Samráð fyrirhugað 03.11.2021—03.12.2021
Til umsagnar 03.11.2021—03.12.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 03.12.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir

Mál nr. 205/2021 Birt: 03.11.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (03.11.2021–03.12.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Gert er ráð fyrir að veita tveimur undirgerðum reglugerðar (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir gildi hér á landi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti nýlega drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda sem er ætlað að ljá breytingum á reglugerð (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir með reglugerð (ESB) 2021/168 gildi hér á landi (mál nr. 158/2021). Í breytingunum felst meðal annars að framkvæmdastjórninni er heimilað að samþykkja undirgerðir til ákvarða viðmiðanir sem skuli notast við ef hætt er að gera viðmiðanir sem samningar eða aðrir fjárhagslegir gerningar vísa í eða þær verða ónothæfar og aðilar að gerningunum hafa ekki komið sér saman um aðrar viðmiðanir til að styðjast við. Evrópusambandið hefur nú samþykkt tvær slíkar undirgerðir. Þær tilgreina við hvaða viðmiðanir skuli miðað í stað Libor-vaxta í svissneskum frönskum og millibankadagvaxta í evrum (e. Euro overnight index average - EONIA) þegar hætt verður að birta þær viðmiðanir í upphafi árs 2022 komi aðilar að gerningum sem vísa til þeirra sér ekki saman um aðra viðmiðun til að styðjast við. Ráðgert er að veita undirgerðunum gildi hér á landi með breytingu á reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 162/2021. Reglugerðardrögin taka mið af fyrirhuguðum breytingum á reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir samkvæmt öðrum reglugerðardrögum sem ráðuneytið birti nýverið í samráðsgátt stjórnvalda (mál nr. 159/2021).

Tengd mál