Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–12.11.2021

2

Í vinnslu

  • 13.11.–13.12.2021

3

Samráði lokið

  • 14.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-204/2021

Birt: 3.11.2021

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (gjalddagar tekjuskatts og útvarpsgjalds, refsinæmi o.fl.).

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að komið hefur verið til móts við umsagnaraðila að einhverju leyti en ekki í öllum tilvikum. Nánari grein er gerð fyrir því í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (gjalddagar tekjuskatts og útvarpsgjalds, refsinæmi o.fl.).

Nánari upplýsingar

Frumvarpsdrögin varða ýmsar breytingar á lögum um skatta og gjöld. Lagðar eru til breytingar sem snúa að refsinæmi vegna vanframtalinna fjármagnstekna hjóna, gjalddögum þing- og sveitarsjóðsgjalda einstaklinga og útvarpsgjalds og fjárhæðarmörkum er varða undanþágu frá skattskyldu vegna sölu á raforku eða heitu vatni. Þá er um ræða breytingar sem lúta að ákvörðun skattverðs sem virðisaukaskattur er reiknaðar af þegar um er að ræða annars vegar afhendingu þjónustu án endurgjalds og hins vegar sölu á notuðu lausafé í eigu einstaklinga utan rekstrar í gegnum umsýslu- eða umboðssölu. Jafnframt er um að ræða breytingar í lögum um bifreiðagjald, virðisaukaskatt og vörugjald af ökutækjum og eldsneyti að því er varðar losunarviðmið vistvænna ökutækja. Einnig er um að ræða breytingar á lögum um virðisaukaskatt er lúta að skilyrðum þess að útleiga vistvænna ökutækja sé undanþegin skattskyldri veltu. Þá er um að ræða breytingar á lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda er snúa að skilagreinum með skilum á launaafdrætti og heimildum skattyfirvalda til kyrrsetningar auk tilvísunar til laganna í lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011. Að lokum er um að ræða breytingar sem tengjast lögaðilum sem hafa með höndum starfsemi sem telst til almannaheilla og skráðir eru í sérstaka almannaheillaskrá Skattsins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is