar er heimilt að stunda reykköfun í þeim tilvikum sem heilsufarsleg vandamál viðkomandi eru undir góðri stjórn og þeim fylgja ekki einkenni að mati sérfræðilæknis. Slík undanþága á þó ekki við um einstakling með insúlínháða sykursýki en algjört bann er nú við því að viðkomandi með þann sjúkdóm stundi reykköfun. Lagt er til í drögum að breytingu á viðauka við reglugerðina að einstaklingi með insúlínháða sykursýki verði heimilt í undantekningartilfellum að stunda reykköfun að fengnu mati innkirtlalæknis sé meðhöndlunin með lyfi sem ekki veldur blóðsykursfalli.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og lífeyrismála.

frn@frn.is