Samráð fyrirhugað 05.11.2021—10.11.2021
Til umsagnar 05.11.2021—10.11.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 10.11.2021
Niðurstöður birtar 07.01.2022

Reglugerð um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.

Mál nr. 209/2021 Birt: 05.11.2021 Síðast uppfært: 07.01.2022
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Ráðuneytið hefur gert töluverðar breytingar á reglugerðardrögunum og þannig komið til móts við margar af þeim athugasemdum sem bárust. Reglugerð um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, nr. 1300/2021, hefur verið gefin út og birt á vef Stjórnartíðinda.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.11.2021–10.11.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 07.01.2022.

Málsefni

Í reglugerðardrögunum er að finna ýmis ákvæði um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi þ. á m. ný ákvæði sem tengjast frádrætti vegna gjafa til almannaheilla, almannaheillaskrá o.fl.

Í reglugerðardrögunum er að finna ýmis ákvæði um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi þ. á m. ný ákvæði sem tengjast frádrætti vegna gjafa til almannaheilla, almannaheillaskrá o.fl. Gert er ráð fyrir því að reglugerðin öðlist gildi 1. nóvember 2021 og að frá sama tíma falli úr gildi reglugerð nr. 483/1994, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Loftslagsskrá Íslands ehf. - 08.11.2021

Sjá umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 08.11.2021

Rétt er að benda á að umsagnarfrestur vegna málsins er 5.–10. nóvember eða sex dagar að báðum dögum og síðustu helgi meðtalinni. Það er afar knappur frestur og þá ekki síst þegar umfang reglugerðardraganna er haft í huga.

Afrita slóð á umsögn

#3 Björgvin Stefán Pétursson - 10.11.2021

Yggdrasill Carbon ehf. er fyrirtæki sem einbeitir sér að þátttöku í verkefnum sem stuðla að minnkun losunar eða bindingu kolefnis. Fyrirtækið hyggst eingöngu taka þátt í verkefnum þar sem hafið er yfir vafa að um raunverulegan ávinning er að ræða, að undangenginni vottun í samræmi við viðurkennda aðferðarfræði og staðla. Félagið hefur verið þátttakandi í mikilvægri vinnu á vegum Staðlaráðs Íslands og Loftslagsráðs um þetta efni og vinnur að verkefnum í samvinnu við Skógarkolefni og Loftslagsskrá, VERRA (sjá verra.org) og Gold Standard (sjá goldstandard.org).

Að okkar mati er það forsenda raunverulegrar kolefnisjöfnunar að um vottaðar einingar sé að ræða þegar kemur að bindingu eða öðrum ávinningi. Mæling á kolefnislosun er mjög mikilvæg, en hið sama gildir um mælingu á bindingu. Hún þarf að vera raunveruleg. Telja verður allar líkur á því, að ef kolefnisbinding verður ekki vottuð þá fáist hún ekki viðurkennd við mat á því hvort markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi sé náð.

Umhverfisstofnun hefur skýrt hugtakið grænþvott að það sé þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um umhverfiságæti eigin vöru. Grænþvottur er græn markaðssetning sem gefur til kynna að frammistaða seljandans sé betri eða ágæti vörunnar eða þjónustunnar meira frá sjónarhóli sjálfbærrar þróunar en „innistæða er fyrir“. Telja verður líklegt, að þegar starfsemi á sviði minnkunar á losun kolefnis og/eða bindingu kolefnis hefur þroskast meira, þá verði staðhæfingar sem ekki byggja á viðurkenndum aðferðarfræðum og úttektum/ vottunum um raunverulega bindingu taldar fela í sér grænþvott, jafnvel þó fyrirtæki hafi í góðri trú greitt fyrir meinta bindingu eða minnkun á losun.

Það er því afar mikilvægt að ekki verði gefinn afsláttur um raunveruleika þeirrar bindingar eða minnkunar á losun og að stuðst verði við viðurkennda staðla og aðferðarfræði, hvort sem það eru íslenskir staðlar eða viðurkenndir alþjóðlegir staðlar. Slík krafa nýtur stuðnings í lögfestum markmiðum Íslands og getur að okkar mati verið sett fram í reglugerð sem ætlað er að gera aðilum kleift að stuðla að því að markmiðum löggjafans verði náð.

En að sama skapi er mikilvægt að íslenskar reglur taki tillit til íslenskra hagsmuna og geri þeim sem það vilja ekki óþarflega erfitt fyrir að fjármagna og stuðla að verkefnum sem falla að markmiðum um kolefnishlutleysi. Því eigi ekki að binda í reglugerð ákvæði sem útiloki ákveðna starfsemi, sem mögulega getur fullnægt ströngum viðmiðum staðla og vottunaraðila um minnkun á losun eða bindingu kolefnis. Því sé nægjanlegt að reglugerðin tilgreini í 2. mgr. 15. gr. draganna, auk þeirra skilyrða sem fram koma í 1. mgr. 15. gr., það skilyrði að kolefnisjöfnun sé vottuð, en því sé sleppt að skapa óvissu með viðbótartilgreiningu.

Við teljum skógrækt mjög góðan kost við bindingu kolefnis. Við fyrstu sýn kann sú tillaga að telja skógrækt með, en þó ekki nytjaskógrækt í atvinnuskyni, að hljóma eðlileg, enda um að ræða framlög til aðila sem hafa með höndum óhagnaðardrifna starfsemi. Við teljum viðbúið að hugtakið „nytjaskógrækt í atvinnuskyni“ verði túlkað með sama hætti, hvort sem um er að ræða starfsemi sem fyrirtæki í atvinnuskyni standi að, eða óhagnaðardrifin félög. Viðmiðið verði samningur við Skógrækt um kostnaðarþátttöku í verkefninu. Miklu eðlilegra er að sleppa þessari tilvísun og láta það ráða för, hvort umrædd skógrækt fái viðurkenndar vottaðar kolefniseiningar eður ei. Vel má vera að það leiði til sömu niðurstöðu, en óheppilegt er að okkar mati að skrifa sérstaka takmörkun í reglugerð sem er óþörf, ef unnið er eftir viðurkenndum aðferðum og stöðlum.

Við leggjum því til að tillaga merkt A hér í viðhengi verði notuð í reglugerðinni, en til vara tillaga merkt B.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Rauði krossinn á Íslandi - 10.11.2021

Sjá umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Skógræktin - 10.11.2021

Sjá umsögn í viðhengi.

Afrita slóð á umsögn

#6 Skógræktin - 10.11.2021

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samtök iðnaðarins - 10.11.2021

Samtök iðnaðarins vilja benda á að umsagnarfrestur reglugerðardraganna er helst til knappur þegar umfang reglugerðarinnar er haft í huga.

Afrita slóð á umsögn

#8 KPMG ehf. - 10.11.2021

Umsögn KPMG er hér í viðhengi.

Viðhengi