Samráð fyrirhugað 05.11.2021—31.12.2021
Til umsagnar 05.11.2021—31.12.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 31.12.2021
Niðurstöður birtar

Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda

Mál nr. 206/2021 Birt: 05.11.2021
  • Forsætisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 05.11.2021–31.12.2021. Umsagnir um þetta mál munu ekki birtast í gáttinni. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Nefnd um undirbúning rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda kynnir til samráðs verkefni nefndarinnar og óskar eftir ábendingum og athugasemdum.

Forsætisráðherra skipaði í september sl. þriggja manna nefnd til að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Nefndin er skipuð samkvæmt þingsályktun Alþingis frá 12. júní sl.

Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, er formaður nefndarinnar en auk hennar eru í nefndinni Una Björk Ómarsdóttir, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, og Páll Biering, prófessor emeritus við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands sem er tilnefndur af Landssamtökunum Geðhjálp og Landssamtökunum Þroskahjálp.

Nefndinni er ætlað að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðrænan vanda og leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknar. Sérstök áhersla verður lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag. Þá er nefndinni ætlað að koma fram með tillögur um umfang formlegrar rannsóknar á aðbúnaði og meðferð framangreindra hópa á tilteknum stofnunum, um tímabilið sem slík rannsókn næði til og um rannsóknarspurningar. Nefndinni er jafnframt ætlað að greina kosti og galla tveggja rannsóknarleiða, annars vegar rannsóknar stjórnsýslunefndar á vegum Stjórnarráðsins og hins vegar rannsóknar rannsóknarnefndar í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011. Nefndin skal skila forsætisráðherra niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. mars 2022.

Nefndin óskar hér með eftir umsögnum og ábendingum um ofangreint málsefni. Markmið samráðsins er að auka möguleika einstaklinga og hagsmunaðila á þátttöku í ofangreindri stefnumótun. Árétta ber að nefndin hefur ekki það hlutverk að rannsaka og leggja mat á aðstæður einstakra mála.

Umsagnir verða ekki birtar í samráðsgáttinni.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.